Veðurblíða á krabbaveiðum
Gerð var heiðarleg tilraun til að leggja út gildrur fyrir Cancer pagurus í Hvalfirði í dag. Við félagarnir búnir að finna til allt draslið; gildrur, beitu, góða skapið, lóðsteina og dræsu úr Hampiðjunni, s.s. tilbúnir í slaginn. Veðrið leit út fyrir að vera okkur hliðhollt - heiðskírt og lyngt. En allt fór á annan veg en ætlað var - því ekki var hægt að leggja út gildrurnar vegna stífrar NA áttar út Hvalfjörðinn. Menn urðu skiljanlega missáttir við þessar málalyktir - myndin talar sínu máli!
Ferðin var þó ekki vita gagnslaus þar sem Sindrus og Ingó veiddu sinn hvorn Gadus morhua-inn.
Ferðin var þó ekki vita gagnslaus þar sem Sindrus og Ingó veiddu sinn hvorn Gadus morhua-inn.
2 Comments:
Það er ekki ónýtt að fá eins og einn fisk í soðið... Til hamingju með það og ég vona að ég fái í soðið þegar við förum í leiðangur.
Við komumst víst ekki heldur á sjó á föstudaginn, verður að bíða betri tíma, vonandi verður betra veður í næstu viku.
En gaman að mega renna fyrir fisk, verður stundað að kappi í botngreiparleiðangrinum.
Post a Comment
<< Home