Wednesday, June 13, 2007

Back home.....

Allt búið....
Tæland er best í heimi!
Þessi ferð var best í heimi, fjórhjólin voru best af öllu!
Lala og allir hinir ladyboys fá props fyrir að vera ladyboys og stolt/ir af því...

Í dag líður mér eins og ég hafi ekki farið fet... trúi ekki að besta ferð ævi minnar sé búin, það er erfitt að sætta sig við þetta og sérstaklega þegar á móti manni tekur stórgallað strækókerfi sem ég vissi ekki in the first place að væri bæði búið að breyta, illilega, og hækka verðið!
Lenti þ.a.l. í miklum strætóhremmingum í morgun og grátur og gnístran tanna létu á sér kræla í 1 og 1/2 tíma langri strætóferð víða um borgina.... svekkjandi.

Margar sögur til eftir ferðina... þær verða ekki settar á prent hér í dag en aldrei að vita hvað gerist á næstunni.

Spurning um að virkja bionerdics síðuna þar sem að hlutir eru að breytast um þessar mundir og gott að hafa sameiginlegan miðil fyrir alla bionerdics-aðila, jú og áhangendur þeirra, hvar sem þeir eru staddir.

Cop cun kaaaaaaaaa

7 Comments:

Blogger marino said...

Mikið rétt

Minningarnar eru þarna en ótrúlegt hvað maður getur verið fljótur að koma sér í rútínu hérna heima... að ákveðnu leiti gæti maður aldrei hafa farið :S

Verðum bara að vera dugleg að ryfja upp, og þeir sem skrifuðu dagbók verða að koma með endurminningar hérna á síðuna annars lagið!

13 June, 2007 23:06  
Blogger Hrönn said...

Sammála þessu. Þurfum að búa til best-of myndaröð og meðfylgjandi sögu. Nauðsynlegt í stressinu að ryfja oft og vel upp ferðasöguna.

Sjáumst öll á laugardaginn kandidatar!!

13 June, 2007 23:52  
Anonymous Anonymous said...

Já Tæland er snilld. Þetta var svo sannarlega besta ferð sem ég hef nokkur tímann farið í. Ég vil bara þakka samferðafólkinu hér með fyrir góða ferð.

Svo verður að halda myndabíttikvöld sem fyrst. Sjáumst á laugardaginn BIONerdics!

S.maximús

14 June, 2007 15:18  
Anonymous Anonymous said...

Já, þurfum að hittast fljótlega og skoða myndir og svona.

Frábær ferð í alla staði, maður mun lifa á þessari ferð næstu árin eða áratugina.

14 June, 2007 20:38  
Blogger Our Hero, said...

Gott að heyra að ferðin gekk svo vel! Ég bjóst ekki við annað, að segja satt.

Velkomin him litla kræuttin mín!

14 June, 2007 23:25  
Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim, rúsínurassarnir mínir.

Það er líka búið að vera rosalegt hérna á Íslandi...rosalegt:)

Þið þurfið að sýna myndir sem fyrst!

15 June, 2007 15:34  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með útskriftina litlu nördar og takk fyrir sjúklega smúklega ferð :)
Kveðja frá Mývatninu fagra!

17 June, 2007 12:14  

Post a Comment

<< Home