Monday, February 26, 2007

Skemmtilegar Staðreyndir Lífsins

Jú í dag eru margar skemmtilegar staðreyndir sem fanga hugann.

1. Það eru aðeins 83 dagar þangað til förinni er heitið til Tælands. Ætli það sé tilviljun að sum okkar eru fædd árið 1983... Hmm varla.
2. Það er að koma mars á fimmtudaginn og Jólaskraut enn vel við lýði á mínu og Yanna heimili. Eflaust fleiri latir sóðabósar útí hinum stóra heimi. Reyndar var ég að fatta að gervijólatréð hjékk uppi fram í júní í fyrra. Ég stefni að því að rífa niður skrautið fyrir þann tíma.
3. Sandgerði er á föstudaginn. Sumir ætla að kafa snemma á laugardaginn. Þetta er EKKI góð tímasetning. Þeir líffræðinördameðlimir sem ekki ætla að kafa krefjast dagskrárbreytingu hjá þeim sem ætla að kafa.
4. Ég fór í sund í dag... Fann amk þrjár freknur. Hvað segir það manni, Jú, vorið er að koma. júhú.
5. Debut diskurinn hennar bjarkar er svaka góður fyrir utan lag nr.11.
6. Árshátíðin er þar-næstu helgi. Það segir okkur líka að vorið er að koma.
7. Vistfræðiskýrslur eru tímafrekar og seingerðar.
8. Systat er mun auðveldara tölfræðiforrit en R. Gunnar Jónsson hló þegar við snúðum baki í hann yfir þessari þrautsegju að nenna að nota Rið. Gunni Grínari og Árni Akkeri alltaf sniðugir.
9. Aðalleikarinn í scrubs var leikstjóri og handritshöfundur áður en hann tók að sér leikhlutverk. ég sá hann reyndar í hommamynd í fyrradag á rúv.
10. Allir sjúkdómar að ganga núna. Fólki er ráðlagt að halda sig heima í túpperver boxi. Það ætti að vera öruggt.

- Sá sem fattar litasamsetningu textans fá hugvitsverðlaun Sólheima.
Yfir og út
Hrönn hrút

12 Comments:

Blogger Hrönn said...

Whodthefuck is taiyungok... Hljómar reyndar soldið tælenskt þegar maður pælir í því :)

26 February, 2007 20:48  
Blogger Hrönn said...

This comment has been removed by a blog administrator.

26 February, 2007 20:48  
Anonymous Anonymous said...

I like blog tu. So butiful like Tokyo.

26 February, 2007 21:51  
Anonymous Anonymous said...

Ingi mættur á svæðið??
Eeen gaman, frábært og æðislegt að við skulum vera að fara í Sandgerði á fyllerí á fööös... get ekki beðið!
Get heldur ekki beðið eftir Incubus tónleikunum og árhátíðinni... Mikið er þetta skemmtilegur tími!
Svo er líka farið að vera bjart á morgnana og alveg fram eftir degi, sem er líka ólýsanlega hressandi og skemmtilegt :)

27 February, 2007 09:22  
Blogger Gaui said...

Litasamsetningin er Tælenski fáninn!

Annars er ekkert að því að kafa eftir Sandgerði, maður verður í feiknastuði, þó svo að bollan verði látin eiga sig.

Mikil gleði, mikil gleði...

27 February, 2007 13:08  
Anonymous Anonymous said...

OG ÞAÐ ER RÉTT.
Að þessu sinni fara Hugvitsverðlaun Sólheima til hans Gaua litla.

27 February, 2007 21:08  
Blogger ingi said...

ja sko...það vantaði hvítu línurnar...þú hefðir átt að gera greinarskil...hmmmm

ég ógildi þessa keppni! og saka gaua og hrönn um að hafa lagt á ráðin saman, ólöglegt samræði:)

27 February, 2007 21:38  
Blogger Our Hero, said...

Ég ætlaði að giska Tælenski fánan, líka...en og aftur of seinn! Sandgerði á föstudaginn?! Ó krapp, ég gleymdi.

En var að semja viðp konuna til að halda partý heima hjá mér á laugardagskvöld...ef áhugi vaknar í liðið.

27 February, 2007 22:54  
Anonymous Anonymous said...

Tónleikar í laugardalshöll með Incubus á laugardagskvöld... ég er samt sennilega sú eina á leiðinni þangað

28 February, 2007 12:30  
Blogger Our Hero, said...

Ég hefði reynd að kaupa miða á tónleikanum ef ég hefði vitað af því. Af hverju ekki fara að heyra þeim á tónleika í þriðja sinn? Þeir eru góðir!

05 March, 2007 11:03  
Anonymous Anonymous said...

Eru bíonerdar alveg dauðir úr öllum blogg-æðum.

Er palli einn í heiminum?

Og afhverju er annað augað á mér stundum hvítt?

08 March, 2007 14:28  
Anonymous Anonymous said...

Við þurfum að setja link inn á síðuna underwatertimes.com

Ég er léleg í að dunda mér á netinu en ég festist á þessari síðu klukkutímum saman.

14 March, 2007 00:27  

Post a Comment

<< Home