Sunday, September 03, 2006

Sumarlok...

jæja... mætti halda að þessi síða væri endanlega í andarslitrunum eftir ekki mjög langan líftíma.... Komin tími á að blása inn svolitlu lífi hérna.
Sumarið er búið og skólinn byrjaður, Bionerdics ásamt fleiri líffræðinemum fóru á Mývatn í síðustu viku og unnu þar við sýnatöku og vinnslu í 5 daga eða svo. Margt skemmtilegt fór þar fram og er ég kannski ekki besti kandidatinn í að segja frá því... Kannski Marinó eða Ingi taki að sér að skrifa eitthvað skemmtilegt enda fóru þeir vasklega fram í hinum og þessum uppákomum. Einnig var nú slatti af myndum tekinn og er það vonandi væntanlegt inn á myndasíðuna í ekki svo mjög fjarlægri framtíð.
En annars er ég komin með flensu og sé mér ekki fært að mæta í fyrsta sjávarvistfræðitímann á morgun... því miður. Eru einhverjir fleiri með flensu??!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég er enn frussandi frískur og sit nú við nýjar tölvur í tölvustofu og bíð eftir verklegri sjávarvistfræði.

Það var rétt byrjað á smáfyrirlestri í sjávarvistfræðinni í morgun. Jörundur var kátur sem slátur og kemur sterkur til leiks. Halla fær bara að sjá glósur hjá mér eða öðrum samnemendum sínum.

Þetta lítur allt vel út. Haffræðitíminn var bara ágætur.

Ég á nokkrar myndir úr ferðinni en þarf hjálp Marinós við að setja þær inn. Gaman væri að við myndum sameina þær og henda þeim saman inn.

Vonandi að þú náir þessari flensu úr þér sem fyrst.

04 September, 2006 13:03  

Post a Comment

<< Home