CHEVROLET MALIBU 1979
Gleðilegt nýtt ár kæru félagar! Nú líður senn að spilakvöldi í nýja kondoinu mínu og að því tilefni ætla ég að fræða ykkur aðeins nýjustu fjárfestingu mína, draumabílinn.
Í sumar, nánar tiltekið 16. júlí, frétti ég af þessum fagra fáki inni í bílskúr hjá miklum heiðursmanni, Páli Bergþórssyni. Síðan í sumar hafa samningsviðræður farið fram sem leiddu að lokum til þess að sjálfrennireiðin varð mín hinn 20. desember á þessu ári. Sjaldan hef ég hitt jafnmikið ljúfmenni og hann Pál og þakka ég honum kærlega fyrir viðskiptin. Bílaviðskipti eru yfirleitt einhver þau leiðingjörnustu sem ég á í, enda sölumaður lítill, en þau voru svo sannarlega ánægjuleg í þetta skipti.
Nánar um ökutækið. Þessi Chevrolet var framleiddur árið 1979 í USA. Verksmiðjunúmer hans er 1W27H9B466509 og er bíllinn drappaður á litinn. Vélarstærð er V8, 5 lítrar, nánar tiltekið 305 vél. Hann er ekinn frá upphafi 65600 kílómetra og hefur verið í eigu eins nær allan tímann.
Þeir kunnu að búa til farartæki á þessum tíma og eru ýmsir aukaeiginleikar sem bílinn býr yfir. Þeirra á meðal er vökva- og veltistýri, rafmagn í framsæti og rúðum, loftkæling (A/C), krús-kontról og FM/AM útvarp ásamt segulbandstæki.
Ég er stoltur af því að segja að meðalaldur bílanna minna er 25 ár...sem er talsvert meiri aldur en meðalaldur bílaflota Íslendinga. Mikil ánægja fylgir akstri bílsins og er hann þýður í alla staði.
Hlakka til spilakvöldsins..og ef þið verðið þæg fáið þið kannski að sjá farartækið;)
Kveðja, Ingi
Í sumar, nánar tiltekið 16. júlí, frétti ég af þessum fagra fáki inni í bílskúr hjá miklum heiðursmanni, Páli Bergþórssyni. Síðan í sumar hafa samningsviðræður farið fram sem leiddu að lokum til þess að sjálfrennireiðin varð mín hinn 20. desember á þessu ári. Sjaldan hef ég hitt jafnmikið ljúfmenni og hann Pál og þakka ég honum kærlega fyrir viðskiptin. Bílaviðskipti eru yfirleitt einhver þau leiðingjörnustu sem ég á í, enda sölumaður lítill, en þau voru svo sannarlega ánægjuleg í þetta skipti.
Nánar um ökutækið. Þessi Chevrolet var framleiddur árið 1979 í USA. Verksmiðjunúmer hans er 1W27H9B466509 og er bíllinn drappaður á litinn. Vélarstærð er V8, 5 lítrar, nánar tiltekið 305 vél. Hann er ekinn frá upphafi 65600 kílómetra og hefur verið í eigu eins nær allan tímann.
Þeir kunnu að búa til farartæki á þessum tíma og eru ýmsir aukaeiginleikar sem bílinn býr yfir. Þeirra á meðal er vökva- og veltistýri, rafmagn í framsæti og rúðum, loftkæling (A/C), krús-kontról og FM/AM útvarp ásamt segulbandstæki.
Ég er stoltur af því að segja að meðalaldur bílanna minna er 25 ár...sem er talsvert meiri aldur en meðalaldur bílaflota Íslendinga. Mikil ánægja fylgir akstri bílsins og er hann þýður í alla staði.
Hlakka til spilakvöldsins..og ef þið verðið þæg fáið þið kannski að sjá farartækið;)
Kveðja, Ingi
7 Comments:
WoW! Til hamingju með þetta Ingi! Svaka flottur bíll! Hef nú samt ekki mikið vit á bílum en hljómar mjög vel og þú ert greinilega mjög ánægður með hann. Mér fannst alltaf gaman að keyra gamla ljósbláa Benz fákinn hennar mömmu sem var '82 með hjólkoppa í stíl. Það láku mörg tár þegar hann var svo þjappaður saman á Reykjanesbrautinni :(
Vil fara að sjá drossíuna/pimpkerruna í Öskju bráðlega. Þar getið þið Saga metið bílana ... annars er ég farinn að hafa áhyggjur að bílinn sé ekkert hreyfður hjá þér. Allavega hef ég ekki séð kerruna á götum úti!
Já maður verður að sjá þennan glæsibíl sem er ótrúlega lítið keyrður verð ég að segja... furða að hann er bara ekki ryðgaður fastur.
Sjáumst á föstudaginn!
Já það er þá ákveðið að hittast hjá Inga kl 7 annað kvöld? Spila og eitthvað og kíkja svo hugsanlega yfir á bjórkvöld Haxa í næsta húsi. Er það annars ekki planið ... eða eitthvað líkt því?
Sigfinnur hefur boðað til fundar að Eggertsgötu 16 (íbúð 204)...planið hljómar vel! Menn geta mætt hvenær sem þeim hentar en í síðasta lagi kl 7:05.
Óákveðið hvað spila skal ..en spurning með nýja partíið hennar Hrannar eða Fambið eða e-ð...þið ráðið en ég get útvegað Fambið..
Kveðja,
Ingi
Flott mál!
Nýja partýspilið er nokkuð gott... en það er reyndar heima hjá ma og pa... rúlla bara eftir því á eftir!
Ingi, þú ert snillingur!
Hlakka til að sjá bifreiðina sem og að taka í spil með meðlimum Sigfinns.
Ég ætla að taka með mér G&T ;)
Post a Comment
<< Home