Myndir myndir!
Fleiri myndir komnar... Setti nokkrar valdar myndir úr vinnunni aðeins til að sýna ykkur hvernig fyrstu dagarnir eru (á eftir að breytast mikið) og svo myndir frá ferð til Hindisvíkur.
Roxanne sem er kanadískur nemi í sjálfboðastarfi (wtf?) hérna á hólum var búin að tala mikið um Hindisvík því þar átti að vera stórt sellátur. Við höfðum aldrei heyrt um Hindisvík og gerðum fastlega ráð fyrir því að hún væri eitthvað að ruglast... Þangað til Gummi fletti þessu upp á netinu og sá að á Hindisvík á Vatnsnesi er víst vinsæll túristastaður vegna mikils magns sela . Við flettum upp fengitíma og meðgöngutíma hjá selum og sáum að miklar líkur væru á því að sjá kópa um þessar stundir svo slegið var til og brunað út á Hindisvík síðasta laugardag.
Á leiðinni út á Vatnsnesið sáum við skilti sem á stóð "Hvítserkur" og við ákváðum að kíkja bara á það líka án þess að hafa minnstu hugmynd um hvað það væri =) Einnig eru myndir af því!
Roxanne sem er kanadískur nemi í sjálfboðastarfi (wtf?) hérna á hólum var búin að tala mikið um Hindisvík því þar átti að vera stórt sellátur. Við höfðum aldrei heyrt um Hindisvík og gerðum fastlega ráð fyrir því að hún væri eitthvað að ruglast... Þangað til Gummi fletti þessu upp á netinu og sá að á Hindisvík á Vatnsnesi er víst vinsæll túristastaður vegna mikils magns sela . Við flettum upp fengitíma og meðgöngutíma hjá selum og sáum að miklar líkur væru á því að sjá kópa um þessar stundir svo slegið var til og brunað út á Hindisvík síðasta laugardag.
5 Comments:
Flottar myndir. Ég sitt hér fyrir framan sjónvarp inni hjá Jörundi að horfa á video mynd tekin með farstýrðan kafbát á Reykjaneshrygg. Mjög gaman.
Ég er að bíða eftir tækifæri að fara út með kafbátinn minn en það verður ekki sennilega fyrr en fyrsta víka í júlý.
en spennandi Eric!
Já voða gaman að sjá myndir af ykkur... ég á enga myndavél þannig ég set ekki mikið inn en þið hin verðið að vera dugleg ;)
Já gaman að sjá myndirnar ... hefðu verið skemmtilegri ef ég hefði verið þarna en þetta er allt að lagast :D Halla þú verður nú að taka mynda af vinnustaðnum og sýna okkur, ekkert rugl!
Þetta eru töff myndir og hlakka ég til að sjá meira. Takk fyrir mig og J-F síðustu daga, í kuldanum og rigningunni :)
Ég gæti nú tekið myndir af heillandi leggsteinum í kirkjugörðum Reykjavíkur ef einhver hefur áhuga?!?
Sá t.d. einn með nafninu Hilaríus Guðmundsson í dag.
Er svo að fara á stað með pödduverkefni í Henglinum á morgun.
Hvenær er síðan útilega plönuð?
Post a Comment
<< Home