Friday, June 29, 2007

Friday

Í dag er föstudagur og það er þvíílík blíða úti... aaahh ég vildi að ég væri ekki að vinna inni í dag. Það var sko 15°þegar ég var að keyra í gegnum Árbæinn, kl 07:50... þetta ætlar að lofa góðu. Spurning um að reyna að koma sér fyrr úr vinnunni og ná sér í smá sól.

Annars fór ég í fyrsta feltið mitt núna á þriðjudaginn, við Karólína keyrðum úr góða veðrinu hérna í Rvík og norður á Húnavelli í kulda og strekking. Það var samt ágætt, við ákváðum að spara okkur smá pening og tjalda þar í staðinn fyrir að gista í Blöndustöð.... eftir nokkuð basl við að koma tjaldinu í réttar horfur í rokinu hafðist það þó og við vorum mjög stoltar af okkur. Því næst var gripin veiðistöng og ekið rakleitt að Svínavatni. Í þriðja kasti veiddist einn afar penn urriði sem vó kannski svona hálft pund... svo eftir svona klukkutíma veiddist annar, en hann var enn minni þannig að við skiluðum honum aftur. Svo fórum við aftur að Húnavöllum, drógum út grillið og skelltum 2 pulsum og einum urriða á það. Allt smakkaðist vel og þetta var virkilega gaman. Þá er ég búin að fara í fyrstu útilegu sumarsins og bíð spennt eftir næstu.

Svo er Hrönn litla bara farin á við ævintýranna í Plymouth... ég kvaddi hana á mánudagskvöldið með því að hirða af henni hjólið hennar og hjálminn líka. Þvílíkt frelsi sem það er að hafa hjól, er alveg að fíla það og ætla að nýta helgina til að æfa mig svo ég geti farið að hjóla í vinnuna. Þannig að ef einhvern langar í hjólatúr þá vitiði hvern þið eigið að hringja í.

Annars var það svo sem ekkert sérstakt... Kannski spurning um að hóa liðið saman í sund eða hacky eða spil og rauðvín eða eitthvað yfir helgina, sérstaklega ef veðrið heldur áfram að vera svona gott :)

Þangað til næst

Friday, June 22, 2007

Helló kids...
Ég sé að fólk er alveg að taka við sér hérna á bionerdics, bæði í kommentum og skrifum....

Ég fór í gær í svona grasræktartilraun, keyrði með tveimur hressum eldri köppum að stóru Ármótum, rétt fyrir utan Selfoss. Þar var slegið rakað, rakað, vigtað og mælt, bókað, drukkið kaffi og prins og eins og einni túnfisksamloku skóflað í sig líka.
Þetta var frábær dagur, veður var hið ágætasta, náttúran naut sín í öllu sínu veldi og ég lærði nokkrar nýjar tegundir! Fyrir hina áhugasömu þá voru þar á meðal: hávingull, axhnoðagras, vallarrýgresi, rauðsmári og hvítsmári.
Reyndar var ég að drepast úr ofnæmi allan daginn og helvítis mýið var í miklu fjöri þennan dag, þó nokkrar læddust inn um nef, eyru og munn... en ég gæddi mér nú bara á þeim eins og ekkert væri enda þekkt fyrir að vera froskur mikill, síétandi og alger alæta! Það gleymist nú seint þegar ég tók mig til og át allt lirfuboxið sem Sæmi keypti hérna í fríhöfninni í Chiang Mai.

Ég heyrði því fleygt að Hrönn ætli að hafa grill á laugardagskvöldið... kveðjugrill. Því miður kemst ég ekki þar sem ég er með fullbókaðan dag, þarf nebbla að taka þátt í frosktilraun nokkurri. Tilraun sú snýst um það hversu miklu einn froskur, þ.e. ég, getur torgað á heilum laugardegi frá kl 8 um morguninn til 12 á miðnætti. Í boði verður ýmisskonar góðgæti, þó ekki skordýr í þetta skiptið, því miður :( ....en ýmislegt annað og hlakkar mig mikið til. Þið getið rétt ímyndað ykkur.
En varðandi kveðjugrillið þá verð ég að beila í þetta skiptið, sem er mjög svekkjó en er alveg til í kveðjuhacky á sunnudeginum í staðinn.... ef einhver er geim?!

Eníveis, people, kommentiði ef þið eruð þarna... þá veit ég hvort ég á að sleppa að skrifa hérna eða ekki ;)
Later

Tuesday, June 19, 2007

Slevolution

Monday, June 18, 2007

Blå mandag....
Var það ekki dagurinn eftir ferminguna manns hérna fyrir fjölda ára þegar maður taldi sig loksins hafa gengið inn í tölu fullorðinna... Síðar kom á daginn að það var nú aldeilis ekki raunin. Kannski í þetta skiptið, kannski getur maður talið sig fullorðinn í dag. Ég býst amk við að þeir krakkar sem fermdust í ár líti á mann sem fullorðinn... og ekki skemmir fyrir að mega kalla sig líffræðing.

Útskriftin var ágætis afþreying svo ekki sé meira sagt... Enginn með ágætis einkunn úr líffræði en þó nokkrir í stærðfræði og svo aftur félagsfræði. Ég lít svo á að þeir sem eru í raun fáránlega klárir og supernerds séu í stærfræðinni og eigi þetta fullkomlega skilið en að félagsfræðin sé einfaldlega of auðveld! Fólk má svo reka þetta ofan í mig með góðum rökum ef einhver sér ástæðu til.

Tók aftur strætó í vinnuna í dag og það var ekki alveg jafn slæmt og áhorfðist hérna síðastliðinn miðvikudag... er samt enn á því að kaupa hjólið hennar Hrannar og nota það sem minn helsta ferðamáta um Reykjavíkurborg á komandi tímum.

Já og partýið hjá Arnaldi var skemmtilegt, ég skemmti mér vel í dunandi dansi við frummanninn og fleiri skemmtilega. Stefnumót við frummanninn fær samt að bíða betri tíma.

Annars vil ég bara segja til hamingju með afmælisdag lýðveldisins í gær, það hefði mátt vera hlýrra en í dag er ég hætt að ganga á óskhyggjunni og loksins farin að klæða mig eftir veðri... Virkilega erfitt að koma frá Tælandi og sætta sig við að sumarið hérna á Íslandi ætlar að vera íískalt, þriðja árið í röð.... svekkjandi.

Later

Wednesday, June 13, 2007

Back home.....

Allt búið....
Tæland er best í heimi!
Þessi ferð var best í heimi, fjórhjólin voru best af öllu!
Lala og allir hinir ladyboys fá props fyrir að vera ladyboys og stolt/ir af því...

Í dag líður mér eins og ég hafi ekki farið fet... trúi ekki að besta ferð ævi minnar sé búin, það er erfitt að sætta sig við þetta og sérstaklega þegar á móti manni tekur stórgallað strækókerfi sem ég vissi ekki in the first place að væri bæði búið að breyta, illilega, og hækka verðið!
Lenti þ.a.l. í miklum strætóhremmingum í morgun og grátur og gnístran tanna létu á sér kræla í 1 og 1/2 tíma langri strætóferð víða um borgina.... svekkjandi.

Margar sögur til eftir ferðina... þær verða ekki settar á prent hér í dag en aldrei að vita hvað gerist á næstunni.

Spurning um að virkja bionerdics síðuna þar sem að hlutir eru að breytast um þessar mundir og gott að hafa sameiginlegan miðil fyrir alla bionerdics-aðila, jú og áhangendur þeirra, hvar sem þeir eru staddir.

Cop cun kaaaaaaaaa