Sunday, July 30, 2006

Í stríð við Þokuna


Sumarið er búið að vera vægast sagt sérstakt veðurfarslega séð. Var alltaf verið að spá svaka fínu veðri síðustu tvær vikur en ákveðið fyrirbæri sem kallast ÞOKA er búin að hertaka Hóla. En hvernig fer maður í stríð við þoku. Ein hugmynd væri að fá alla Hólara út úr holunum sínum og blása og blása og blása; en það kæmi varla meira en lítið gat á þokuna sem myndi lokast aftur þegar liði yfir hólarana úr of mikilli súrefnismettun. Önnur hugmynd væri að virkja þarmagas hólara og má segja að miklar stúdíur hafa farið fram til að rannsaka hvers konar matur gefur af sér bestann árangur. Þessar rannsóknir hafa gefið af sér góða raun og eru sumir hólarar nú með hæfni í að kæfa allt líf innan 3 metra radíus frá sér ef vel liggur á þeim. Þetta hefur reynst vel í keppnum sem haldnar hafa verið fólki til mismikillar gleði.
Þriðja hugmyndin væri að hólarar reyndu að kýla í þokuna... hún hlýtur að hafa veikann blett einhvers staðar.

Monday, July 24, 2006

Fullt fullt af myndum komnar inn!

Vegna þess hve Ingi er mikill ruddi þá fannst mér ég vera tilneyddur til að setja fleiri myndir inn ;) Góður slatti uppsafnaður og ég reyndi bara að setja inn sittlítið af hverju sem hefur á daga okkar drifið, í framhaldinu skora ég á fleiri að setja myndir inná síðuna okkar! =D

Ragna var fyrst til að fá fisk á nagla

Fullt af skemmtilegum myndum sem þið getið nálgast hér! Endilega commentið á myndirnar eða jafnvel bætið við safnið!

Wednesday, July 19, 2006

Það er komin sóóól!!

Allir í sund!

Friday, July 14, 2006

Nú andar suðrið sæla.... eeeeinmitt!

Það er viðurstyggð úti... sumarið er að verða búið og það er ekki einu sinni byrjað!!
Ekki furða að mar sé súr.... Hver ber ábyrgð á þessu?!
Ég ætla á fyllerí með þessum gaur!!

Tuesday, July 11, 2006

jæja...
Allt búið.
Það var gaman á hólum, þó aðallega á föstudagssköldið þar sem menn hreinlega töpuðu sér í gleðinni og fá mikið hrós fyrir það, leikurinn kubbur var mikill ísbrjótur og mjög skemmtilegur. Reyndar voru smá vonbrigði með Stokkhólmsmeistarann... Við væntum þess að Hanna muni sýna sitt rétta andlit þegar leikurinn verður endurtekinn, vonandi í ekki svo fjarlægri framtíð. Aftur á móti þótti Sindri sýna yfirburða takta, með því að fella fjölda kubba í einu, og það er eitthvað sem fáir munu leika eftir.

Fuglinn Gosi olli jafnframt vonbrigðum með því að vera bæði þögull og í meira lagi grimmur! Mikið svekkelsi þegar það kom í ljós. Hann tók þó aðeins við sér á sunnudagsmorguninn og lét orð eins og "halló" flakka með reglulgeu millibili. Reyndar prumpaði hann nokkrum sinnum duglega og hentu menn nú gaman að því.

Á laugardeginum var svo vinnuaðstaða hólara skoðuð og var gaman að sjá það. Heiti potturinn á króknum stóð einnig fyrir sínu. Veikindi, að líkindum vegna enteróveiru, ollu því að ekki var alveg jafn mikið fjör á laugardagskvöldið, þó munu einhverjir hafa spilað rassinn úr buxunum í umræddum kubbleik en ég veit nú ekki alveg hvernig það fór.

Á sunnudag um hádegi þá var haldið á vatnalífssýninguna um hádegið, henni var síðan frestað þar sem Gummi sýningamaður þurfti að fara í hádegismat eftir að hafa haldið fjölda sýninga um morguninn. En um eitt leitið varð svo vatnalífssýningin að veruleika og mátti þar sko sjá margt skrítið og skemmtilegt. Lungnafiskurinn, síkliðinn úr Malavívatni, vakti þó án efa mesta lukku.

Jæja, sé ég að gleyma einhverju þá bætið þið því bara inn...
Takk fyrir mig

Tuesday, July 04, 2006

achtung....

Jæja þá eru eingöngu 4 dagar í að langþráð útilega bionerdics verði að veruleika.
Búið er að gera smá breytingar á plönum þar sem þetta var heldur svona tæpt að fara á fyllerí á laugardegi, mæta í massaerfitt (amk sýndist mér það af á heimasíðu rafting.is) river rafting sem tekur 6-7 tíma, um hádegi og eiga svo eftir að keyra í bæinn um kvöldið.... Heldur stór biti í þetta skiptið þannig að í staðinn er verið að athuga með siglingu út í Drangey á laugardeginum. Það verður líka aðeins ódýrara og býst ég við að flestir séu sáttir með það.

Ég hringdi inn á hóla í gær þar sem Sindri var að veiða einn stóran í beinni þannig að vonandi fáum við ferskan fisk í matinn þegar við komum...

Svo með bíla þá er komið á hreint að Gaui fer með Sæma og Vigdísi og ætla þau að leggja af stað upp úr 4 á föstudaginn...
Kannski ég fari með Eydísi og við getum þá pikkað Lýð upp í Borgarnesi...
Þetta er allt að skýrast.
Ennþá eftir að tékka með Sögu og félaga.