Gleði gleði
Smelli inn smá upplýsingum um dýrið. Balaenoptera physalus er skíðishvalur. Hún er grásvört að ofan og hvít að neðan. Lengdin er ca. 18-25 m á lengd og nær um 60-80 tonn að þyngd. Þessi stóri hvalur lifir aðallega á átu og krabbasvifdýrum en tekur líka sandsíli. Þetta er farhvalur og kemur að landinu síðari hluta vetrar. Mökun á sér stað í hlýrri sjó en þar fæða kýrnar líka af sér kálfana. Kýrin er heldur stærri en tarfurinn. Balaenoptera physalus er skyld steypireyðinni og telst vera næststærst allra hvala.
Svo eru komnar inn nýjar myndir hér!