Friday, April 27, 2007

Hið fræga vídjó af Fannsa

Hæhó

Þar sem hakkíseasonið er byrjað... en ég heima svo ég get ekki tekið þátt, þá ákvað ég að eyða stuttri pásu í að henda loksins vídjóinu af honum Fannsa hingað á netið. Þetta myndbrot var tekið þegar hópur líffræðinga var að tína krækling fyrir kræklingakvöldið fræga.

Enjoy!



Ef þið viljið hinsvegar downloada vídjóinu þá getiði það hér!

Thursday, April 19, 2007

þeir eru sjaldséðir, hvítu hrafnarnir

Jæja
Kannski komin tími til að setja inn hérna einhver orð... má segja að þessi síða sé í andarslitrunum hérna, en hvað um það.
Ég var að ljúka við 10bls ritgerðina mína í eiturefnavistfræði... aldrei hafa tíu blaðsíður verið jafn lengi í fæðingu og nú... alveg hreint óskiljanlegt hvað þetta gekk illa. Eeen nú er það búið, ég er komin með svo mikið ógeð að ég meika ekki að lesa yfir heldur vil ég bara koma þessu frá mér.
Fyrir vikið er komið að prófalestri... já það eru ekki nema 10 dagar í próf!! Og sem fyrr eru menn að byrja á byrjunarreit nokkrum dögum fyrir próf, já það er gömul saga og ný krakkar mínir.
Annars er það sem ég ætla að gera áður en ég byrja að læra fyrir próf:
  1. Taka til og þrífa heima, ekki séns að einbeita sér í prófum með drasl upp á hné..
  2. Fara í vax og litun og plokkun og kannski í ræktina til tilbreytingar... já gott að vera ferskur í líkamanum áður en mar byrjar því þetta er jú svo nátengt, líkaminn og sálin.
  3. Fara í partý til Gauja á laugardaginn, fá mér gin í aðra tánna og stinga hinni í heitapottinn enda ekki á hverjum degi sem manni býðst að fá sér áfengi og fara í pott samtímis. Það verður hressandi!

Jamm og jú... þetta er það sem er á döfinni, næstu þrjár vikur verða tileinkaðar prófum og svo kemur að máli málanna. En aldrei að vita nema mar eyði nokkrum orðum í það þegar þar að kemur.

Annars bið ég bara að heilsa

Monday, April 09, 2007

Stutt í frí


Gleðilega Páska. Nú styttist í próf, en það þýðir að það styttist í vorið
og þess vegna styttist í .......................................................................................................