Wednesday, September 27, 2006

Fyllerí á laugardaginn?!

Friday, September 22, 2006

Gondæææ! Svona áður en ég byrja að læra langar mig að óska þessum manni (til hægri á myndinni):
innilega til hamingju með afmælisdaginn sem er á sunnudaginn.
(Spurning hvað er að gerast hjá Hlyn á þessari skemmtilegu mynd....?!)
En hann er semsagt að halda afmælisveislu í kveld í vogunum og er bionerdics-crewinu boðið þangað upp úr 8. Eitt vandamál þó... það er að þetta rekst á við fyrirfram planað partý hjá Hrönn og Yann... en stefnan er að leysa málið þannig að við tökum bíltúr útí Voga upp úr 8 í kveld, jafnvel verða nokkur lög tekin með fugl í annari og fisk í hinni.... svo seinna um kvöldið verður rennt þaðan og í Sólheimana.
Gaui ætlar að athuga með 7manna vaninn og kæmi það sér vel ef við gætum farið á honum, öll saman...
Nú svo verður laugardagurinn tekinn snemma en við eigum að mæta kl 8 í öskju og þá verður lagt af stað í laanga og vonandi skemmtilega ferð með umhverfisfræði.

Tuesday, September 12, 2006

Fjöruferð

Sælt veri fólkið. Það nýjasta í fréttum er að bróðurpartur BIOnerdics ásamt áhangendum skellti sér í fjöruferð síðastliðinn mánudag. Fjaran sem varð fyrir valinu er staðsett í Mosó, nánar tiltekið við ós Korpu. Tilgangur ferðarinnar var að ná í sýni fyrir einn af okkar áhugaverðu kúrsum, sjávarvistfræði, og að þessu sinni átti að skoða leirur. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð enda fínt veður, eitthvað sem þessi hópur er ekki vanur í felti. Hér má svo sjá myndir úr fjöruferðinni.


Annað markvert sem á daga okkar hefur drifið er Ráðstefna um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í Norður-Atlantshafi sem haldin var hátíðleg á Nordica hótel 11 og 12 sept. Ingi, Hrönn, Marinó og Sindrus skelltu sér á þessa áhugaverðu ráðstefnu. Þar var margt um manninn - hinir ýmsu þjóðþekktu einstaklingar og auðvitað fullt af eðalsleðum úr líffræðinni og fleiri raungreinum.

Wednesday, September 06, 2006

Jæja... allir dauðir bara!
Ég skelli þá bara inn smá hugvekju, svona ef einhver skyldi detta hérna inn og vera kominn með leið á bleikjuráðstefnupistlinum.

Nú eru skólarnir byrjaðir aftur og metnaðarfullir nemendur flykkjast út á götur borgarinnar á bílunum sínum, keyra eins og óðir menn og leggja bílunum sínum í öll þau stæði sem standa í um kílómeters radíus frá háskólabyggingum... ekki ég auðvitað því ég fékk mér göngu niðrá hlemm í morgun og fjárfesti í strætókorti fyrir hvorki meira né minna en 27.900 íslenskar krónur! Það er því deginum ljósara að ég mun, ég mun nota strætó grimmt í allan vetur og ef ég asnast til að biðja einhvern um far heim því það er stormur úti... tjah minnið mig þá bara á hvað ég borgaði fyrir kortið og hendið mér svo út í strætóskýli.

Annars er þetta með ólíkindum hvernig nemendur flykkjast í háskólann að hausti... allir mæta í alla tíma, engum dettur í hug að skrópa, augun eru glennt og kinnar rjóðar af spenningi yfir áskorunum vetrarins, nýjum verkefnum og háleitum markmiðum. Svo einhvernvegin um leið og sólin lækkar á lofti, lækkar rostinn í nemendum og allt í einu er nóg af sætum, nóg af bílastæðum og nóg af stöðnu kaffi þar sem þeir nemendur sem enn mæta í skólann hafa ekki undan því að klára allt sem matseljurnar hella upp á.

....svo erum það við sem mætum á hverjum einasta degi, þömbum staðið kaffi og gerum gys hvert að öðru svona á milli þess sem að við gluggum í bækur og sinnum verkefnum annarinnar.

Sunday, September 03, 2006

Sumarlok...

jæja... mætti halda að þessi síða væri endanlega í andarslitrunum eftir ekki mjög langan líftíma.... Komin tími á að blása inn svolitlu lífi hérna.
Sumarið er búið og skólinn byrjaður, Bionerdics ásamt fleiri líffræðinemum fóru á Mývatn í síðustu viku og unnu þar við sýnatöku og vinnslu í 5 daga eða svo. Margt skemmtilegt fór þar fram og er ég kannski ekki besti kandidatinn í að segja frá því... Kannski Marinó eða Ingi taki að sér að skrifa eitthvað skemmtilegt enda fóru þeir vasklega fram í hinum og þessum uppákomum. Einnig var nú slatti af myndum tekinn og er það vonandi væntanlegt inn á myndasíðuna í ekki svo mjög fjarlægri framtíð.
En annars er ég komin með flensu og sé mér ekki fært að mæta í fyrsta sjávarvistfræðitímann á morgun... því miður. Eru einhverjir fleiri með flensu??!