Saturday, November 11, 2006

Framhaldsnámspælingar

Jæja, nú fer að síga á seinni hlutann af þessu námi í líffræðinni hjá okkur og þá er um að gera að spá í framtíðinni. Einhver bað mig um á kræklingakvöldinu að smella inn link sem ég hef notað til að skoða skóla. Þetta er heimasíða mats Háskólans í Shanghai á top 500 háskólum í heimi, veit ekki alveg hvernig þetta mat fer fram og ekki á hverju það byggist, en allavega er þetta mikið af linkum á heimasíður skóla úti, og betra heldur en að leita eins og villuráfandi sauður á google.

http://ed.sjtu.edu.cn/rank/2006/ARWU2006TOP500list.htm


Kv.
Gaui

14 Comments:

Blogger ingi said...

Þetta er þægilegt...

Maður sér líka að dönsku og sænsku háskólarnir eru helv. hátt uppi....sérstakl þeir sænsku.

Kom nú reyndar ekkert á óvart.

Er háskóli í Noregi?

12 November, 2006 12:27  
Blogger Gaui said...

Já, Svíðþjóð heillar dáldið.

Held að það sé ekki markaður fyrir háskóla í Noregi, þeir örfáu sem eru hæfir fyrir slíkt nám fara bara annað.

12 November, 2006 16:13  
Blogger Hrönn said...

Hei. Ekkert diss!
Oslóarháskóli er í 68 sæti og hana nú.
Reyndar eru bretar áberandi. En ef ég er að hugsa um mig þá verður háskólinn væntanlega að vera nálægt sjó. Það er ekki nema brot af þessum skólum. Þrengir listann sjáiði til.

PS. Flottur Ingi, Flottur.

12 November, 2006 17:31  
Blogger ingi said...

takk Hrönn...takk

En ég var að velta því fyrir mér hvort við ættum ekki að skipta á milli okkar spurningum úr eldri Sjávarvistfræði-og Umhverfisfræðiprófum....svona til gamans og dundurs...

12 November, 2006 17:52  
Blogger Halla said...

sniðugt, gaui fær 2 nellikur og 4 tómata fyrir gott framtak.
(Efast samt um að hann borði mikið tómata þar sem hann er nú í matvanda félaginu, en hvað um það)

12 November, 2006 22:42  
Anonymous Anonymous said...

Það er sko snilldar skóli í Þrándheimi í Noregi. Mjög góður skóli með fínt framhaldsnám í sjávardóti og fleiru :) Mæli með að tékka á honum!

www.ntnu.no

14 November, 2006 11:36  
Anonymous Anonymous said...

Annar góður skóli í Tromsö:

www.uit.no

14 November, 2006 12:46  
Blogger ingi said...

..hví skyldi nokkur maður vilja fara til Noregs?

14 November, 2006 18:41  
Blogger Hrönn said...

HEYR HEYR SAGA!
Verð að tékka á þessu. Ingi er bara nýkominn á gelgjuna, á pínu mótþróaskeiði þessa dagana drengurinn. :)

Ég er til í að skipta á milli spurningum í sjávarvistfræði. Vil ekki sjá eina einustu spurningatuttlu úr umhverfisfræði þó, Búbbí bú.

14 November, 2006 21:50  
Blogger Gaui said...

Er til í spurningaskipterí í vatnalíffræði, umhverfisfræði og sjávarvistfræði.

Noregur er kannski ekki slæmur, en aldrei myndi ég flytja til Tromsö, 70°N!!!!!!

14 November, 2006 22:30  
Blogger ingi said...

...ég hef nú svosem ekki komið til Noregs...en hann virkar bara svo óspennandi!

14 November, 2006 23:08  
Blogger marino said...

mamma'ín er óspennandi!

14 November, 2006 23:28  
Anonymous Anonymous said...

Það er spennandi að fara á bretti alla daga, í stað einu sinni á ári hér. mmmjeah

15 November, 2006 21:48  
Anonymous Anonymous said...

sjómyndir frá botngreipahóp komnar inn

20 November, 2006 14:43  

Post a Comment

<< Home