Tuesday, August 08, 2006

Fimmta alþjóðlega ráðstefnan um bleikjur...

... var haldin í Öskju 2. - 5. ágúst og var okkur hólafólki boðið að mæta. Fróðlegt var að hlusta á fyrirlestrana og er maður orðinn vel fróður um bleikju! (þykist amk vera það). Á föstudeginum voru fyrirlestrarnir búnir á hádegi og var þá farið í ferð á Þingvelli þar sem bleikja var skoðuð á hrygningarstöðvum ásamt þess að bóndi nokkur var búinn að veiða afbrigðin 4 til að líffræðingarnir gætu potað í þá með sínum eigin fingrum. Borðað var á hótel Valhöll þar sem bleikja (supprise supprise!) var í aðalrétt en þótti hún nú ekki sérstök á bragðið. Eftir það var helltum við bionerdics í okkur að sið íslenskra líffræðinga bæði á þingvöllum og svo var haldið áfram eftir að í bæinn var komið. Reyndum að sýna úglengingunum hvernig ætti að skemmta sér en þeir týndust hver á fætur öðrum!

Hólarar á Þingvöllum

Tóm gleði var í gangi eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, en svona í djóki setti ég saman lítið vídjó með myndum sem þið getið nálgast hér!
Ég mæli með því að hægri smella á linkinn og velja "Save As" (ef þið eruð með internet explorer) eða "Save link as" (ef þið eruð með firefox) ef þið ætlið að vista þetta dót. En jæja, ég er búinn að vera algjör félagsskítur núna í kvöld því ég er búinn að vera heillengi að fá þetta vídjó svona nokkurn vegin eins og ég vil hafa það, á meðan allir hér í kringum mig eru búnir að vera að horfa á Leathal Weapon 1 og 3 =P

Bless í bili!

Thursday, August 03, 2006

diskó friskó... diskó friskó

Já það má með sanni segja að sólin hafi minna blessað okkur með nærveru sinni þetta sumarið... það hefur nú samt ekki verið mikil þoka hérna í Reykjavík þannig maður þakkar fyrir það.
Annars er verslunarmannahelgin á næsta leiti og er veðurspáin ekki sérlega heillandi... það væri þá helst að fara í Ásbyrgi, ná SigurRós og blíðunni sem á að vera þar víst. Eeeeen það er sko amk 7 tíma akstur ef ekki meira og í þokkabót mun vera mikil umferð og þar sem flestir íslendingar eru komnir með fellihýsi og tjaldvagna og hjólhýsi og ég veit ekki hvað og hvað þá er bara alveg glatað að fara um þjóðvegana á eftir þessum skrímslum. Svo ég held ég sjái bara til og ákveði þetta á síðustu stundu.... kannski mar skelli sér á Snæfellsnesið og jafnvel í Flatey, aldrei að vita.
Hrönn, Marinó, Burkni og Lísa létu sjá sig í keilusalnum í öskjuhlíð og kíkti ég á þau þar þar sem þau fóru hamförum í diskókeilu. Ég veit að Ingi er svekktur að missa af þessu en svona er þetta þegar maður er bara búin að afneita vinum sínum.... þá er manni ekki boðið í diskókeilu. Síðan var nú haldið í pool og nokkrir bjórar sötraðir, allt voða gaman.
Sindri tók Ingann á þetta og svaraði ekki símanum þegar reynt var að ná í hann. Sjö njólar handa þér Sindri, þar hefuru það!
Langar til að óska Marinó aftur til lukku með litlu stúlkuna sem hann var að eignast, til hamingju og nú bíður mar spenntur eftir að sjá myndir á heimasíðunni okkar.
Já svo á ég bara eftir að vinna í 5 daga áður en ég fer til Serbíu eftir 8 og 1/2 dag þar sem ég vonast til að njóta fallegs landslags og sólar og hita.
Sweeeet!