Tuesday, October 24, 2006

Gleði gleði

Jæja þá var önnur Balaenoptera physalus veidd í gær. Komið verður með dýrið að landi í Hvalfirði um 10-11 leitið - hagnýtar upplýsingar fyrir áhugasama líffræðinga!

Smelli inn smá upplýsingum um dýrið. Balaenoptera physalus er skíðishvalur. Hún er grásvört að ofan og hvít að neðan. Lengdin er ca. 18-25 m á lengd og nær um 60-80 tonn að þyngd. Þessi stóri hvalur lifir aðallega á átu og krabbasvifdýrum en tekur líka sandsíli. Þetta er farhvalur og kemur að landinu síðari hluta vetrar. Mökun á sér stað í hlýrri sjó en þar fæða kýrnar líka af sér kálfana. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Balaenoptera physalus er skyld steypireyðinni og telst vera næststærst allra hvala.

Svo eru komnar inn nýjar myndir hér!

Sunday, October 22, 2006

Ég var að horfa á mynd á stöð 1 í gær og sjáiði hvern ég rakst á!
Svo virðist sem að Sindri hafi verið barnastjarna í bandarískum bíómyndum og við vissum ekki af því...
Og fallega brúna hárið, það hefur ekki breyst neitt í öll þessi ár.
Sindri er eitthvað fleira sem þú þarft að segja okkur?

Thursday, October 19, 2006

Trufla vonandi ekki hvala-rifrildið...

... en nokkrar myndir af sjóferðinni eru komnar inn... mismerkilegar því miður :P en til að bæta það upp ætlar Kópurinn að taka dansinn!



Sjómyndirnar finniði svo hér!

W.t.f....

Getur einhver sagt mér af hverju allir eru að missa sig yfir þessum hvalveiðum?! Bretar og Bandaríkjamenn koma með sérstakar athugasemdir við þetta og finnst við vera að gera ægileg mistök.
Þetta eru 9 hvalir.
Og hvernig fá Bandaríkjamenn það út að þeir hafi skotleyfi á okkur varðandi smámál eins og þetta? Hvað eru þeir að drepa mikið af hvölum í Kyrrahafinu? Að ekki sé minnst á allan mannfjöldan sem þeir hafa myrt á síðustu árum...
Furðulegt!

Wednesday, October 18, 2006

Veðurblíða á krabbaveiðum

Gerð var heiðarleg tilraun til að leggja út gildrur fyrir Cancer pagurus í Hvalfirði í dag. Við félagarnir búnir að finna til allt draslið; gildrur, beitu, góða skapið, lóðsteina og dræsu úr Hampiðjunni, s.s. tilbúnir í slaginn. Veðrið leit út fyrir að vera okkur hliðhollt - heiðskírt og lyngt. En allt fór á annan veg en ætlað var - því ekki var hægt að leggja út gildrurnar vegna stífrar NA áttar út Hvalfjörðinn. Menn urðu skiljanlega missáttir við þessar málalyktir - myndin talar sínu máli!














Ferðin var þó ekki vita gagnslaus þar sem Sindrus og Ingó veiddu sinn hvorn Gadus morhua-inn.

Sunday, October 15, 2006









VATNALÍFFRÆÐIDRASLIÐ LOKSINS BÚIÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Monday, October 02, 2006

We Live In a High-Teck World Y'all


Jón Ólafsson, sá sem kennir haffræði kúrsinn ákvað að deila með nemendum sínum hljóðum úr undirdjúpunum. Hægt er að hlusta a hljóð undir suðurskautinu í beinni útsendingur. Hægt var líka að skoða beina útsendingu frá suðurskautinu en:

- no live-pic available -

The webcam was destroyed by a
heavy storm in August 2006.
A new one will be installed
in January 2007....

Er ekki nútímatækni Yndisleg?