Wednesday, September 06, 2006

Jæja... allir dauðir bara!
Ég skelli þá bara inn smá hugvekju, svona ef einhver skyldi detta hérna inn og vera kominn með leið á bleikjuráðstefnupistlinum.

Nú eru skólarnir byrjaðir aftur og metnaðarfullir nemendur flykkjast út á götur borgarinnar á bílunum sínum, keyra eins og óðir menn og leggja bílunum sínum í öll þau stæði sem standa í um kílómeters radíus frá háskólabyggingum... ekki ég auðvitað því ég fékk mér göngu niðrá hlemm í morgun og fjárfesti í strætókorti fyrir hvorki meira né minna en 27.900 íslenskar krónur! Það er því deginum ljósara að ég mun, ég mun nota strætó grimmt í allan vetur og ef ég asnast til að biðja einhvern um far heim því það er stormur úti... tjah minnið mig þá bara á hvað ég borgaði fyrir kortið og hendið mér svo út í strætóskýli.

Annars er þetta með ólíkindum hvernig nemendur flykkjast í háskólann að hausti... allir mæta í alla tíma, engum dettur í hug að skrópa, augun eru glennt og kinnar rjóðar af spenningi yfir áskorunum vetrarins, nýjum verkefnum og háleitum markmiðum. Svo einhvernvegin um leið og sólin lækkar á lofti, lækkar rostinn í nemendum og allt í einu er nóg af sætum, nóg af bílastæðum og nóg af stöðnu kaffi þar sem þeir nemendur sem enn mæta í skólann hafa ekki undan því að klára allt sem matseljurnar hella upp á.

....svo erum það við sem mætum á hverjum einasta degi, þömbum staðið kaffi og gerum gys hvert að öðru svona á milli þess sem að við gluggum í bækur og sinnum verkefnum annarinnar.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá, er skólakortið komið upp í 28000 kall, var 25000 í fyrra. Maður þarf að fara fjárfesta í slíku korti.

Frábært fyrirtæki þetta Strætó hf. hækka verðið og skerða þjónustuna, núna ganga bara strætóar á 20 mín fresti á morgnana í stað 10 mín í fyrra.

07 September, 2006 18:10  
Anonymous Anonymous said...

nákvæmlega mar, þetta er alveg sérstakt þetta "strætó"!

08 September, 2006 17:38  

Post a Comment

<< Home