Friday, June 22, 2007

Helló kids...
Ég sé að fólk er alveg að taka við sér hérna á bionerdics, bæði í kommentum og skrifum....

Ég fór í gær í svona grasræktartilraun, keyrði með tveimur hressum eldri köppum að stóru Ármótum, rétt fyrir utan Selfoss. Þar var slegið rakað, rakað, vigtað og mælt, bókað, drukkið kaffi og prins og eins og einni túnfisksamloku skóflað í sig líka.
Þetta var frábær dagur, veður var hið ágætasta, náttúran naut sín í öllu sínu veldi og ég lærði nokkrar nýjar tegundir! Fyrir hina áhugasömu þá voru þar á meðal: hávingull, axhnoðagras, vallarrýgresi, rauðsmári og hvítsmári.
Reyndar var ég að drepast úr ofnæmi allan daginn og helvítis mýið var í miklu fjöri þennan dag, þó nokkrar læddust inn um nef, eyru og munn... en ég gæddi mér nú bara á þeim eins og ekkert væri enda þekkt fyrir að vera froskur mikill, síétandi og alger alæta! Það gleymist nú seint þegar ég tók mig til og át allt lirfuboxið sem Sæmi keypti hérna í fríhöfninni í Chiang Mai.

Ég heyrði því fleygt að Hrönn ætli að hafa grill á laugardagskvöldið... kveðjugrill. Því miður kemst ég ekki þar sem ég er með fullbókaðan dag, þarf nebbla að taka þátt í frosktilraun nokkurri. Tilraun sú snýst um það hversu miklu einn froskur, þ.e. ég, getur torgað á heilum laugardegi frá kl 8 um morguninn til 12 á miðnætti. Í boði verður ýmisskonar góðgæti, þó ekki skordýr í þetta skiptið, því miður :( ....en ýmislegt annað og hlakkar mig mikið til. Þið getið rétt ímyndað ykkur.
En varðandi kveðjugrillið þá verð ég að beila í þetta skiptið, sem er mjög svekkjó en er alveg til í kveðjuhacky á sunnudeginum í staðinn.... ef einhver er geim?!

Eníveis, people, kommentiði ef þið eruð þarna... þá veit ég hvort ég á að sleppa að skrifa hérna eða ekki ;)
Later

4 Comments:

Blogger Gaui said...

Lýst vel á bæði kveðjugrill á laugardeginum og kveðjuhacky á sunnudeginum!

Lenti síðan í því í gær að ég hjólaði niður hund. Skemmtileg lífsreynsla, vona að eigandinn læri af þessu að hafa kvikindið í bandi. Hvutti fann samt lítið fyrir þessu og var fljótur að halda áfram að skelfa fugla í nágrenninu. Það sem fór verst út úr þessu var hjólið mitt sem er hálf skrítið eftir þetta, sérstaklega gírarnir. Spurning um að senda þessum hundaeiganda rukkun fyrir viðgerð!

22 June, 2007 13:06  
Anonymous Anonymous said...

Já Gaui þú ert nú meiri kallinn, keyrandi yfir saklausa málleysingja hægri vinstri :)

Gaman að sjá hversu mikið grösin heilla þig Halla.Leiðinlegt að þú komist ekki annað kvöld en vonandi sjáumst við í Hacky á sunnudaginn.

22 June, 2007 17:32  
Blogger Hrönn said...

Hjóla niður hund! Ég segi það enn og aftur að hundar eru soldið vitlausir... Ég myndi senda rukkun á hundinn. Reyndar dæma dómstólar alltaf hrossaeigendum í vil þegar keyrt er á hesta, jafnvel þó hestarnir séu utan girðingar... Aldrei að vita nema dómstólar elski líka hunda.

Ég er til í bæði grill og hakkí... Er reyndar að flytja dótið mitt e-n tíman á morgun en það tekur bara örstutta stund.
Svo ætla ég að ná í ferðagasgrillið heim til ma og pa. Ætti þvi að vera öflugra heldur en einnota ruslið síðast :)

Halla; við grillum með þér í anda og allir taka froskinn fyrir þig.

23 June, 2007 14:43  
Anonymous Anonymous said...

Já gaman að heyra að þú sért orðin grasálfur Halla mín. Ætlaði nú að læra að taka froskinn í grillinu hjá Hrönn, en það verður að bíða betri tíma.

Það væri gaman að komast í hakkí á sunnudaginn, fyrriparturinn er laus en sá seinni fer í skírnarstuðkökupartý!

S.maximús

23 June, 2007 16:39  

Post a Comment

<< Home