Tuesday, June 27, 2006

10 dagar til stefnu....

Ok... Allt að gerast í þessum útileiguumræðum bara, fólk að ákveða að koma með á Hóla og hætta við til skiptis. En það er allavega nóg af fólki til í stuð og það er spurning hvort það þurfi ekki að fara að panta í river rafting, bara rétt tíu dagar til stefnu og því sennilega um að gera að ganga í málið. Reyndar þurfum við örugglega að fá tölu á hópinn fyrst. Við þurfum líka að raða niður í bíla og svona sitthvað að ganga frá... Tjah fyrst kannski að finna bíla því mér skilst að það séu ekki svo margir sem eiga bíla í þessum hóp.
En er ekki annars málið að leggja af stað á föstudegi eftir vinnu og vera fram á sunnudag?! Taka river rafting og jafnvel Grettislaug á laugardegi og grilla um kvöldið...
Oooog allir saman nú!

Wednesday, June 14, 2006

Hólaferð!

Hey dudies!
Hvenær eigum við að plana hópferð á Hóla...?! Held að það sé komin tími til að finna dagsetningu sem hentar fólki og svona. Mögulegar helgar:
29 júní-1 júlí
eða
7 - 9 júlí
eða einhverjar aðrar helgar?! Vinsamlegast kommentiði bæði hólarar, hvenær hentar ykkur, og svo þið hin upp á að finna góða helgi til að negla :)

Monday, June 12, 2006

Myndir myndir!

Fleiri myndir komnar... Setti nokkrar valdar myndir úr vinnunni aðeins til að sýna ykkur hvernig fyrstu dagarnir eru (á eftir að breytast mikið) og svo myndir frá ferð til Hindisvíkur.
Roxanne sem er kanadískur nemi í sjálfboðastarfi (wtf?) hérna á hólum var búin að tala mikið um Hindisvík því þar átti að vera stórt sellátur. Við höfðum aldrei heyrt um Hindisvík og gerðum fastlega ráð fyrir því að hún væri eitthvað að ruglast... Þangað til Gummi fletti þessu upp á netinu og sá að á Hindisvík á Vatnsnesi er víst vinsæll túristastaður vegna mikils magns sela . Við flettum upp fengitíma og meðgöngutíma hjá selum og sáum að miklar líkur væru á því að sjá kópa um þessar stundir svo slegið var til og brunað út á Hindisvík síðasta laugardag.
Á leiðinni út á Vatnsnesið sáum við skilti sem á stóð "Hvítserkur" og við ákváðum að kíkja bara á það líka án þess að hafa minnstu hugmynd um hvað það væri =) Einnig eru myndir af því!

Friday, June 09, 2006

Myndasíðan að komast í gagnið!

Jæja jæja!

Það virðist vera svo mikið að gera hérna í sveitinni... þó þetta sé allt svo rólegt og afslappað! Á föstudögum (í dag) er umræðufundur og rætt um grein sem dreift var í vikunni. Í gærkveldi hélst ég ákaflega illa við þessa grein (kannski sökum þess að vinnan hjá mér þessa dagana snýst um að lesa greinar) svo ég setti hausinn í bleyti og fann myndasíðu sem við komum til með að nota. Ég þurfti reyndar að borga fyrir hana (25$ per ár) en það er nú ekki mikið, sérstaklega ef það koma einhver mótframlög ;) *hint* *hint* híhí...



Amk, gerði mikla könnun á þessu og þetta á að vera önnur af tveimur sniðugustu myndasíðunum á netinu í dag og er slóðin http://www.flickr.com . Slóðin á okkar síðu er þá http://www.flickr.com/photos/bionerdics og til að mynda setti ég inn nokkrar prufumyndir sem þið getið séð hér!

Þetta er enn í smá mótun... en ég vil endilega að við byrjum sem fyrst að dúndra inn myndum, og þær eru bara flokkaðar eftir "sets", þar sem þið getið hugsað ykkur að eitt "sett" sé ein mappa. Ég ætla að reyna að muna að senda ykkur bíó-nördunum aðganginn á eftir, ef þið hafið ekki fengið póst kl 14 í dag þá endilega sendið mér mail eða sms og ég sendi ykkur aðganginn!

Nóg í bili... þarf að lesa meira um þéttleikaháðan vöxt og lifun lífvera með mikla frjósemi!

Thursday, June 08, 2006

Hólafréttir


Börnin góð! Sveitin er svo róandi, og við stundum hér fiskveiðar og fjallgöngur þegar okkur listir til. Löbbuðum upp á gvendarskál og það var alger snilld fyrir utan hvað það var sjúkt erfitt en beauty is pain eins og allir vita. Þegar líffræði-félagar koma í heimsókn er hugmynd að skella sér í rafting, eða siglingu til drangey. Bæði víst mjög skemmtilegt.
Þangað til næst,
Farðasofa. (eins og gosi "góði" segir einstaka sinnum)