Monday, January 22, 2007

Þvílíkur leikur, maður....


Vá, þessi var rosalegur. Ísland-Frakkland;32:24. Þvílík gargandi snilld.... Sem gerir okkur Íslendingum að halda áfram í milliriðil, ásamt Frökkum, en með tveggja stiga forskoti. Ég geri mér grein fyrir því að ekki er venjan að ræða Íþróttir á BioNerdics (frekar er talað um skrítnar dýrategundir og fyllerí), en ég bara varð....




Mig langar bara að fá smá feedback um hver nennir að horfa á svona og hverjum finnst það tímaeyðsla...

Alla veganna.
Áfram Ísland

Sunday, January 14, 2007

BMW 316i touring M

Fyrir áhugasama bíónörda þá ákvað ég að pósta smáupplýsingum um bílinn sem flestir vita að ég festi nýlega kaup á.

Þetta er BMW e30 touring með 1.6 lítra vél, innspýtingu og er hann beinskiptur
. Þetta er árgerð '93/mars, með gamla boddýinu. Týpan e30 var framleidd frá því herrans ári 1982-1994 og er þetta þýskur gæðafákur. Heildarþyngd bílsins er 1645 kg og er orkugjafinn bensín. Litur bílsins er Lagunegrün Metallic (Lónsgrænn), sem ég kalla grænan.

Í langbaknum eru upphituð færanleg sportsæti, handsnúin topplúga, geislaspilari, ABS, loftpúði, miðstöð ásamt fleiru.

Ég á eftir að taka myndir af tækinu...en hér eru nokkrar myndir af sambærilegum bíl, sem er þó eilítið betur farinn:) Það verður gaman að fiffa upp á bílinn í sumar með mössun og tilheyrandi aðgerðum. Ég vona að hann eigi eftir að þjóna jafn vel og volkswagninn.

Tuesday, January 09, 2007

Kímblaðsfundur?

Jæja, þurfum við ekki að fara gera eitthvað í þessum kímblaðsmálum?
Bara 5 mánuðir í ferðina og ekkert farið á stað, og er því ekki um að gera að halda fund sem fyrst?

Vill líka þakka Sæma og Vigdísi fyrir gott partý á laugardaginn!, þó svo að bakkus hafi kannski verið full mikið ráðandi :)

Friday, January 05, 2007

Í minningu góðs félaga

Jæja kæru vinir ©.

Nú hefur svolítið gerst sem við vissum að væri óumflýjanlegt en óskuðum öll að til þess myndi eigi koma, Bjallan er farin.


Í minningu hennar langaði mig að segja nokkur orð. Ég tók eftir henni strax þegar ég byrjaði í líffræðinni, fagurblár liturinn, krómuðu stuðararnir með kösturunum, flottu álfelgurnar! Maður velti fyrir sér hvers kyns líf þessi bíll hefði átt en ég var ætíð viss um að það hefði verið langt og farsælt. Maður fylgdist með henni dafna í gegnum árin og varð ég svo þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sitja í henni, ekki einusinni og ekki tvisvar... það voru sko ekki vonbrigði!

Bjallan var árgerð 1976. Hún hafði 1200cc 4ra strokka vél sem afkastaði 41 hestafli. Drifið hafði hún að aftan og var henni stjórnað með 4 gírum. Heildarþyngdin var ekki nema 760kg enda þýsk gæðasmíð. Hljóð og hitakútarnir höfðu nýlega verið endurnýjaðir ásamt bremsum börkum, lögnum, spindlum svo fáeitt sé nefnt. Þetta var eðal-eintak!

Undir það síðasta var hún tryggð hjá Elísabetu.

Ég vil biðja ykkur, kæru vinir ©, að hafa mínútu þögn þegar þið lesið þetta til að votta henni virðingu okkar.

Megi hún hvíla í friði! *snökt*

Wednesday, January 03, 2007

Partý í Ástúni 4 um helgina???

Hæ og Hó



Við Vigdís vorum að spá í að halda áfram að bjóða BioNerdics í partý en að þessu sinni í Ástúnið okkar. Okkur er í raun sama hvort það yrði á föstu eða laugardag... Endilega látið í ykkur heyra þannig að við getum fengið fíling fyrir því hvort að það sé stemmari fyrir þessu eða ekki. Planið er að vera með heitt grill á staðnum ef einhver vill taka grillmat með sér og borða með okkur.

Sæmi og Vigdís

Tuesday, January 02, 2007


Kæru vinir,

Gleðilegt nýtt ár!

Hvernig var í sveitinni?