Myndasíðan að komast í gagnið!
Jæja jæja!
Það virðist vera svo mikið að gera hérna í sveitinni... þó þetta sé allt svo rólegt og afslappað! Á föstudögum (í dag) er umræðufundur og rætt um grein sem dreift var í vikunni. Í gærkveldi hélst ég ákaflega illa við þessa grein (kannski sökum þess að vinnan hjá mér þessa dagana snýst um að lesa greinar) svo ég setti hausinn í bleyti og fann myndasíðu sem við komum til með að nota. Ég þurfti reyndar að borga fyrir hana (25$ per ár) en það er nú ekki mikið, sérstaklega ef það koma einhver mótframlög ;) *hint* *hint* híhí...
Amk, gerði mikla könnun á þessu og þetta á að vera önnur af tveimur sniðugustu myndasíðunum á netinu í dag og er slóðin http://www.flickr.com . Slóðin á okkar síðu er þá http://www.flickr.com/photos/bionerdics og til að mynda setti ég inn nokkrar prufumyndir sem þið getið séð hér!
Þetta er enn í smá mótun... en ég vil endilega að við byrjum sem fyrst að dúndra inn myndum, og þær eru bara flokkaðar eftir "sets", þar sem þið getið hugsað ykkur að eitt "sett" sé ein mappa. Ég ætla að reyna að muna að senda ykkur bíó-nördunum aðganginn á eftir, ef þið hafið ekki fengið póst kl 14 í dag þá endilega sendið mér mail eða sms og ég sendi ykkur aðganginn!
Nóg í bili... þarf að lesa meira um þéttleikaháðan vöxt og lifun lífvera með mikla frjósemi!
Það virðist vera svo mikið að gera hérna í sveitinni... þó þetta sé allt svo rólegt og afslappað! Á föstudögum (í dag) er umræðufundur og rætt um grein sem dreift var í vikunni. Í gærkveldi hélst ég ákaflega illa við þessa grein (kannski sökum þess að vinnan hjá mér þessa dagana snýst um að lesa greinar) svo ég setti hausinn í bleyti og fann myndasíðu sem við komum til með að nota. Ég þurfti reyndar að borga fyrir hana (25$ per ár) en það er nú ekki mikið, sérstaklega ef það koma einhver mótframlög ;) *hint* *hint* híhí...
Amk, gerði mikla könnun á þessu og þetta á að vera önnur af tveimur sniðugustu myndasíðunum á netinu í dag og er slóðin http://www.flickr.com . Slóðin á okkar síðu er þá http://www.flickr.com/photos/bionerdics og til að mynda setti ég inn nokkrar prufumyndir sem þið getið séð hér!
Þetta er enn í smá mótun... en ég vil endilega að við byrjum sem fyrst að dúndra inn myndum, og þær eru bara flokkaðar eftir "sets", þar sem þið getið hugsað ykkur að eitt "sett" sé ein mappa. Ég ætla að reyna að muna að senda ykkur bíó-nördunum aðganginn á eftir, ef þið hafið ekki fengið póst kl 14 í dag þá endilega sendið mér mail eða sms og ég sendi ykkur aðganginn!
Nóg í bili... þarf að lesa meira um þéttleikaháðan vöxt og lifun lífvera með mikla frjósemi!
3 Comments:
Þetta er snilld hin mesta bróðir Marinó. Þú mátt eiga von á að ég inni af hendi smá ölmusu inn á reikninginn þinn;)...þar sem við jú njótum öll góðs af þessum gjörningi.
Annars er frábært að sjá myndir og heyra frá ykkur.
Ég gæti tekið myndir af störfum mínum í hinum og þessum görðum Reykjavíkur og nágrennis...en ég stórelega efa að þið hefðuð gaman að því.
Verðum í bandi..
Mér líst rosalega vel á þetta og mun sko nota það þegar ég nenni að læra á það :)
En Ingi.. Um að gera að setja hvað sem er inná því allavega ég myndi hafa gaman að því að sjá þig í vinnunni í hinum ýmsum görðum Reykjavíkur.. :D
Ég er sko memm í þessum leik. Nú er bara málið að sýna dugnað og setja inn á netið eitthvað af drasli sem maður á.
Sveitasælan kallar!
Post a Comment
<< Home