Gleðilegt nýtt ár
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og þakka ykkur fyrir hin liðnu. Megi nýja árið bera í skauti sér fleiri frábærar samverustundir og ný ævintýri. Þegar litið er yfir árið hefur það verið nokkuð viðburðarríkt hjá okkur og má þar helst nefna útskrift okkar Bionörda og ævintýraleg ferð okkar til Tælands (hóst .... Ingi) ásamt meira glensi. Stutt í fyrsta flippið ...... sjáumst í flippferðinni.
Svo verður þessi síða rifinn upp úr þeirri smávægilegu lægð sem hún hefur verið í síðari hluta þessa árs. Já ég held það sé málið . . .
Svo verður þessi síða rifinn upp úr þeirri smávægilegu lægð sem hún hefur verið í síðari hluta þessa árs. Já ég held það sé málið . . .
11 Comments:
Já ég veit...ég veit...
Gleðilegt ár kæru vinir!
Ég stefni á spilakvöld hið fyrsta í piparsveinaíbúð minni.
Hvenær ferð þú út Hrönn?
Fyndið með þessa mynd...það er eins og Hrönn sé photoshoppuð inn á hana:)
Frabaert framtak... eg lofa ad henda lika inn pistli fyrr en varir.
Takk fyrir snilldarferd i brekkuskog elskurnar minar.
Ingi vid soknudum tin og toludum mikid um tig. Hlakka til ad koma a spilakvold hja sigfinni i piparsveinaibudinni tinni.
já. Ekki man ég eftir þessari ferð en greinilega var með :).
Ég fer út 12. jan.! Vil spilakv. í piparsveinaíbúðinni sem fyrst!!!
GAman gaman... fékk nýja Partý og co (extreme) td. um daginn.
Hrönn
Frábær bústaðaferð í alla staði!
Lýst síðan vel á spilakvöld í Sigfinnssetrinu.
Ætla síðan fljótlega að henda inn færslu hérna með myndum frá sumrinu og einhverju!
Gaui
Já frábær ferð í brekkuskóg! Takk takk fyrir hana.
Sigfinnur hljómar vel, mér langar líka að fara sjá piparsveina íbúðina hans inga og piparsveina bílinn hans líka....
S
Ég er til hvenær sem er...
Lýst vel á nýja partýspilið hennar Hrannar:)
Hvenær hentar þá best?
Föstudagurinn?
Hrönn...hvað hentar yður best?
Gleðilegt ár sömuleiðis öllsömul! við erum ótrúlega heppin að eiga svona góðan vinahóp!
En já.. Ég er sammála Inga að það er eins og Hrönn sé photoshoppuð inn á myndina.. hehehe Er það kannski svo fyrst að Hrönn man ekki einusinni eftir ferðinni? Sindri?? :D
En allavega, þetta var ótrúlega skemmtileg bústaðaferð og takk fyrir samveruna!
Ég er líka til í að sjá piparsveinaíbúðina hans Inga. Ég held að ég og Marinó séum alveg laus á föstudag... :)
Spilakveld ... til í það!
En ef við snúum okkur að umræddri mynd þá eigið þitt kollgátuna. Víst Hrönn gat ekki séð sér fært að fara með vinum sínum í Landmannalaugar þá varð bara að skjóta henni inn í einum hópmyndina sem ég átti. Vona að hvorki Hrönn né lánsbúkurinn séu ósátt við myndafix mitt :)
Já föstudagur hljómar vel. Byrja kannski soldið snemma... t.d. um 7? þar sem ég er á leið til útlanda eldsnemma næsta morgun og get því ekki verið lengi.
Annars líst mér bara vel á hópmyndina!
Bíddu, bíddu.. Sindri, þú addar Hrönn inn en ekki sjálfum þér... Ert þú ekki einn af hópnum??? :-O
Svona svona einhver verður að taka myndina, líka að reyna að hafa þetta trúverðugt. Það er nú líka auðséð að þetta er ég sem er að taka myndina, annar eins skuggi hefur ekki sést norðan Alpafjalla.
Annars eru ekkert allt of margar hópmyndir til af okkur. Held að Halla sitji um þær allar eins og ormur á gulli :)
Post a Comment
<< Home