Sunday, September 16, 2007

Blúbb blúbb blúbb



Nú loksins er ég búin að setja allar myndirna frá Tælandi, sem teknar voru "underwater" á netið. Tékkið á "underwater" möppunni á myndasíðunni minni (hér).
Eða betra... pabbi var svo vænn að skella öllum myndunum í gegn um photoshop og leiðrétta fyrir "underwater" og er hægt að nálgast þær myndir hér.

Adios amigos!

Wednesday, September 12, 2007

Kaffi Öldur Master


Í dag komst ég að því að ég er komin með fráhvarfseinkenni frá Íslandi. Málið er það að kaffi er betra heima. Í öskju er þessi fína kaffivél á þriðju hæð og voru kaffiferðir í fylgd með Sæma (lu king of Caffee) ófáar síðustu misseri, svo var maður með fína pressukönnu heima, og ef maður fór í heimsókn til Ma og Pa þá var þar að finna besta espresso kaffi norðan Alpafjalla.

Ég tek vægt til orða þegar ég segi að kaffið hjá MBA er "sh*t in the form of liquid". Þvílíkur óbjóður. Held að Bretland sé almennt á eftir í kaffiþróuninni, þar sem sumt fólk í vinnunni virðist hella þessu ofaní sig... ekki með bestu list þó... frekar sem nauðsinlegur kaffeinskammtur dagsins, svona einsog að taka lýsi. Af þessum ástæðum hef ég ekki drukkið mikið kaffi hér í UK, maður er nottla þjóðlegur og drekkur te í staðin.

Í dag ákvað ég að koma með mitt eigið kaffi í vinnuna, og hella uppá í pressukönnu... gvöð hvað það var nú hápunktur dagsins... að fá almennilegt kaffi. Viðbrögð líkama míns við þessum saklausa kaffibolla er ástæðan fyrir því að ég held ég sé með fráhvarfseinkenni. Maður var bara eins ofuraktívur parkisons-sjúklingur. Allveg nýtt fyrir mér og hef ég alltaf haldið því fram að kaffi hafi engin áhrif á mig. I Was Wrong.

Nóg um það. Maður er komin með allann nauðsinlegann búnað til þess að hemja öldurnar. Hef fregnir af því að á ákveðnum tíma árs er að finna mjög mikið af Beinhákörlum á ákveðnum ströndum hér á skaganum. Það er víst hægt að fara út og sitja bara á surf-brettunum og fylgjast með beinhákörlunum synda í kring (ætli maður þurfi ekki að vera pínu heppinn líka). Hvað segið þið um að koma í heimsókn á þeim tíma árs?

Svo hlakka ég svo til að byrja í skólanum. Byrja 19. September! Hitti þá alla skólafélagana, og þá verður kátt á bæ og mikið um bjór.