Friday, January 05, 2007

Í minningu góðs félaga

Jæja kæru vinir ©.

Nú hefur svolítið gerst sem við vissum að væri óumflýjanlegt en óskuðum öll að til þess myndi eigi koma, Bjallan er farin.


Í minningu hennar langaði mig að segja nokkur orð. Ég tók eftir henni strax þegar ég byrjaði í líffræðinni, fagurblár liturinn, krómuðu stuðararnir með kösturunum, flottu álfelgurnar! Maður velti fyrir sér hvers kyns líf þessi bíll hefði átt en ég var ætíð viss um að það hefði verið langt og farsælt. Maður fylgdist með henni dafna í gegnum árin og varð ég svo þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sitja í henni, ekki einusinni og ekki tvisvar... það voru sko ekki vonbrigði!

Bjallan var árgerð 1976. Hún hafði 1200cc 4ra strokka vél sem afkastaði 41 hestafli. Drifið hafði hún að aftan og var henni stjórnað með 4 gírum. Heildarþyngdin var ekki nema 760kg enda þýsk gæðasmíð. Hljóð og hitakútarnir höfðu nýlega verið endurnýjaðir ásamt bremsum börkum, lögnum, spindlum svo fáeitt sé nefnt. Þetta var eðal-eintak!

Undir það síðasta var hún tryggð hjá Elísabetu.

Ég vil biðja ykkur, kæru vinir ©, að hafa mínútu þögn þegar þið lesið þetta til að votta henni virðingu okkar.

Megi hún hvíla í friði! *snökt*

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sniff Sniff...Þetta er alveg þriggja vasaklúta blogg. Ég Samhryggist Ingi

05 January, 2007 11:15  
Blogger ingi said...

Ég þakka..þetta var fallega gert Marinó.

en...

:) óþarfi að snökta og samhryggjast...hún er enn á lífi.

Þetta er nú bara bíll:)

05 January, 2007 11:58  
Blogger marino said...

Já, mér fannst ég ekki geta gert annað en að minnast Bjöllunnar aðeins. Ég er nú ekki sammála að þetta sé "bara" bíll... ég er viss um að hann hefur átt sérstakan stað hjá okkur öllum!

05 January, 2007 22:24  
Anonymous Anonymous said...

Já krakkar mínir. Það var eitthvað við það á morgnana að mæta í tíma og sjá blölluna mætta... vitandi það að Ingi væri mættur ferskur í tíma, líklega með beiskann kaffibolla í annarri og þverrandi prentkvóta í hinni.
Það er bara eitthvað öryggi á bak við það :)

06 January, 2007 01:50  
Blogger Hrönn said...

Mæli eindreigið með þessum þætti fyrir tilvonandi sjávarlíffræðinga.

Ruv.is - 6.jan 2007.

10.15 Krossgötur Er einhver framtíð í sjávarlífi og sjávarnytjum?

08 January, 2007 17:34  

Post a Comment

<< Home