Fjöruferð
Sælt veri fólkið. Það nýjasta í fréttum er að bróðurpartur BIOnerdics ásamt áhangendum skellti sér í fjöruferð síðastliðinn mánudag. Fjaran sem varð fyrir valinu er staðsett í Mosó, nánar tiltekið við ós Korpu. Tilgangur ferðarinnar var að ná í sýni fyrir einn af okkar áhugaverðu kúrsum, sjávarvistfræði, og að þessu sinni átti að skoða leirur. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð enda fínt veður, eitthvað sem þessi hópur er ekki vanur í felti. Hér má svo sjá myndir úr fjöruferðinni.
Annað markvert sem á daga okkar hefur drifið er Ráðstefna um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í Norður-Atlantshafi sem haldin var hátíðleg á Nordica hótel 11 og 12 sept. Ingi, Hrönn, Marinó og Sindrus skelltu sér á þessa áhugaverðu ráðstefnu. Þar var margt um manninn - hinir ýmsu þjóðþekktu einstaklingar og auðvitað fullt af eðalsleðum úr líffræðinni og fleiri raungreinum.
Annað markvert sem á daga okkar hefur drifið er Ráðstefna um loftslagsbreytingar, hafstrauma og vistkerfi í Norður-Atlantshafi sem haldin var hátíðleg á Nordica hótel 11 og 12 sept. Ingi, Hrönn, Marinó og Sindrus skelltu sér á þessa áhugaverðu ráðstefnu. Þar var margt um manninn - hinir ýmsu þjóðþekktu einstaklingar og auðvitað fullt af eðalsleðum úr líffræðinni og fleiri raungreinum.
5 Comments:
Minni á að fulltaf mývatnsmyndum eru komnar inn!
Þetta er topp fjara þarna uppfrá, mar á nu eitthvað eftir að kíkja þangað aftur.
Mar hefði þurft að sjá þessa ráðstefnu...
Já, snilldarjara. Mar er nú farinn að halda að það geti verið eitthvað líf í þessum fjörum ;). Ekta sandkassi fyrir verðandi líffræðinga! Annars hef ég ekki hugmynd hvaða maður þetta er á myndunum frá Hrönn!
Já þegar búrið er komið upp, og það mun gerast, þá verðum við að fara þarna og endurskapa fjöruna í öskju.
Mér sýnist að ég missdi af miklu í Mývatn.
En, ég verð að kvarta yfir uppsetningu eins mynds. Sá sem tók svart/hvít mynd af hundinum hefði ekki átt að klippa ofan af hausinn á greyinu. Þetta hefði verið fullkomin mynd annars.
Post a Comment
<< Home