Monday, February 26, 2007

Skemmtilegar Staðreyndir Lífsins

Jú í dag eru margar skemmtilegar staðreyndir sem fanga hugann.

1. Það eru aðeins 83 dagar þangað til förinni er heitið til Tælands. Ætli það sé tilviljun að sum okkar eru fædd árið 1983... Hmm varla.
2. Það er að koma mars á fimmtudaginn og Jólaskraut enn vel við lýði á mínu og Yanna heimili. Eflaust fleiri latir sóðabósar útí hinum stóra heimi. Reyndar var ég að fatta að gervijólatréð hjékk uppi fram í júní í fyrra. Ég stefni að því að rífa niður skrautið fyrir þann tíma.
3. Sandgerði er á föstudaginn. Sumir ætla að kafa snemma á laugardaginn. Þetta er EKKI góð tímasetning. Þeir líffræðinördameðlimir sem ekki ætla að kafa krefjast dagskrárbreytingu hjá þeim sem ætla að kafa.
4. Ég fór í sund í dag... Fann amk þrjár freknur. Hvað segir það manni, Jú, vorið er að koma. júhú.
5. Debut diskurinn hennar bjarkar er svaka góður fyrir utan lag nr.11.
6. Árshátíðin er þar-næstu helgi. Það segir okkur líka að vorið er að koma.
7. Vistfræðiskýrslur eru tímafrekar og seingerðar.
8. Systat er mun auðveldara tölfræðiforrit en R. Gunnar Jónsson hló þegar við snúðum baki í hann yfir þessari þrautsegju að nenna að nota Rið. Gunni Grínari og Árni Akkeri alltaf sniðugir.
9. Aðalleikarinn í scrubs var leikstjóri og handritshöfundur áður en hann tók að sér leikhlutverk. ég sá hann reyndar í hommamynd í fyrradag á rúv.
10. Allir sjúkdómar að ganga núna. Fólki er ráðlagt að halda sig heima í túpperver boxi. Það ætti að vera öruggt.

- Sá sem fattar litasamsetningu textans fá hugvitsverðlaun Sólheima.
Yfir og út
Hrönn hrút

Monday, February 19, 2007

Hei kids.
Ég var að kaupa mér vasa-bók á netinu um snáka og önnur skriðdýr í Tælandi og víðar. Nú þurfum vér ekki að óttast neitt því hægt er að lesa hvort þessi eða hinn snákur sé eitraður eða ekki.
Til dæmis get ég sagt ykkur það að allir sæsnákarnir eru "VENOMOUS AND DANGEROUS" en ég man að þegar ég var að kafa þá var reglan sú að þú lætur þá vera... þá láta þeir þig vera :) góð og gild regla fyrir dýr sem maður veit ekkert um.

Önnur slanga sem er hættuleg er King Cobra en hún finnst víðsvegar í S-Asíu. Þessi elska hefur að geyma "very potent naurotoxin that is fatal if untreated"

Önnur flott heitir White lipped Pit-viper og finnst hún um allt Tæland og verður allt að 100 cm löng. Þessi slanga ber ábyrgð á mörgum bitum og er hún talin "Venomous and dangerous"
Sjá mynd af grænu slöngunni

Svo vil ég minna líffræðinga á að fara ekki að leika eftir hetjunni Steve Irwin. Við vitum öll að það getur ekki endað vel.

Hrönni Skögultönni

Saturday, February 10, 2007

laugardagsgleði

Sælir sveppirnir mínir
Það er ekki á hverjum degi sem aðilar að bionerdics taka upp á því að blogga svona að tilefnislausu...

Var að enda við að skila viðbjóðnum sem er búinn að hanga yfir mér eins og sjúkdómur í viku. Á endanum fékk ég mér bara eina ópíum og allt í einu var eins og múrveggurinn hryndi og ég náði að skrifa heilar tvær blaðsíður. Það er auðvitað mun betra en ein, en jafnframt ekki nærri jafn gott og þrjár.... en hvað um það. Mér er allavega létt.
Annars er ég bara í hólminum, að hafa það kósý... Það er fótbolti í sjónvarpinu sem býður ekki upp á mikil aktivitet fyrir mig svo ég bara blogga og horfi út um gluggann á meðan... vúhú!

Við áhugafólk um eiturefni í vistkerfum skelltum okkur líka í óvissuferð til Sandgerðis á fimmtudaginn. Við fórum í þeirri trú að við ættum að fara í einhverskonar verklegan tíma, en það kom svo á daginn að þetta var bara stutt spjall um rannsóknaverkefnið hans Halldórs og svo hvernig við gætum gert skýrslu úr því... Við semsagt gerðum ekkert sjálf og komum til með að fá gögn um aðferðir og niðurstöður í hendurnar. Svo sátum við í kaffistofunni í 2 tíma og höfðum það kósý með kaffibolla ásamt því að heimsins mál voru rædd. Jörundur týndist og höfðu menn miklar áhyggjur af honum um tíma. Een hann fannst síðan aftur og var þá mönnum mjög létt. Síðan var haldið aftur til Reykjavíkur. Virkilega góð og vel heppnuð ferð. Og krakkar mínir, þið sem misstuð af henni... tjah sá missir verður seint bættur.

Hopp og hí
Tralla lí
........ og botniði nú

Thursday, February 01, 2007

Hver er maðurinn?!?

Jæja kæru lesendur.

Nú er komið að getraun mánaðarins! Það er mikið í húfi því ég legg sleikjó undir! (sem ég borga reyndar seint og illa).

HVER... ER ... ÞETTA?!?!

Ég hefði sett myndina beint hingað á bloggið, en ófyrirsjáanlegra atvika þá fékkst ekki til þess tilskylin leyfi, við gerum samt gott úr þessu... smellið bara á linkinn og látið ljós ykkar skína í commentunum!