Sunday, January 20, 2008

Jæja...
Ég er sammála Sindra um að þessi síða eigi skilið meiri athygli heldur en henni hefur verið sýnd síðari hluta síðasta árs.
Það er sumsé búið að vera fjör á liðinu, bústaðaferð 2-4 jan og fádæma góð þáttaka... -1 að vísu en engu að síður frábær ferð.... og ekki var verra að hafa Ubaldo til þess að taka stöðu Inga í heita pottinum.



Nú svo var fundur hjá Tóbaksklúbbnum Sigfinni þar sem tekið var í Trivial, flotta bifreiðin hans Inga borin augum og gin í sódavatn teygað. Síðan var farið í Öskju á bjórkvöld sem var líka mikið fjör og þaðan niðrí bæ. Allsherjar fjör og skemmti ég mér konunglega. Því er ekki úr vegi að fara að plana næsta fund hjá Tóbaksklúbbnum.... það er ýmislegt sem þarf að fara yfir.

Hrönn er í Kenya, með Yann og hálfa ættina mína... ég vona að það sé allt í orden og að þau haldi sig víðsfjarri hinum ógurlegu óeirðum.
Annars var það ekki fleira í bili,
þangað til næst

7 Comments:

Blogger sindri said...

Já það er ekki hægt að segja annað en árið hafi byrjað með nokkrum krafti hjá okkur Bionördum. Ég vil bara þakka fyrir góða bústaðaferð og spilakveldið hjá Inga.

Það fóru hins vegar margir á mis við hina árlegu vísindaferð í Sandgerði sem var svolítið lélegt. Stemmingin var hörkugóð og bollan líklega aldrei verið betri. Svo verður nú að koma inn á það að við vorum svakalegir, þ.e. ég, Sæmi og Gaui, í klámvísukeppninni, lentum í öðru sæti. Má eiginlega segja að við höfum rústað hinum svona miðað við fjölda.

21 January, 2008 18:06  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

28 January, 2008 23:31  
Blogger Gaui said...

Já frábær bústaðaferð og gott spilakvöld.
Þurfum að taka annað slíkt við tækifæri.

Læt hér fylgja nokkrar klámvísur úr keppninni:

Marinó konur klæðir
kjólum örsnöggt úr
Með hommavinum þó snæðir
og dansandi fer í búr

Dáni litli dónakall
fjölþreifinn og þvalur
Í Tælandi, eftir mikið svall
konan reyndist maður!

Örnu birtist vonbiðill
hófst þá mikið blaður
hvort hún væri náriðill
nú veit það sérhver maður

28 January, 2008 23:35  
Blogger sindri said...

Já gaman að keppninni. Því miður tapaðist vísan um Dána kallinn en hér er ein sem samin var um Tælandsför Fannsa litla.

Fannar kannar ýmis mið,
engum dreng hann bannar.
Tók hann nokkra að tælenskum sið,
borubrattur Fannar.

29 January, 2008 17:45  
Blogger Hrönn said...

Im Baaack!... In Plymouth that is :)

Var ekkert stress og varð ekki var við mikið af óeirðum satt að segja. Ofsalega skemmtileg ferð sem erfitt er að lýsa í stuttu máli, en meðal annars stendur þó uppúr að hafa synt með höfrungum, kafaninar, sáum m.a. blettatígur og ljón í safarí, close up ;) Úfff... þarf að taka þetta saman við tækifæri.

En þangað til, tutilu!

02 February, 2008 14:57  
Blogger sindri said...

Gott að heyra að það hafi verið gaman og ekkert vesen. Þú verður að henda saman ferðasögu og leyfa okkur að sjá eitthvað af myndum fljótlega.

Svo veit ég að Gaui bindur miklar vonir við að þið sýnið honum óeirðamynd með einum AK-47 :D

02 February, 2008 17:10  
Anonymous Anonymous said...

hæhæ, hvað segiði um að setja vísurnar á HAXA, þar er komin dálkur fyrir vísurnar í umræðunum! skellið þeim þar inn svo fleiri geti notið þeirra :)

03 February, 2008 17:32  

Post a Comment

<< Home