Sunday, January 14, 2007

BMW 316i touring M

Fyrir áhugasama bíónörda þá ákvað ég að pósta smáupplýsingum um bílinn sem flestir vita að ég festi nýlega kaup á.

Þetta er BMW e30 touring með 1.6 lítra vél, innspýtingu og er hann beinskiptur
. Þetta er árgerð '93/mars, með gamla boddýinu. Týpan e30 var framleidd frá því herrans ári 1982-1994 og er þetta þýskur gæðafákur. Heildarþyngd bílsins er 1645 kg og er orkugjafinn bensín. Litur bílsins er Lagunegrün Metallic (Lónsgrænn), sem ég kalla grænan.

Í langbaknum eru upphituð færanleg sportsæti, handsnúin topplúga, geislaspilari, ABS, loftpúði, miðstöð ásamt fleiru.

Ég á eftir að taka myndir af tækinu...en hér eru nokkrar myndir af sambærilegum bíl, sem er þó eilítið betur farinn:) Það verður gaman að fiffa upp á bílinn í sumar með mössun og tilheyrandi aðgerðum. Ég vona að hann eigi eftir að þjóna jafn vel og volkswagninn.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta er heldur betur svalur kaggi verð ég að viðurkenna. Hann gengur nú bara langleiðina upp í bjölluna hvað varðar svalleika.

14 January, 2007 21:58  
Blogger marino said...

Til hamingju með nýju sjálfrennireiðina! Óska ykkur velfarnaðar í framtíðinni =D

14 January, 2007 23:10  
Blogger sindri said...

Þú færð þónokkur prik fyrir að halda þig við græna litinn ... þessi lónsgræni litur á heldurbetur við Ingann. Til lukku með sjálfrennireiðarlóngrænlangbakinn ... hér er kominn stórgóður borgar-,ferða- og feltbíll. Stórgott!!!

14 January, 2007 23:32  
Blogger ingi said...

Þakka ykkur kærlega:)

14 January, 2007 23:36  
Blogger Gaui said...

Fínasti bíll, af station að vera :P
Allavega nóg pláss í ferðalögin.
Vonandi reynist hann vel.

15 January, 2007 01:03  
Blogger Our Hero, said...

Til hamingju með nýja bílnum. Ég sé að þú sért að halda þig við bíla sem eru jafn gamlir/eldri en þú sjálfur. Gaman af því. :-Þ

17 January, 2007 15:24  

Post a Comment

<< Home