Monday, July 30, 2007

Hæ elsku....
Allt að gerast bara, hef ekki komist í að skella inn pistli svo vikum skiptir :) Var norður á Aukúluheiði vikuna 16 - 20 júlí, svo var ég austur á geitasandi í síðustu viku... þar var ég í því að kanna hversu mikið vatn sígur ofaní jarðveginn á tímaeiningu á mismunandi tilraunareitum þarna á sandinum. Mjög spennó. Svo var ég í góðu yfirlæti í Gunnarsholti þar sem við gistum og fengum að borða. Afar þægilegt, alltaf eldað ofan í mann heitan mat tvisvar á dag og svo smurt fyrir mann og mar þurfti ekki einu sinn að vaska upp... sweeet.
Hitti meira að segja Sæma á föstudeginum, við fengum okkur hádegismat saman og spjölluðum mikið enda var ég ekki búin að sjá manninn síðan á útskriftinni okkar, einstaklega hressandi. Það var líka greinilegt að Sæmi er mikils metinn maður þarna í Gunnarsholti eins og annarstaðar því það var varla að við gætum spjallað því hann var svo upptekinn að heilsa öllu liðinu og eftirvæntingin skein úr augum samstarfsmannanna að fá hann aftur í G*holtið en hann er jú að fara að vinna þar eftir versló.

Talandi um versló þá er hún næstu helgi... og ég ætla að skella mér á þjóðhátíð. Djööö verður það gaman mar. Ég var búin að heyra að einhverjir ætluðu að tjalda í Gunnarsholti bara og hafa það huggó þar yfir helgina... bið bara að heilsa ykkur þangað úr brekkunni ;)

Annað, hjónaleysin Marinó og Ragna bara að gerast Keflvíkingar...?! Svona gera þau bara án þess að svo mikið sem setja tilkynningu á bionerdics um þetta. Ég var mjög hissa þegar ég komst að þessu... trúði ekki mínum eigin eyrum. Eeen það er víst slatti af stúdentum að fara að flytja þarna á gamla beisinn þannig að kannski verður þetta bara skemmtilegur háskólabær... í þetta skiptið verður andúð mín á Keflavík lögð til hliðar enda eru ekki bara slæmir hlutir sem koma þaðan, sbr. hann Ævar sem er nú alls ekki af verri endanum.
Svo er líka stutt út á flugvöll þannig að það gerir leiðina til litlu prinsessunnar hans Marinós aðeins styttri, sem hlýtur að vera kostur :)

Haldiði ekki að ég hafi fengið pakka í pósti um daginn, hvorki meira né minna en afmælisgjöf frá ástkærri frænku og bionörda. Pakkinn innihélt svona göngu-legghlífar sem eru snilld í feltið og göngurnar sem ég er alltaf á leiðinni í... og svo var líka vasaljós sem á alveg örugglega eftir að koma að góðum notum.
*Takk fyrir þetta elsku Hrönn mín!*

Annars bara bið ég að heilsa

Tuesday, July 24, 2007

Sá stærsta rass sem ég hef á ævinni séð í dag!


Þar sem enginn annar virðist vera enn tilbúin til þess að deila með okkur verkefninu sínu þá datt mér í hug að tjá mig aðeins bara til að skemmta mér. Ég vil leiðrétta allann miskilning um að í Englandi sé alltaf rigning og flóð. Hér í suðrinu hefur verið bongó-blíða flesta dagana síðustu vikur. Þess til sönnunar hef ég sett nokkrar myndir inná myndasíðuna mína sem er að finna hér.

Ég skrifaði líka smá um feltið sem ég hef verið í á bloggið mitt og hefur það verið afskaplega skemmtilegt. Svo fer ég í næstu viku útá bát í felt, sem er víst mjög skemmtilegt líka. Gaman er frá því að segja að MBA á tvo rannsóknarbáta og er annar þeirra fyrrverandi hvalveiðibátur frá Íslandi. Einnig er líka gaman frá því að segja að MBA var stofnað 1886 og flutti í núverandi húsnæði 1888!, þá var afi ekki einu sinni sæði og egg! Einnig var rekið sjávardýrasafn í húsinu og er því þar að finna svakalega flotta tilraunaaðstöðu. Það er hægt að geyma mörg-hundurð tonn af sjó í tönkum undir húsinu og er vikulega dælt nýjum sjó inn í tankana, og gamla sjónum dælt út aftur. Þar sem sjórinn er mjög hreinn er hægt að nota hann til eldis á allskonar sjávardýrum eins og smokkfiskum, og jafnvel sæhestum! Má sjá meira um þetta hér.

Eins og þið sjáið þá er þetta allt hið áhugaverðasta.
Að lokum vil ég benda á hrikalega góða og skilmerkilega vefsíðu þar sem hægt er að finna t.d. hvaða tegundir eru í kring um Plymouth, skilgreiningar á lífræðilegum hugtökum, stutt og skilmerkileg skjöl um afleiðingar loftslagsbreytinga á sjó, lífræðilegann fjölbreytileika og annað slíkt. Fullt af skemmtilegum fróðleik.
Þessi vefsíða er byggð upp af MarLIN verkefninu.

Allavega, þetta með rassinn er satt! Ég leit út eins og anorexía hliðiná greyið dömunni. Reyndar hef ég aldrei komið til Bandaríkjanna.

Á meðan ég man... sæhesturinn heitir Hippocampus ramulosus og finnst hér.

The Brit

Saturday, July 14, 2007

Mastersverkefnið mitt!

Jæja, ég ætla að ríða á vaðið og skrifa smá pistil hérna um hvað ég verð að gera næstu 2 árin og hvað ég er búinn að vera gera í sumar, vonandi fylgja fleirri í kjölfarið!

Ég er að skoða útbreiðslu brennihvelju (Cyanea capillata) e. Lion's mane jellyfish í kringum landið. Þessi tegund er stærsta marglytta í heiminum, en stærsta eintakið sem fundist hefur var 2,3 m í þvermál og voru angarnir um 37 m langir og gerir það brennihveljuna að einu lengsta dýri sem þekkt er í heiminum.
Hér er kvikindið:Ástæðan fyrir að ég er að skoða útbreiðslu þessarar tegundar er aðallega sú að hún hefur valdið miklum usla í fiskeldi, en á haustin þegar hún er í hámarki á hún það til að streyma inn í firði í haustlægðunum, þar lendir hún á fiskeldiskvíum og splundrast á netinu og angarnir særa allan fisk sem verður á vegi þeirra. Oftast drepst fiskurinn síðan af sárunum eða sýkingum í kjölfarið. Því er mikilvægt að vita hvenær og hvar má helst búast við þessu, og hvernig væri hægt að bregðast við.
Auk þess er líffræði þessarar tegundar nánast ekkert þekkt við Ísland, og tiltölulega lítið þekkt í heiminum yfir höfuð og því er þetta verkefni líka spennandi frá vistfræðilegu sjónarmiði.

Þannig til að skoða þetta er ég búinn að vera á flakki um landið og takandi sýni. Búið að vera mjög gaman, verið mikið á sjó og kynnst fullt af fólki. Það sem ég hef notað til sýnatöku er Bongóháfur:














Síðan tek ég draslið sem kemur í háfinn og set í fötur og getur þetta verið ansi mikil súpa eins og sést á myndunum hérna fyrir neðan.

Sýni, verið að bæta formalíninu útí:














Ég að athuga háfinn:














Afrakstur tveggja daga sýnatöku og gleðin sem býður mín í vetur:














Báturinn sem ég var á um allan Eyjafjörð alla síðustu viku, allt frá Pollinum út að Gjögri, Einar í Nesi:















Maður fær síðan að kynnast landinu á aðeins annan hátt og fær nýja sýn á það frá sjó, ansi fallegt norðarlega í Eyjafirðinum:
















Allar þessar myndir voru teknar af bandaríska jarðfræðinemanum. sem ákvað að söðla um og fara flakka um lönd við N-Atlantshaf og kanna hvernig þorskur er veiddur í heiminum, Hilary Palevsky sem var sett í það af Hafró að hjálpa mér við þetta og kom það sér mjög vel.

Jæja, komið gott í bili, núna er bara komið að ykkur að segja frá ykkar verkefni!

Kv.
Gaui M.

AfmælisHalla


Í tilefni 24 ára afmælis höllu þann 6. júlí síðast liðinn vildi ég óska henni til hamingju með þennann áfanga!!!
Knús og kossar frá Englandinu!
Hrönn

Friday, July 13, 2007

Crustacea


Mig langaði að sýna myndina sem ég hef á desktopinu mínu. Rosa flott mynd, sem teiknuð var 1904 af þjóðverjanum Ernest Haeckel. Hann færir stundum pínulítið í stílinn en þetta er allveg að svaka æðislegt. Skoðið fleiri dásamlegar lífverumyndir eftir manninn Hér eða Hér.

Wednesday, July 11, 2007

Howdy dudies...

Fréttapistill vikunnar að detta inn hérna, ég veit að þið eruð öll spennt að fá að heyra hvað ég er búin að vera að gera af mér undanfarna daga.

Í síðustu viku var svo gott veður, vá það var yndislegt! Ég var svo heppin að fá að vinna á Þingvöllum bæði miðvikudag og fimmtudag í sól og um 20 stiga hita. Á fimmtudeginum vorum við Karólína bara tvær þannig að við skelltum okkur bara á nærfötin og tásurnar og gróðurmældum þannig, voða kósý og heimilislegar.
Svo um helgina fór ég í Hallgeirsey í útilegu, það var stuð... alveg þangað til á laugardeginum þegar ég fór á kamarinn að pissa með fullt glas af gin og tónik. Ég setti það við hliðina á mér, ofan á hólfið sem heldur klósettpappírnum, og pissaði í rólegheitunum.... nema hvað að það kemur síðan einhver inn með offorsi á kamarinn við hliðina á mér, skellir hurðinni þannig að kamarhúsið hristist all hressilega og getiði hvað svo.....
nú glasið tekur hopp, flýgur af stað og beint oní buxurnar mínar! Þar helltist úr því í nærbuxurnar mínar og niður báðar skálmar á bæði föðurlandinu mínu og gallabuxunum.
Yyyndislegt.
Þar með dó stemmarinn hjá mér og ég ætlaði að fara inn í tjald í fýlu.
Eeen þetta reddaðist nú allt saman þar sem ég fékk náttbuxur og polló lánaðar hjá vinkonu minni og gat haldið áfram að skemmta mér, t.d. með því að spá í fyribærið "vegasalt" sem er eins og flestir þekkja, leiktæki fyrir krakka.

Hvernig var það svo, ætlar einhver af ykkur haugunum að skrifa eitthvað um mastersverkefnið sitt? Eða er þetta allt í orði en ekki á borði eins og vill gjarnan vera hjá hinum svokölluðu beilerum?

Annars var stefnan að skella sér í fjallgöngu í kvöld en það plan virðist allt ætla fjandans til, þökk sé heimskum hárgreiðslumanni sem ber enga virðingu fyrir tíma annarra... ég kem til með að lesa hressilega yfir honum ef ég sé hann þá einhverntíman.

Þangað til næst

Sunday, July 01, 2007

Hello there my pumpkinheads



Such marvelous day today, isn't it? I might just have myself a cup of tea and crackers later on. Or whatever I fancy at the moment my luv.

Sit ég hér í sól og blíðu, nei... það er lýgi.. Það er gola og skúr... Breytir ekki öllu :)
Mér líst vel á vinnuna... Fer í felt (e. fieldwork) á mánudaginn(e. monday) og eyddi föstudeginnum (e. friday) í að kynnast vinnustaðnum og fólki (e. people). Svo keypti ég mér gúmístígvél (e. Welly's, short for Wellingtons) í gær og er því nokkuð vel sett.

Annars skrifaði ég smá á bloggið mitt líka... svona frekari smáatriði (e. details).

Sjáumst letipúkar (e. lazy pucks)