Thursday, November 02, 2006

It´s a party

Herrrro..... Þá er komið að því kæru vinir! Kræklingakvöldið er á næsta leiti og byrjar stemningin með alvöru kræklingaveiði í Hvalfirði á morgun. Svo það eru stígvél og pollabuxur með í skólann á morgun fyrir þá sem sjá sér fært að skella sér!

Þegar við vorum á fyrsta ári þá veiddist svooooona mikill kræklingur... eila of mikið samt sko, spurning um að hemja villidýrið innra með sér og láta sér duga að veiða bara í matinn :)


Svo er bara paaaartý á laugardaginn og veður gaman að sjá alla mætta í sínu fínasta pússi og með nóóg af öli. Takið eftir dúinu á Ævari og Marinó, gamla góða.....

5 Comments:

Blogger sindri said...

Stemming stemming stemming ... þetta verður án efa rosalegt stuð. Því er um að gera að ALLIR látir sjá sig - mæti hressir og kátir. Hef heyrt af því að maturinn verði snilldin ein og gallvaskir líffræðinemar ætla víst að skella sér í Hvalfjörðinn á morgunn svo að hægt verði að bjóða upp á krækling í málsverðinum og kveldið standi undir nafni. En það verður án efa gaman að sjá gengið glatt í glasi .....

02 November, 2006 23:51  
Blogger Gaui said...

Veiddist nú heldur lítið af krækling, mættum sennilega of seint og allur kræklingur kominn á flot.
Það skiptir nú samt ekki öllu máli, stuðið mun engu að síður verða gríðarlegt!

03 November, 2006 16:17  
Blogger Hrönn said...

GRÍ-ÞAR-LEGT! Ég hlakka svooo til. Góður hópur + Góður matur
... Þetta er blanda sem getur ekki brugðist!!!

04 November, 2006 00:46  
Blogger marino said...

Fólk ætlar að hittast 9:30 hjá Essó í Ártúnsbrekkur og reyna aftur að ná í krækling. Soldið seint að láta vita núna en ef þið sjáið þetta eruð þið velkomin! :D

04 November, 2006 01:07  
Blogger Gaui said...

Veiddist eitthvað í morgun Marinó?

04 November, 2006 15:58  

Post a Comment

<< Home