Wednesday, February 13, 2008

Í miðri viku...

Hæææ sveppalepparnir mínir!
Ástæðan fyrir því að ég tek mig svona óvænt til og skrifa nokkur orð er að ég átti að vera í tíma í umhverfishagfræði, sem af óþekktum ástæðum féll niður. Nú... það þýddi að ég þyrfti að fara að læra og hvað er betra en að skrifa bloggfærslu inn á bloggsíðu í andarslitrunum í staðinn fyrir að leita uppi einhver IGO til að skrifa um... Mér finnst ég amk vera að gera góðverk :)

Í morgun fékk ég ógleeesa góðan morgunmat! Besta í geimi!
Gabríel, þessi elska, var búinn að baka nýtt brauð sem er kreisý gott og líka koma með svona súkkulaði spread heim. Svo ég setti það á nýja brauðið og pínu rjómaklessu ofan á. Svo drakk ég með þessu te og mmmhh.... guð so æægilega huggó!
(en reyndar er ég með pínu brjóstsviða núna, kannski er ekki allt of sniðugt að hafa rjóma í morgunmat... mar veit ekki...)

Hrönn er sumsé komin aftur frá Kenýa og fjölskyldan í heilu lagi, hjúkket! Ég byrjaði að skoða myndirnar, en var fljótt svo hriikalega abbó að mér varð flökurt svo ég hætti að skoða... Miiig langar líííka!
Eeen ég er að fara til Grænlands núna 27 feb... það verður amk tilbreyting. Þó það verði örugglega hrikalega kalt. Selaát, (ísbjarnaveiðar), hundasleðaferðir og göngur í stórbrotinni náttúru Grænlands undir leiðsögn innfæddra, með frábærum félagskap, munu þó án efa ylja mér um hjartaræturnar.... Svo ég má vel við una.

Er byrjuð að læra frönsku, búin að fara í tvo tíma... ég er sumsé búin að læra stafrófið, þrjár sagnir; að vera, að hafa og að borða, og svo einn málshátt. Væsgo!

Fleira var það svosem ekki í bili...
nema kannski eitt... eruði að grínast með viðtalið við Villa síðan í stóra olíusamráðsmálinu!
Sko þessi kall!

Þangað til næst.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Það er fátt betra en að fá nýbakað brauð í morgunsárið...

Fyrir þetta framtak fær Gabríel háa einkunn eða fjórar stökkmýs og eina angúrukanínu. Menn eiga að taka sér þetta til fyrirmyndar...

13 February, 2008 13:34  
Blogger Hrönn said...

Gabríel fær þrjú passion frúgt, mango og sex kókoshnetur fyrir þetta framlag frá mér!

Annars já, ég var að koma heim frá Kenya og það var ÆÐI ÆÐI ÆÐI! Er svona að skella inn myndum smám saman á myndasíðuna mína og svo var nottla fulltaf myndum frá öllum á pabba síðu (sjá mitt blogg).

Er ekki annars allt gott að frétta frá öllum (nema að ég veit að aumingja Gau er búinn að vera mikill lasarus).

13 February, 2008 21:42  

Post a Comment

<< Home