Saturday, August 18, 2007

Heil Þér Bíológus Íslandicus.

Halló Elsku vinir.

Mér heyrist gott í öllum hljóðið og þykir mér miður að hafa misst af göngunni. Ég er nefnilega staðráðin í að fara ferðast og ganga um Ísland þegar gott tækifæri gefst. Ég er fegin að heyra að nú sé til gönguklúbbur sem greinilega hefur sama markmið. Hér er bara gaman og er þetta vísindaumhverfi sem ég er komin í æðislegt. Ég frétti í gær að það verða tæplega tuttugu manns í kúrsinum og byrjar hann um miðjan september. Ég hlakka hrikalega til þar sem maður á eftir að kynnast fólki almennilega þá. Svo kemur Yann í heimsókn 25. ágúst og ég flyt í langtímahúsnæðið 29. ágúst. Verð að viðurkenna að ég er pínulítið stressuð yfir því að fá góða meðleigjendur (6 herbergja hús) en það hlýtur einhver þessara sex að vera skemmtilegur (eða kannski allir :)

Annars langar mig að benda ykkur (sérstaklega sjávarlíffræðingunum) á vefsíðu þar sem hægt er að sækja um kúrsa hér og þar í heiminum. Þá borgað allt fyrir mann!
http://marbef.org/
Ég er reyndar nýbúin að heyra um þetta en Nova (vinnufélagi) benti mér á þetta og sagði þetta vera mikla snilld.

Annars hef ég verið á fullu í feltinu inná milli þess sem ég tel og greini hrúðurkarla á myndum. Að ganni skelli ég inn týpiskri hrúðurkarlamynd: Inná þessari mynd er að finna fjórar tegundir hrúðurkarla: Cthamalus montagui, Cthamalus stellatus, Elminius modestus og Semibalanus balanoides (finnst einnig á Íslandi). Vandamálið er hversu mikill breytileiki er innan hvers hóps fyrir sig og stundum geta ekki einu sinni sérfræðingar greint á milli C.montagui og stellatus. Núna er vel hugsanlegt að mastersverkefnið mitt verði ekki í hrúðurkörlum og því er enn lengra að bíða eftir því að ég skrifi um mitt verkefni. Hvet hins vegar aðra (t.d. Inga, Marinó og Sindra) til þess að drífa þetta af... bara af því ég er forvitin. Svo þarf að breyta á fullt af stöðum nafninu á krabbanum ykkar strákar, t.d. myndasíðunni og fleira. Sussubía.Ég er búin að panta flug heim 18. Desember og sjáumst við nú í kringum Jólin og í byrjun Janúar. Fer svo til Kenýa 12. Janúar (held ég) í tveggja vikna ljúfleika, og flýg svo þaðan beint til Plymouth.
Það er frábært að vera í Plymouth... en það vantar alltaf Bionerdana :D
Þið komið bara í heimsókn við tækifæri.

Rigningarkveðjur,

Ronny

Thursday, August 16, 2007

í tilefni stofnunar gönguhóps bionerdica...

Í gær var farið í stofngöngu gönguhóps bionerdica. Farið var í miðvikudagsgöngu með útivist upp á háahnjúk og í slysadal. Enginn lenti í slysi þrátt fyrir töluverðan blástur uppi á toppi háahnjúks og nokkurn bratta niður. Á bakaleiðinni var staldrað við í nokkrum lautum og bláber týnd upp í svanga munna þeirra sem voru of miklir viðvaningar til að taka með sér nesti. Við látum þetta ekki gerast aftur.


Þetta voru sannarlega tímamót og er hér með öllum áhugasömum boðið að taka þátt í þeim gönguferðum sem farnar verða í framtíðinni.


Stofnendur, þ.e. þeir sem mættu í stofngönguna voru eftirtaldir
Guðjón Már
Ragnhildur Eva
Óskar Sindri
Halla Margrét


* Á myndina vantar Sindra

Við skorum á alla sem hæl geta lyft að láta sjá sig þegar næsta ganga verður farin, en stefnan er sett á eftirfarandi ferðir á næstunni:

  • Nesjavelli, sunnudaginn 19 ágúst, seinnipart dags. Gönguleið enn óákveðin.

  • Hellisheiði, tímasetning ekki komin enn, Sindri er umsjónarmaður þessarar ferðar.


Wednesday, August 15, 2007

Fluttningar á landsbyggðina

Þá er stóra stundin runnin upp hjá Marinó og Rögnu, loksins flutt. Þau fóru ekki troðnar slóðir, a.m.k. ekki Íslendinga, í þetta skiptið. Komin alla leið í Keflavíkina í ameríska villu eða svo segir sagan - meira að segja sundlaug í baðherberginu. Til lukku með það! Þau eru s.s. komin í landsbyggðarklíkuna og skipa sér þar með í sess með ekki ómerkari mönnum en Sæma og Bólu-Hjálmari. Til lukku með það!

Sást til skötuhjúanna í hádeginu, á fullu í fluttningum .......
Óska ykkur innilega til hamingju með daginn og áfangann!