Monday, July 30, 2007

Hæ elsku....
Allt að gerast bara, hef ekki komist í að skella inn pistli svo vikum skiptir :) Var norður á Aukúluheiði vikuna 16 - 20 júlí, svo var ég austur á geitasandi í síðustu viku... þar var ég í því að kanna hversu mikið vatn sígur ofaní jarðveginn á tímaeiningu á mismunandi tilraunareitum þarna á sandinum. Mjög spennó. Svo var ég í góðu yfirlæti í Gunnarsholti þar sem við gistum og fengum að borða. Afar þægilegt, alltaf eldað ofan í mann heitan mat tvisvar á dag og svo smurt fyrir mann og mar þurfti ekki einu sinn að vaska upp... sweeet.
Hitti meira að segja Sæma á föstudeginum, við fengum okkur hádegismat saman og spjölluðum mikið enda var ég ekki búin að sjá manninn síðan á útskriftinni okkar, einstaklega hressandi. Það var líka greinilegt að Sæmi er mikils metinn maður þarna í Gunnarsholti eins og annarstaðar því það var varla að við gætum spjallað því hann var svo upptekinn að heilsa öllu liðinu og eftirvæntingin skein úr augum samstarfsmannanna að fá hann aftur í G*holtið en hann er jú að fara að vinna þar eftir versló.

Talandi um versló þá er hún næstu helgi... og ég ætla að skella mér á þjóðhátíð. Djööö verður það gaman mar. Ég var búin að heyra að einhverjir ætluðu að tjalda í Gunnarsholti bara og hafa það huggó þar yfir helgina... bið bara að heilsa ykkur þangað úr brekkunni ;)

Annað, hjónaleysin Marinó og Ragna bara að gerast Keflvíkingar...?! Svona gera þau bara án þess að svo mikið sem setja tilkynningu á bionerdics um þetta. Ég var mjög hissa þegar ég komst að þessu... trúði ekki mínum eigin eyrum. Eeen það er víst slatti af stúdentum að fara að flytja þarna á gamla beisinn þannig að kannski verður þetta bara skemmtilegur háskólabær... í þetta skiptið verður andúð mín á Keflavík lögð til hliðar enda eru ekki bara slæmir hlutir sem koma þaðan, sbr. hann Ævar sem er nú alls ekki af verri endanum.
Svo er líka stutt út á flugvöll þannig að það gerir leiðina til litlu prinsessunnar hans Marinós aðeins styttri, sem hlýtur að vera kostur :)

Haldiði ekki að ég hafi fengið pakka í pósti um daginn, hvorki meira né minna en afmælisgjöf frá ástkærri frænku og bionörda. Pakkinn innihélt svona göngu-legghlífar sem eru snilld í feltið og göngurnar sem ég er alltaf á leiðinni í... og svo var líka vasaljós sem á alveg örugglega eftir að koma að góðum notum.
*Takk fyrir þetta elsku Hrönn mín!*

Annars bara bið ég að heilsa

4 Comments:

Blogger Hrönn said...

Alltaf gaman lesa blogg frá þér. Og mér datt í hug að þér vantaði eitthvað í feltið :)

Annars var ég að frétta núna að ég er að missa internetið úr húsinu mínu núna um mánaðarmótin. Bastarðarleigjandinn drullaðist ekki til þess að segja frá því að við myndum ekki hafa internet allann tíman!

Ekki jákvætt fyrir manneskju sem treystir afskaplega mikið á skype og msn.
- Flyt svo 28. ágúst í BETRA og húsnæði með interneti :)

30 July, 2007 19:33  
Blogger Hrönn said...

Hae allir! Eg er nuna bara med internetid i vinnunni og get tvi ekki mikid bloggad thangad til 28 agust.
En svona stutt> Eg var ad keppa i Krikket i fyrradag. Stod mig svona thviligt vel, dressud upp i krikketbuning. Madur gaeti hugsad ser ad fara ad aefa thennan furdulega leik.
Annars er nog ad gera her. eg aetla ad laera ad vera a brimbretti a medan eg by her!

og allskonar vatnaithrottir... jibby. that er komid sumar!

Skemmtid ykkur vel um verslo

03 August, 2007 08:20  
Anonymous Anonymous said...

Já..ég get sagt af fenginni reynslu að svona legghlífar koma sér gjarnan vel á göngu. Undirritaður er mikill göngugarpur og gengið víða um land...þó aðallega á suðvesturhlutanum:)

En í alvöru talað..þá kom þessi búnaður sér einkar vel þegar ég og Sigurlaug gengum Fimmvörðuháls...ég æltaði nú bara að skella mér í stuttbuxur og tölta þetta..en Sigurlaug hafði vit fyrir mér og ég féllst á að fara í síðbuxur með svokölluðum „Full Monty" skálmum (sem maður rennur af) :D

En svo þegar snjórinn blasti við...þá tók Sigurlaug upp þessar fínu rauðu legghlífar með áföstu ístaði til að láta undir skóinn. Ég hélt reyndar fyrst að þetta væru e-r fjallgönguvettlingar eða álíka..enda Sigurlaug mikill göngugarpur. Annað kom á daginn og ég hefði verið enn blautari og kaldari eftir jökulinn ef hefði ekki verið fyrir þessar blessaðar legghlífar.

Þar með líkur sögu minni um góðu rauðu legghlífarnar, sem allir verða að þekkja og fara með sem oftast.

Kveðja,
Ingi

08 August, 2007 21:30  
Blogger Hrönn said...

Hollu legghlifar eru bleikar :) ... ad hluta allavega.

09 August, 2007 15:25  

Post a Comment

<< Home