Wednesday, May 31, 2006

Bíddu bíddu....



Eru menn hættir að kíkja á netið eftir að sumarið kom?! Eða er almennur doði í gangi?
Er gaman á hólum?
Hvernig gekk ykkur í prófunum?
Hvenær eigum við að plana útileiguferð á hóla?

Thursday, May 25, 2006

herrro...

...byrjuð að vinna á rannsóknastofunni. Fyrstu verkefnin hafa falist í því að taka á móti sýnum og flokka í ákv. greiningar og svona. Svo var ég að gera mótefnapróf á sýnum líka... allt mjög fínt. Er að vinna með fullt af miðaldra kellingum sem allar eru með stutt hár og ótrúlega hressar. Fórum út að borða í gær og þær voru alveg þvílíkt skemmtilegar svo mar bara endaði á fylleríi með gömlu tjellingunum sem var frábært en ég fór nú samt frekar snemma heim. Heyrði að þær hressustu, sem b.t.w. eru rétt um fimmtugt, hefðu verið að skríða heim úr bænum um 6 leytið... það vantar ekki kjarnorkuna í þessar kellingar! Svo voru þær allt kvöldið að plana allskyns partý og ferðir í sumar þannig að þetta lofar alltsaman miklu góðu.

Var að reyna að plögga Serbíuferð í ágúst ... allt í vinnslu og ég á vonandi von á góðum fréttum á morgun.

Hvenær fara hólararnir á hóla?

Fór í Bónus í dag í KR peysunni minni, sem ekki er í frásögur færandi nema að ég hitti þar mann sem byrjaði að kalla áfram KR og ýmis KR hróp þegar hann sá mig.... Kom síðan að tali við mig og fór að ræða ýmis fótboltamál varðandi KR, hvort ég hefði séð leikinn í gær og svona. Ég bara verð að viðurkenna að ég fylgist ekkert rooosalega mikið með boltanum þessa dagana svo ég gat eila bara ekkert sagt. Rétt náði að koma því að að ég væri í körfunni og þá fór hann að leika svona skot á körfu, "körfunni já..." og hugsaði sig um og fór svo að tala um hvort hann gæti nú ekki bara mætt á æfingu og eitthvað. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að vera en þetta endaði nú bara þannig að ég sagði honum að endilega mæta á æfingu hjá kvennaliðinu; "sjáumst bara í haust" og faldi mig svo á bak hreinlætisrekkann.

Þá er mar búinn að láta bólusetja sig við lifrarbólgu og allt í orden, svo mér ætti að vera óhætt að slútta þessu!
Ciao

Saturday, May 20, 2006

Hið ljúfa líf...

Hæja... Loksins eru prófin og sumarnámskeiðið búið og hið ljúfa líf tekið við, í bili. Í dag skunduðu nokkrir Bíó nördar niður á Austurvöll og héldu grjónasekk á lofti í dágóðan tíma. Eftir það var þambað kaffi á kaffihúsi áður en haldið var heim. Algjör snilld og skal endurtekið sem fyrst!

Í gær var eins og Halla sagði frá hlustað á Ælu og spilaði Ævar snilldarlega á gítarinn, fín stemming var í hópnum eins og þessi mynd gefur til kynna:



Einnig hafði maður smá tíma í dag til þess að hlaða myndum af myndavélinni niður á tölvuna og verð ég að sýna hina víðfrægu tungumynd sem ég hef lengi talað um =D. Ég er ekki alveg með á hreinu hvað Hrönn er að gera... Kannski er hún að leita að litlu dvergatungunni sinni híhí ;)



Svo langar mig mikið til að setja aðra mynd hérna inn af ákveðinni manneskju í sturtuklefa (nú huxa líklega allir að ég ætli að koma með mynd úr safninu mínu af Rögnu, en þetta er ekki mynd af henni), en þessi manneskja er búin að harðbanna mér það. Hvað finnst ykkur um þetta, ætti maður að birta þessa mynd eður ei? =P

Friday, May 19, 2006

Skólinn er búinn í bili

Já... Í dag var fyrsti alvöru frídagurinn í laaaangan tíma! OG það var soldið spes... ég vaknaði af sjálfsdáðum kl hálf níu og gat ekki sofið lengur svo ég fór að dóla mér eitthvað hérna heima við. Svo svona um tíu leitið fór að síga á mann flökurleiki og þreyta ásamt almennum slappleika og ég er bara alveg sloj! Ætli líkaminn höndli þreytuna bara svona... mar spyr sig.
Annars fórum við á tónleika með Ælu í gær og það var mjög gaman. Nokkrum öllurum var stútað yfir júróvisjon og einum heilum á meðan það var búað á Silvíu. Svo var brunað á kjallarann og tóku miklir rokkarar á móti okkur þar. Ekkert nema gott um þessa tónleika að segja, tjah fyrir utan að það var svo mikill hávaði stundum að það var við sársaukamörk og þá greindi mar nú ekki tónlist frá háværum óm. En það getur líka verið af því mar er ekki vanur... og rokkararnir allir orðnir hálfheyrnalausir. EN já af þessum 3 böndum var Æla best en það er kannski líka af því að ég þekkti 3 lög... það munar um svona forskot. Og Ævar var alveg að lúkka með gítarinn... enda aðalgítarleikarinn í bandinu :)

Wednesday, May 17, 2006


Tónleikar með Ælu á Stúdentakjallaranum annað kvöld!
Mikil gleði og eftirvænting hjá Bionerdics og áhangendum enda langþráðir tónleikar á ferð...
Fyrir þá sem ekki vita þá er Æla "pönk"hljómsveitin sem Ævar spilar í og hlakkar okkur mikið til að sjá hann taka á því á sviðinu.


Sunday, May 14, 2006

...ljúfa líf


Það var gott að vakna í morgun og þurfa ekki að gera nokkurn skapaðan hlut...:)

Ég er búinn að sitja úti á svölum, drekka kaffi og hlusta á Neil Young og CSNY í dag og njóta veðursins. Auk þess fór ég í tveggja tíma göngu í góða veðrinu.

Hvernig var á sumarnámskeiðinu? Er þetta killer in the park?...varla í svona veðri...

Thursday, May 11, 2006

próflok handan við hornið....


Teiti á Laugardagskvöld á Digranesv. kópavogi.... stefnt er að mætingu upp úr 6 og planið að stilla upp grilli og grilla allt sem færi gefst á! Öl og annað áfengi verður í hávegum haft ásamt mikilli gleði og vonandi sól.
Nánari upplýsingar ættu með góðu móti að fást með því að hringja í mig eftir kl 12 á laugardag.

Monday, May 08, 2006


Hugur Höllu lýsir ljósi sem tengis ekkert þróun né fróun.
HEY!
Ég er búin að plögga próflokaölkvöld með möguleika á grilli eða öðru slíku ef vilji er fyrir hendi... Fékk íbúðina hjá elskulegri móður minni lánaða og leyfi til að bjóða bionerdics og áhangendum í gleði!
Það væri þá næstkomandi laugardagskvöld...
Hvað segiði?!

Sunday, May 07, 2006

Heil og sæl krakkar!

Þá er það þróunarfræðin...
það verður skrautlegt:)

...en hafið þið annars séð myndina Evolution með Fox Mulder?


... ef ekki þá er hérna er einn aðalleikarinn í þessari brillíant mynd! Þannig að ég ráðlegg ykkur eindregið á að horfa á hana fyrir prófið.

Wednesday, May 03, 2006


ok...
Þroskunarfræðiprófið er á morgun og menn eru flestir nett tens yfir þessu og svona.
Eeeen ég bara veit það ekki.... kann ekki mikið en ég nenni þessu bara engan veginn!!! Hvað er málið, prófstress sem löngum hefur gert vart við sig í mínum beinum er horfið! Og í staðin kom eirðarleysi og tjah, hvað kallar maður það....... já leti!


jú, mér líður akkurat eins og ég lít út á þessari fallegu mynd.