Sunday, May 14, 2006

...ljúfa líf


Það var gott að vakna í morgun og þurfa ekki að gera nokkurn skapaðan hlut...:)

Ég er búinn að sitja úti á svölum, drekka kaffi og hlusta á Neil Young og CSNY í dag og njóta veðursins. Auk þess fór ég í tveggja tíma göngu í góða veðrinu.

Hvernig var á sumarnámskeiðinu? Er þetta killer in the park?...varla í svona veðri...

9 Comments:

Blogger Halla said...

Voða gaman hjá okkur, fínt veður og bara létt svona fyrsta daginn... frekar mikil þreyta í gangi samt

14 May, 2006 17:47  
Anonymous Anonymous said...

Var að koma heim núna, 20 mín í átta. Byrjar af krafti bara. Stórskemmtilegt að grafa eftir hrossaflugulirfum

14 May, 2006 19:53  
Anonymous Anonymous said...

Úff það var nú lítið að gerast hjá okkur smáfiskahópnum í dag, en eins og halla segir, fínt veður og létt. Kannski ekki sömu sögu að segja af hinum fjóru óheppnu líffræðingum sem voru í "besta hópnum" en ég vona að þeim líði öllum vel.

14 May, 2006 20:24  
Anonymous Anonymous said...

:)...þetta hljómar vel

14 May, 2006 20:25  
Anonymous Anonymous said...

Ég verð nú að viðurkenna netta öfund af minni hálfu í garð eins félaga okkar, honum Inga. Hefð verið til í að sofa allan daginn svona rétt eftir próf.

14 May, 2006 20:29  
Blogger Our Hero, said...

Ég svaf þangað til að ég var búinn að sofa nog. Aaahhhh...það var gott!

Ég tók til smá og var út að leika með stráknum allan dag.

14 May, 2006 22:32  
Anonymous Anonymous said...

12 hringir um Hveragerði að leita að fuglum á túni, gaman gaman. Hvernig gekk ykkur svo í fiskifræðinni, sá að kallinn var búinn að fara yfir á 2 dögum, ekkert að tvínóna við hlutina.

15 May, 2006 23:38  
Blogger Halla said...

okkur gekk ágætlega... Hrönn fékk 9 og telst því fiskifræðimasterinn í hópnum

16 May, 2006 09:03  
Anonymous Anonymous said...

Ég held því fram að þessi níja hafi vilst á nafni, en þangað til annað kemur í ljós er ég ekkert að leiðrétta slík mistök.

16 May, 2006 17:27  

Post a Comment

<< Home