Monday, November 27, 2006

Sjáiði þetta litla sæta barn með stærstu eyru sem ég hef séð!
Ægilega krúttlegt og kósílegt barn, langaði bara að sýna ykkur.
Var líka komin með leið á úlpunni hans Inga...
þótt ótrúlegt megi virðast

(Ég held að hann geti flogið...)

Monday, November 20, 2006

Strellson - Swiss Cross

Vegna mikils áhuga á nýja jakkanum mínum datt mér í hug að setja inn tengill á síðu sem selur bæði jakkann og fleiri vörur frá sama merki. Þannig getur fólk pantað sínar eigin flíkur án þess að vera í sífellu að fá að máta mínar:)

Hér geta menn verslað sér inn lúxusflíkur fyrir jólin:


http://www.herrenausstatter.de/

Kveðja,
Ingi
Hvenær koma kræklingamyndirnar?
Einhver?!

Saturday, November 11, 2006

Framhaldsnámspælingar

Jæja, nú fer að síga á seinni hlutann af þessu námi í líffræðinni hjá okkur og þá er um að gera að spá í framtíðinni. Einhver bað mig um á kræklingakvöldinu að smella inn link sem ég hef notað til að skoða skóla. Þetta er heimasíða mats Háskólans í Shanghai á top 500 háskólum í heimi, veit ekki alveg hvernig þetta mat fer fram og ekki á hverju það byggist, en allavega er þetta mikið af linkum á heimasíður skóla úti, og betra heldur en að leita eins og villuráfandi sauður á google.

http://ed.sjtu.edu.cn/rank/2006/ARWU2006TOP500list.htm


Kv.
Gaui

Tuesday, November 07, 2006

Og hvað á svo barnið að heita?

Vildi nota tækifærið og óska meistara Marinó til lukku með nýskírða dótturina!
Fékk kviðlingurinn nafnið Rakel Júlíana.

Sunday, November 05, 2006

Eftir-kræklinga-dagur

Hvernig get ég lýst þessum vindasama sunnudegi?
Myndir segja meira en mörg orð.




Ég er svooo þunn!
Smáa letrið: Það var fullkomlega þess virði. Frábært kvöld!

Thursday, November 02, 2006

It´s a party

Herrrro..... Þá er komið að því kæru vinir! Kræklingakvöldið er á næsta leiti og byrjar stemningin með alvöru kræklingaveiði í Hvalfirði á morgun. Svo það eru stígvél og pollabuxur með í skólann á morgun fyrir þá sem sjá sér fært að skella sér!

Þegar við vorum á fyrsta ári þá veiddist svooooona mikill kræklingur... eila of mikið samt sko, spurning um að hemja villidýrið innra með sér og láta sér duga að veiða bara í matinn :)


Svo er bara paaaartý á laugardaginn og veður gaman að sjá alla mætta í sínu fínasta pússi og með nóóg af öli. Takið eftir dúinu á Ævari og Marinó, gamla góða.....