Monday, June 18, 2007

Blå mandag....
Var það ekki dagurinn eftir ferminguna manns hérna fyrir fjölda ára þegar maður taldi sig loksins hafa gengið inn í tölu fullorðinna... Síðar kom á daginn að það var nú aldeilis ekki raunin. Kannski í þetta skiptið, kannski getur maður talið sig fullorðinn í dag. Ég býst amk við að þeir krakkar sem fermdust í ár líti á mann sem fullorðinn... og ekki skemmir fyrir að mega kalla sig líffræðing.

Útskriftin var ágætis afþreying svo ekki sé meira sagt... Enginn með ágætis einkunn úr líffræði en þó nokkrir í stærðfræði og svo aftur félagsfræði. Ég lít svo á að þeir sem eru í raun fáránlega klárir og supernerds séu í stærfræðinni og eigi þetta fullkomlega skilið en að félagsfræðin sé einfaldlega of auðveld! Fólk má svo reka þetta ofan í mig með góðum rökum ef einhver sér ástæðu til.

Tók aftur strætó í vinnuna í dag og það var ekki alveg jafn slæmt og áhorfðist hérna síðastliðinn miðvikudag... er samt enn á því að kaupa hjólið hennar Hrannar og nota það sem minn helsta ferðamáta um Reykjavíkurborg á komandi tímum.

Já og partýið hjá Arnaldi var skemmtilegt, ég skemmti mér vel í dunandi dansi við frummanninn og fleiri skemmtilega. Stefnumót við frummanninn fær samt að bíða betri tíma.

Annars vil ég bara segja til hamingju með afmælisdag lýðveldisins í gær, það hefði mátt vera hlýrra en í dag er ég hætt að ganga á óskhyggjunni og loksins farin að klæða mig eftir veðri... Virkilega erfitt að koma frá Tælandi og sætta sig við að sumarið hérna á Íslandi ætlar að vera íískalt, þriðja árið í röð.... svekkjandi.

Later

2 Comments:

Blogger Hrönn said...

ég er sammála þér með kuldann. það var fjórtán stiga hiti á einhverju skilti í gær og mér var samt ískalt. Eins gott að Plymouth verði skárra :)

Undirbúningur fyrir brottför er kominn á fullt og ekki úr vegi að halda kveðjuhóf næstu helgi :)

18 June, 2007 13:50  
Blogger Gaui said...

Það var nú gott veður í dag, ekki gaman að kúldrast inni í Öskju í loftleysi að lesa greinar á meðan veðrið er svona.

Tókum samt gott hacky í dag, og einnig var gott hacky í gær.

Hjólaði síðan í vinnuna/Öskju í dag og gær, og þetta er mun betra en þetta drasl strætókerfi, þrátt fyrir talsverð eymsl í afturenda sökum óþægilegs hnakks :)

18 June, 2007 17:53  

Post a Comment

<< Home