Saturday, July 14, 2007

Mastersverkefnið mitt!

Jæja, ég ætla að ríða á vaðið og skrifa smá pistil hérna um hvað ég verð að gera næstu 2 árin og hvað ég er búinn að vera gera í sumar, vonandi fylgja fleirri í kjölfarið!

Ég er að skoða útbreiðslu brennihvelju (Cyanea capillata) e. Lion's mane jellyfish í kringum landið. Þessi tegund er stærsta marglytta í heiminum, en stærsta eintakið sem fundist hefur var 2,3 m í þvermál og voru angarnir um 37 m langir og gerir það brennihveljuna að einu lengsta dýri sem þekkt er í heiminum.
Hér er kvikindið:Ástæðan fyrir að ég er að skoða útbreiðslu þessarar tegundar er aðallega sú að hún hefur valdið miklum usla í fiskeldi, en á haustin þegar hún er í hámarki á hún það til að streyma inn í firði í haustlægðunum, þar lendir hún á fiskeldiskvíum og splundrast á netinu og angarnir særa allan fisk sem verður á vegi þeirra. Oftast drepst fiskurinn síðan af sárunum eða sýkingum í kjölfarið. Því er mikilvægt að vita hvenær og hvar má helst búast við þessu, og hvernig væri hægt að bregðast við.
Auk þess er líffræði þessarar tegundar nánast ekkert þekkt við Ísland, og tiltölulega lítið þekkt í heiminum yfir höfuð og því er þetta verkefni líka spennandi frá vistfræðilegu sjónarmiði.

Þannig til að skoða þetta er ég búinn að vera á flakki um landið og takandi sýni. Búið að vera mjög gaman, verið mikið á sjó og kynnst fullt af fólki. Það sem ég hef notað til sýnatöku er Bongóháfur:














Síðan tek ég draslið sem kemur í háfinn og set í fötur og getur þetta verið ansi mikil súpa eins og sést á myndunum hérna fyrir neðan.

Sýni, verið að bæta formalíninu útí:














Ég að athuga háfinn:














Afrakstur tveggja daga sýnatöku og gleðin sem býður mín í vetur:














Báturinn sem ég var á um allan Eyjafjörð alla síðustu viku, allt frá Pollinum út að Gjögri, Einar í Nesi:















Maður fær síðan að kynnast landinu á aðeins annan hátt og fær nýja sýn á það frá sjó, ansi fallegt norðarlega í Eyjafirðinum:
















Allar þessar myndir voru teknar af bandaríska jarðfræðinemanum. sem ákvað að söðla um og fara flakka um lönd við N-Atlantshaf og kanna hvernig þorskur er veiddur í heiminum, Hilary Palevsky sem var sett í það af Hafró að hjálpa mér við þetta og kom það sér mjög vel.

Jæja, komið gott í bili, núna er bara komið að ykkur að segja frá ykkar verkefni!

Kv.
Gaui M.

8 Comments:

Blogger Hrönn said...

HÚRRA GAUI!!
Vel af sér vikið!!!

14 July, 2007 21:45  
Blogger Hrönn said...

Ég hef reyndar eina spurningu, Hvað ætlaru að gera við þessi sýni? Eru menn að tala um magainnihald eller vas?

14 July, 2007 21:48  
Blogger Gaui said...

Marglyttur í sýnunum verða mældar og taldar. Þar sem ég er með flæðismæli á háfnum fæ ég þannig fjöldi glyttna á rúmmetra.
Ætla líka að skoða statusinn á kynkirtlunum og svona til að sjá hvenær æxlun og losun lirfa fer fram.

15 July, 2007 00:34  
Anonymous Anonymous said...

veivei voðalega er ég ánægð með ykkur :)
Þetta verkefni er ansi spennandi verð ég að segja... hver er svo næstur?
Þar sem ég verð fyrir norðan alla vikuna kemur enginn vikulegur fréttpistill um ekki neitt frá mér een ég geri mér vonir um að fleiri kynningar verði komnar þegar ég kem til baka :)

15 July, 2007 17:29  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er magnað...mikið að gerast í hveljumálum.

15 July, 2007 22:26  
Anonymous Anonymous said...

Vá..hvernig fór eiginlega jarðfræðistúlkan að því að taka fyrstu myndina..hún er mögnð. Ég geri ráð fyrir því að hún sé með Nikon...

16 July, 2007 13:31  
Blogger Hrönn said...

Pottþétt Canon!

Ég verð að bíða aðeins með að pósta um mitt verkefni þar sem ég ætla að sanka að mér myndum úr feltinu fyrst.
Wont take long.

Það eru sumir sem hafa ekki verið nógu virkir hér á bionerda slóðum. hmmm.

17 July, 2007 19:59  
Anonymous Anonymous said...

Heey, ég er farin í felt austur á geitasand þar sem ég mun hafa höfuðstöðvar í Gunnarsholti, alveg fram á föstudag. Kannski ég kíki í kaffi til foreldra þinna Sæmi....

24 July, 2007 08:03  

Post a Comment

<< Home