Tuesday, July 24, 2007

Sá stærsta rass sem ég hef á ævinni séð í dag!


Þar sem enginn annar virðist vera enn tilbúin til þess að deila með okkur verkefninu sínu þá datt mér í hug að tjá mig aðeins bara til að skemmta mér. Ég vil leiðrétta allann miskilning um að í Englandi sé alltaf rigning og flóð. Hér í suðrinu hefur verið bongó-blíða flesta dagana síðustu vikur. Þess til sönnunar hef ég sett nokkrar myndir inná myndasíðuna mína sem er að finna hér.

Ég skrifaði líka smá um feltið sem ég hef verið í á bloggið mitt og hefur það verið afskaplega skemmtilegt. Svo fer ég í næstu viku útá bát í felt, sem er víst mjög skemmtilegt líka. Gaman er frá því að segja að MBA á tvo rannsóknarbáta og er annar þeirra fyrrverandi hvalveiðibátur frá Íslandi. Einnig er líka gaman frá því að segja að MBA var stofnað 1886 og flutti í núverandi húsnæði 1888!, þá var afi ekki einu sinni sæði og egg! Einnig var rekið sjávardýrasafn í húsinu og er því þar að finna svakalega flotta tilraunaaðstöðu. Það er hægt að geyma mörg-hundurð tonn af sjó í tönkum undir húsinu og er vikulega dælt nýjum sjó inn í tankana, og gamla sjónum dælt út aftur. Þar sem sjórinn er mjög hreinn er hægt að nota hann til eldis á allskonar sjávardýrum eins og smokkfiskum, og jafnvel sæhestum! Má sjá meira um þetta hér.

Eins og þið sjáið þá er þetta allt hið áhugaverðasta.
Að lokum vil ég benda á hrikalega góða og skilmerkilega vefsíðu þar sem hægt er að finna t.d. hvaða tegundir eru í kring um Plymouth, skilgreiningar á lífræðilegum hugtökum, stutt og skilmerkileg skjöl um afleiðingar loftslagsbreytinga á sjó, lífræðilegann fjölbreytileika og annað slíkt. Fullt af skemmtilegum fróðleik.
Þessi vefsíða er byggð upp af MarLIN verkefninu.

Allavega, þetta með rassinn er satt! Ég leit út eins og anorexía hliðiná greyið dömunni. Reyndar hef ég aldrei komið til Bandaríkjanna.

Á meðan ég man... sæhesturinn heitir Hippocampus ramulosus og finnst hér.

The Brit

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegar upplýsingar frá Bretanum...hefði þó verið gaman að sjá myndir af risarassinum sem þú sást.

Er Bretinn orðinn háður tei og kexi með marmelaði?

25 July, 2007 13:39  
Blogger Gaui said...

Skemmtilegur og fróðlegur pistill, hefði þó verið betri með mynd af þessum umtalaða rassi eins og Ingi benti á.

25 July, 2007 19:41  
Blogger Hrönn said...

Ég er ekki frá því að ég sé að komast á bragðið með te... ekki mikill aðdáandi marmelaðis þó. Kunni ekki við að taka mynd af greyið konuni en ég get sagt ykkur það að við erum að tala um faðmlengd, amk! Og það versta var að hún stóð við djúskælinn og ég komst aldrei að af því hún færði sig ekki... fékk engann djús.

Ég verð að viðurkenna það að breskt te er miklu bragðmeira en það sem ég hef verið að smakka heima :D

26 July, 2007 21:28  

Post a Comment

<< Home