Saturday, May 20, 2006

Hið ljúfa líf...

Hæja... Loksins eru prófin og sumarnámskeiðið búið og hið ljúfa líf tekið við, í bili. Í dag skunduðu nokkrir Bíó nördar niður á Austurvöll og héldu grjónasekk á lofti í dágóðan tíma. Eftir það var þambað kaffi á kaffihúsi áður en haldið var heim. Algjör snilld og skal endurtekið sem fyrst!

Í gær var eins og Halla sagði frá hlustað á Ælu og spilaði Ævar snilldarlega á gítarinn, fín stemming var í hópnum eins og þessi mynd gefur til kynna:



Einnig hafði maður smá tíma í dag til þess að hlaða myndum af myndavélinni niður á tölvuna og verð ég að sýna hina víðfrægu tungumynd sem ég hef lengi talað um =D. Ég er ekki alveg með á hreinu hvað Hrönn er að gera... Kannski er hún að leita að litlu dvergatungunni sinni híhí ;)



Svo langar mig mikið til að setja aðra mynd hérna inn af ákveðinni manneskju í sturtuklefa (nú huxa líklega allir að ég ætli að koma með mynd úr safninu mínu af Rögnu, en þetta er ekki mynd af henni), en þessi manneskja er búin að harðbanna mér það. Hvað finnst ykkur um þetta, ætti maður að birta þessa mynd eður ei? =P

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Í fyrsta lagi væri illa gert að segja þessa ógeðslega photoshoppuðu sturtumynd á netið og í öðru lagi finnst mér Hrönn vera með rosa fína tungu... Það er móðgun við okkur litla fólkið að nota dverganafnið svona hippsum haps án þess að spyrja fyrst kóng eða prest!

20 May, 2006 11:35  
Blogger Our Hero, said...

Mér finnst fínt að seta sturtumyndir á netinu nema ef manneskjan sé af Bandarískan upprunna.
Ég villdi líka segja að við öll heyrði sögur af dvergatungunni eftir að hellt var í nokkur glös handa ákveðnum framhaldsnemum í fuglafræði!

20 May, 2006 19:54  
Blogger sindri said...

This comment has been removed by a blog administrator.

22 May, 2006 11:24  
Blogger sindri said...

Veit ekki hvaða uppsteyt þetta eru alltaf í dvergum - endalaus jákvæð athygli og eru fáir einstaklingar sem vekja meiri lukku en einmitt dvergar. Rautt dvergurinn hefur til að mynda glatt okkur öll og jafnframt nýtur hann mikillar kvenhylli.

Held að við getum öll verið sammála því að einn óvæntur dvergur getur bjargað döprum degi hjá okkur öllum.

22 May, 2006 11:25  
Blogger Halla said...

Vúhú allt að gerast á bionerdics... ég er svaka forvitin hvað stóð í þessu deletaða kommenti!
Er komin heim úr mikilli slökun í sveitinni og fyrsti dagurinní vinnunni á morgun... eeen gaman!

22 May, 2006 22:14  
Anonymous Anonymous said...

Nú fer maður að kveðja Höfuðborgina og halda á vit ævintýranna fyrir norðan heiði. Já ég vil líka vita hver átti deletaða kommentið!

24 May, 2006 12:33  
Anonymous Anonymous said...

Jájá....Eruði nokkuð búin að fá út úr fiskavistfræðinni?

24 May, 2006 17:35  
Blogger Our Hero, said...

Nei...ekkert fiskavistfræði hjá mér. En, ég fékk email um daginn þar sem hún var að spyrja eftir einhverja skýrslu sem hún var þegar búin ðskila til mín með einkunn og allt! I'm going to hold my breath until she turns in the grade!

24 May, 2006 22:16  

Post a Comment

<< Home