Monday, January 22, 2007

Þvílíkur leikur, maður....


Vá, þessi var rosalegur. Ísland-Frakkland;32:24. Þvílík gargandi snilld.... Sem gerir okkur Íslendingum að halda áfram í milliriðil, ásamt Frökkum, en með tveggja stiga forskoti. Ég geri mér grein fyrir því að ekki er venjan að ræða Íþróttir á BioNerdics (frekar er talað um skrítnar dýrategundir og fyllerí), en ég bara varð....




Mig langar bara að fá smá feedback um hver nennir að horfa á svona og hverjum finnst það tímaeyðsla...

Alla veganna.
Áfram Ísland

21 Comments:

Blogger marino said...

Landsliðsleikur í handbolta... það verður varla betra þegar þeir vinna! Bara svo súrt því þeir tapa næstum alltaf, það duttu mér allar dauðar lýs úr höfði í kvöld, óska eftir Sindra sópara til að sópa heim upp!

Rosalegur leikur maður!

22 January, 2007 22:14  
Blogger Hrönn said...

Það er alltaf gaman að sjá Ísland vinna í einhverju. Ég horfði á leikinn með bros á vör. Versta var að ég sat hliðina á manni sem á við alvarlega fordóma gegn handbolta að stríða og átti til að skipta um stöð reglulega...mér til mikillar óánægju. Hinsvegar gat ég núað honum um nasir að við (íslendingar) vorum að vinna FRAKKA múhahaha.
Ísland rúlar... Frakkar ekki kúlar.

22 January, 2007 23:20  
Blogger Gaui said...

Þessi leikur var algjör snilld, ég missti allt álit á þeim eftir tapið gegn Úkraínu en þvílíkt comeback!

Næst er bara að vinna Túnis á morgun!

23 January, 2007 08:03  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var sko komback sögunnar!!!
Ekki tímaeyðsla að horfa á svona list!

P.s. þarna var sögubrandari vel falinn ;)

23 January, 2007 09:04  
Blogger ingi said...

Yann hefur líklega ekki verið sáttur með sína menn....

Það mætti kannski sína meira frá skautadansi og sundi..hmmm...er það ekki Hrönn;)

23 January, 2007 09:53  
Blogger sindri said...

Þetta var SNILLD SNILLD SNILLD .... góð skemmtun - ingi farðu bara að prjóna ef þú getur ekki skemmt þér yfir alvöru íþrótt.

23 January, 2007 17:07  
Blogger ingi said...

Það er nú alltaf stemmning að horfa á Íslendinga keppa í einhverju á alþjóðavísu...ég verð þó að játa að mér finnst mér fótbolti betri afþreying....þar er meiri list á ferð, meiri fjölbreytileiki...

...en þetta er bara mín skoðun;)

23 January, 2007 17:49  
Blogger Gaui said...

Og ekki var þessi leikur verri!
Góður sigur!

24 January, 2007 18:03  
Blogger ingi said...

Asskoti fínn sigur!

24 January, 2007 18:04  
Blogger Hrönn said...

Jeeeijjj, Ótrúlega gaman að horfa á þennan leik!!!!
Skál fyrir því :)

Ps. Ef ég segi eins og er þá er sund ekki sú mest spennandi íþrótt sem sýnd er í sjónvarpi.

24 January, 2007 20:45  
Blogger Halla said...

Bionerdics ættu kannski að skipta yfir í sportnerdics, allir svo voða íþróttalega sinnaðir allt í einu.
Eeeeen gaman (Varð ekki vör við þennan áhuga þegar ég var að hvetja félagana til að kíkja á eins og einn leik hjá mér í haust, en ooof seint)

24 January, 2007 21:30  
Anonymous Anonymous said...

Fyndið...Allir þegja þunnu hljóði þegar við töpum :)

25 January, 2007 23:45  
Blogger ingi said...

Slóveía vs. Ísland...svakaspenna og góður sigur! :)

27 January, 2007 18:41  
Blogger Hrönn said...

Já og í dag getur maður horft rólegur á Ísland-Þýskaland. Næææss

28 January, 2007 13:15  
Blogger Gaui said...

Já, góður sigur, samt óþarflega mikil spenna þarna í lokinn. Verst að geta ekki horft á leikinn í dag, helv. vinna!

28 January, 2007 13:56  
Blogger marino said...

ruv.is GauJi... ruv.is =D

Þetta verður fjör, þó það mun líklega vanta Ólaf, Guðjón Val og Loga Geirs :(

Skrítið að hafa enga pressu.

28 January, 2007 14:01  
Blogger Gaui said...

Já, fattaði að horfa á hann á rúv.is
Voru nú ekkert að reyna um of á móti þessum þjóðverjum, þá eru það bara 8 liða úrslitin næst!

28 January, 2007 16:22  
Blogger Gaui said...

úffffffffff
Hef aldrei verið svona spenntur yfir íþróttaleik áður

30 January, 2007 21:07  
Anonymous Anonymous said...

Já...Gaui.Segjum tveir. Hvernig er annars stemmarinn fyrir vísó á föstudaginn. ORF maður, líftæki.Spennandi???Það finnst mér amk.

30 January, 2007 22:04  
Blogger Our Hero, said...

Ég er sammála Hallie:

Bionerdics ættu kannski að skipta yfir í sportnerdics, allir svo voða íþróttalega sinnaðir allt í einu.

En, hvað segið þið um leikinn í gær?! Hvar er fagnaðalæti núna? Haaa? Það munaði litlu í gær...en það var samt tap!

31 January, 2007 11:10  
Anonymous Anonymous said...

hi, bionerdics.blogspot.com!
[url=http://cialisdeg.fora.pl/] cialis bestellen [/url] [url=http://cialisdeh.fora.pl/] cialis bestellen ohne rezept[/url] [url=http://cialisdei.fora.pl/] cialis bestellen [/url] [url=http://cialiskaufen.fora.pl/] cialis bestellen online[/url] [url=http://viagrade.fora.pl/] viagra rezeptfrei[/url] [url=http://deviagra.fora.pl/] viagra bestellen ohne rezept[/url]

26 November, 2009 16:04  

Post a Comment

<< Home