Thursday, October 19, 2006

W.t.f....

Getur einhver sagt mér af hverju allir eru að missa sig yfir þessum hvalveiðum?! Bretar og Bandaríkjamenn koma með sérstakar athugasemdir við þetta og finnst við vera að gera ægileg mistök.
Þetta eru 9 hvalir.
Og hvernig fá Bandaríkjamenn það út að þeir hafi skotleyfi á okkur varðandi smámál eins og þetta? Hvað eru þeir að drepa mikið af hvölum í Kyrrahafinu? Að ekki sé minnst á allan mannfjöldan sem þeir hafa myrt á síðustu árum...
Furðulegt!

14 Comments:

Blogger Gaui said...

Ég sé samt engan tilgang í því að veiða hvali, það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, og við fáum heiminn á móti okkur í kaupbæti. Svo skaðar þetta eflaust mikið hvalaskoðunarfyrirtækin.

Allir útlendingar sem ég hef talað við að ráði, bæði kanar og evrópumenn hafa orðið gífurlega hneykslaðir á þessum rannsóknaveiðum sem hafa verið í gangi síðastliðin ár. Held að þeir verða ennþá æstari núna þegar þetta er í atvinnuskyni.

19 October, 2006 13:45  
Anonymous Anonymous said...

Verð nú að andmæla síðasta ræðumanni.
Ef markaður finnst eru menn þá sáttir við hvalveiðar?
Og þetta sambandi við hvalaskoðun.. ég meina líttu bara til Noregs þar sem hvalveiðar og hvalaskoðun ganga bara fanta vel saman.
Auk þess sem aðeins er um 9 stykki sem má veiða er þetta kjörið tækifæri til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir markað eða ekki.
Er þetta ekki gullið tækifæri til að losna úr heljargreipum bandaríkjamanna.

19 October, 2006 16:49  
Blogger Gaui said...

Ég væri sáttur við veiðarnar ef að markaður væri til staðar, veit ekki með umheiminn. En eins og staðan er í dag er ekki markaður fyrir þetta kjöt og það hefði kannski verið sniðugra að kanna markaðskosti áður en ráðist væri í veiðar.

Finnst þetta meira snúast um það að veiða hvali til þess eins að veiða þá, ekki hugsað neitt um hagsmuni eins né neins.

Og hver er þetta annars? Ingi?

19 October, 2006 17:46  
Anonymous Anonymous said...

Af hverju heldur fólk að ég skrifi ekki undir nafni...???

19 October, 2006 18:25  
Anonymous Anonymous said...

Annars veit ég ekki nógu mikið um málið til að mæla með eða á móti...burt séð frá því þá finnst mér hrefnukjöt gott, að hætti ömmu.

19 October, 2006 18:27  
Blogger marino said...

Mér finnst hrefnukjöt líka geggjað, eins og við grilluðum á Hólum í sumar... Rokseldist ekki hrefnan sem var seld í Nóatúni? Ég veit í raun ekkert um það en mér fannst ég upplifa eitthvað hype í kringum það. Ég er annars ekki nógu fróður um þetta heldur til að mynda mér skoðun - væri samt fróðlegt að heyra ítarleg sjónarmið þeirra sem eru með og á móti...

Eitt sem mér finnst samt, að við eigum ekki að vera eitthvað að hugsa okkur tvisvar um út af gagnrýni frá bretum og bandaríkjamönnum... Bandaríkjamenn hafa örugglega drepið meira af höfrungum (miðað við höfðatölu) í túnfiskveiðum sínum en við hvali, og það mun örugglega vera þannig áfram þrátt fyrir þessa 9 hvali.
Bretar eiga svo sinn hlut í veiðunum í Norðursjó þar sem varla finnst fiskur lengur ;) (smá ýkjur, en samt...)

19 October, 2006 18:45  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að ef þetta skapar atvinnu þá sé þetta hið besta mál...allt er gott í hófi.

19 October, 2006 19:04  
Blogger Gaui said...

Þú hefur nú verið að laumupokast nafnlaust áður Ingi!

En höfum við eitthvað við meiri atvinnu að gera, það er um 1% atvinnuleysi, semsagt þeir sem vilja vinna eru að vinna, og við erum að flytja inn fólk í stórum stíl til að fylla í laus störf.

Mín skoðun á þessu máli er að þessar veiðar geri meira ógagn en gagn og því sé þetta tóm vitleysa.

19 October, 2006 19:26  
Anonymous Anonymous said...

ég skrifa bara undir nafni...ekki fölsku flaggi.

Ég held að það sé nauðsynlegt að nýta allar auðlindir hafsins en þó aðeins í hófi...

19 October, 2006 19:35  
Blogger Halla said...

Ég er hlynnt því að nýta hvalastofninn eins og aðra nytjastofna ef það er gert á skynsamlegan hátt, 9 hvalir munu ekki hafa á hrif á stofninn það er nokkuð ljóst. En svo er auðvitað spurning með framtíðina. Svo er ekki hægt að halda neinu fram um markaðinn, það mun koma í ljós hvort markaður er fyrir hendi. Menn eru mikið að horfa til japans, en skiptar skoðanir eru um það. Annars er samt kannski spurning ef við erum að fá fleiri þjóðir upp á móti okkur með þessu framtaki...
Gaman að þessu.

19 October, 2006 23:17  
Blogger sindri said...

Ég verð að segja að ég hef ekkert sérstakt á móti hvalveiðum sem slíkum - finnst hvalkjöt mjög gott ef rétt er eldað. Sýnist á fyrri ræðumönnum að fleirum þyki hvalkjötsbitinn góður.

En ef við skoðum málið frá grunni þykir mér undarlegt ef við Íslendingar eigum að láta undan geðþótta Bandaríkjamanna og Breta í þessu máli. Ef einhver markaður er fyrir hvalkjöt er sjálfsagt að nýta þann möguleika, þar sem hvalastofninn á að vera sæmilega stór og þola töluverða veiði. Skv. Gísla A. Víkingssyni hvalasérfræðingi hjá Hafró er í góðu lagi að veiða 200 hrefnur og 200 langreyði. Talið er að hrefnustofninn sé 43.600 dýr en langreyðastofninn a.m.k. 50 þús dýr. Hins vegar ber að taka öllum með fyrirvara. Finnst hvalveiðimenn hins vegar farið fullgeyst - fara af stað til veiða án þess að vera búnir að fá heilbrigðisvottorð til að vinna hvalkjöt til manneldis.

Annar vinkill í umræðunni eru blessaður túrisminn. Hvalaskoðunarferðir eru orðnar býsna vinsælar hér á landi og virðast trekkja að ferðamenn. Það verður að taka tillit til ferðaþjónustunnar - því þar liggur heilmikill atvinnuvegur og peningur inn í landið. En Ísland hefur upp á margt að bjóða og eru hvalveiðar aðeins hluti af kökunni sem við bjóðum erlendum gestum okkar upp á. Íslendingar eru villimenn í hæsta gæðaflokki sem lifa á afskekktri eyju úti í ballarhafi - við bjóðum upp á stórbrotna náttúru og magnaðar íslendingasögur. Túristar vilja koma til að sjá eitthvað öðruvísi - það fá þeir hér. Við borðum allann andskotann; hrútspunga,slátur,svið, HVAL,hross ofl ofl.

Svo þykir mér annað alveg hreint ótrúlegt, en það er hvers vegna hvalir þykja heilagari en önnur spendýr. Það þykir flestum í lagi að slátra kindum, nautum, hrossum og öllu búfé en svo eru hvaladráp litin allt öðrum augum. Getur einhver sagt mér hver munurinn er? Held að þetta sé bara hroki.

20 October, 2006 00:22  
Blogger Halla said...

Sindri þú ert snillingur, allt sem mig langaði að segja en nennti ekki að skrifa ;)

20 October, 2006 14:57  
Blogger Gaui said...

Jæja, búið að veiða fyrsta hvalinn, þrátt fyrir að ekkert vinnsluleyfi sé til fyrir afurðirnar, ætli hann endi ekki í refafóðri eða álíka vitleysu.

21 October, 2006 16:26  
Blogger Our Hero, said...

Samkvæmt þessa síðu: http://www.seaworld.org/animal-info/Animal-Bytes/animalia/eumetazoa/coelomates/deuterostomes/chordata/craniata/mammalia/cetacea/endangered-whales-fs.htm er langreyður vulnerable ef maður er að skoða IUCN rauðlistan eða endangered ef tillit er tekið til ESA rauðlistan. Þar er talið að langreyðar eru 120,000-150,000 alls. Ég held að þess vegna var sett svona lágt kvóta á langreyðana.
Mér finnst ekki að þetta hafi langtíma áhrif á hvalskoðun og ekki heldur á túrisma. Mér finnst ennþá að það ætti bjóða útlenskir veiðimenn að koma hingað til að veiða hval fyrir STÓRA peninga!
Ég er á móti hvalveiðar vegna þess að það er ónauðsýnlegt og það erekki hægt að ef kvótan er náð allt kjötið (eða megnið af því) selst áður en það skemmist.
Ég er ekki einn af þeim sem er á móti vegna hvað það er ómannleg leið til að drepa dýr.
Ég er Bandaríkjamaður og ég ætla ekki að sniðganga íslenska vörur/þjónustu út af þessu.

22 October, 2006 18:34  

Post a Comment

<< Home