Friday
Í dag er föstudagur og það er þvíílík blíða úti... aaahh ég vildi að ég væri ekki að vinna inni í dag. Það var sko 15°þegar ég var að keyra í gegnum Árbæinn, kl 07:50... þetta ætlar að lofa góðu. Spurning um að reyna að koma sér fyrr úr vinnunni og ná sér í smá sól.
Annars fór ég í fyrsta feltið mitt núna á þriðjudaginn, við Karólína keyrðum úr góða veðrinu hérna í Rvík og norður á Húnavelli í kulda og strekking. Það var samt ágætt, við ákváðum að spara okkur smá pening og tjalda þar í staðinn fyrir að gista í Blöndustöð.... eftir nokkuð basl við að koma tjaldinu í réttar horfur í rokinu hafðist það þó og við vorum mjög stoltar af okkur. Því næst var gripin veiðistöng og ekið rakleitt að Svínavatni. Í þriðja kasti veiddist einn afar penn urriði sem vó kannski svona hálft pund... svo eftir svona klukkutíma veiddist annar, en hann var enn minni þannig að við skiluðum honum aftur. Svo fórum við aftur að Húnavöllum, drógum út grillið og skelltum 2 pulsum og einum urriða á það. Allt smakkaðist vel og þetta var virkilega gaman. Þá er ég búin að fara í fyrstu útilegu sumarsins og bíð spennt eftir næstu.
Svo er Hrönn litla bara farin á við ævintýranna í Plymouth... ég kvaddi hana á mánudagskvöldið með því að hirða af henni hjólið hennar og hjálminn líka. Þvílíkt frelsi sem það er að hafa hjól, er alveg að fíla það og ætla að nýta helgina til að æfa mig svo ég geti farið að hjóla í vinnuna. Þannig að ef einhvern langar í hjólatúr þá vitiði hvern þið eigið að hringja í.
Annars var það svo sem ekkert sérstakt... Kannski spurning um að hóa liðið saman í sund eða hacky eða spil og rauðvín eða eitthvað yfir helgina, sérstaklega ef veðrið heldur áfram að vera svona gott :)
Þangað til næst
Annars fór ég í fyrsta feltið mitt núna á þriðjudaginn, við Karólína keyrðum úr góða veðrinu hérna í Rvík og norður á Húnavelli í kulda og strekking. Það var samt ágætt, við ákváðum að spara okkur smá pening og tjalda þar í staðinn fyrir að gista í Blöndustöð.... eftir nokkuð basl við að koma tjaldinu í réttar horfur í rokinu hafðist það þó og við vorum mjög stoltar af okkur. Því næst var gripin veiðistöng og ekið rakleitt að Svínavatni. Í þriðja kasti veiddist einn afar penn urriði sem vó kannski svona hálft pund... svo eftir svona klukkutíma veiddist annar, en hann var enn minni þannig að við skiluðum honum aftur. Svo fórum við aftur að Húnavöllum, drógum út grillið og skelltum 2 pulsum og einum urriða á það. Allt smakkaðist vel og þetta var virkilega gaman. Þá er ég búin að fara í fyrstu útilegu sumarsins og bíð spennt eftir næstu.
Svo er Hrönn litla bara farin á við ævintýranna í Plymouth... ég kvaddi hana á mánudagskvöldið með því að hirða af henni hjólið hennar og hjálminn líka. Þvílíkt frelsi sem það er að hafa hjól, er alveg að fíla það og ætla að nýta helgina til að æfa mig svo ég geti farið að hjóla í vinnuna. Þannig að ef einhvern langar í hjólatúr þá vitiði hvern þið eigið að hringja í.
Annars var það svo sem ekkert sérstakt... Kannski spurning um að hóa liðið saman í sund eða hacky eða spil og rauðvín eða eitthvað yfir helgina, sérstaklega ef veðrið heldur áfram að vera svona gott :)
Þangað til næst
1 Comments:
Ja herna. Eftir veru mina her i plymouth sidustu daga hef eg komist ad thvi ad bretar eru ofur kurteisir, og ekki er audvelt ad finna internet. thetta er i fyrsta skipti sem eg kem auga a slikt.
Hef fundid mer husnaedi og flyt inn a sunnudaginn. thar er internet og tha verdur orugglega meira um skriftir.
Og hvad er malid krakkar ( ekki halla, hun er frabaer). Eg heimta ad that verdi meira skrifad inn a bionerrdics!!!!
sjaumst
Post a Comment
<< Home