Wednesday, June 14, 2006

Hólaferð!

Hey dudies!
Hvenær eigum við að plana hópferð á Hóla...?! Held að það sé komin tími til að finna dagsetningu sem hentar fólki og svona. Mögulegar helgar:
29 júní-1 júlí
eða
7 - 9 júlí
eða einhverjar aðrar helgar?! Vinsamlegast kommentiði bæði hólarar, hvenær hentar ykkur, og svo þið hin upp á að finna góða helgi til að negla :)

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæbb!
Ég kemst ekki þessar helgar :( . En ég kemst 14 - 16 júlí!

18 June, 2006 17:06  
Blogger marino said...

Ég held að helgin sem er laus fyrir okkur Hólafólkið sé helgin 8-9 júlí... Er ómögulegt fyrir bjúguna að redda sér fríi? =D

18 June, 2006 18:57  
Anonymous Anonymous said...

8-9 júlí hentar mér best að mér sýnist, gæti samt hugsanlega komist 30-1

18 June, 2006 20:34  
Anonymous Anonymous said...

Er þá ekki spurning um að negla 8-9...?! Það hentar vel fyrir mig... ég á einmitt ammæli þarna 6 þannig að þetta yrði svona afmælis útileigupartý :)
Er það alveg vonlaust fyrir Ævar?
En hinir... fólk verður að taka við sér í kommentunum það er á hreinu!

19 June, 2006 11:32  
Blogger sindri said...

Helgin 8-9 hentar okkur Hólurum einna best ... Ragna er að vinna 30-1.júl og Marinó er að vinna 14-16!

19 June, 2006 13:13  
Anonymous Anonymous said...

Það er ekki séns fyrir mig að koma 8-9. Ömurlegt:( en það verður bara að hafa það!
Þið verðið bara að vera dugleg að taka myndir og svo bjalla ég örugglega á ykkur!

19 June, 2006 23:20  
Blogger Halla said...

Djö er það svekkjandi Ævar! En hverjir vilja koma með? Eða eru það bara við Gaui sem ætlum að fara? Hvað með fólk eins og Sæma, Inga, Eydísi ofl. Annars er um að gera að taka vini með sér, er það ekki vinsælt?

20 June, 2006 10:01  
Anonymous Anonymous said...

Ég efast um að ég komist þarna þessa helgina sökum vinnu....en ég get kippt mér upp við það að ég hitti Hólafólkið um síðustu helgi:) Fékk þar dýrindismat og einkatúr um ferskvatnssýninguna...

22 June, 2006 19:26  
Blogger Halla said...

jææja bara sértúr á suma... Ingi ég vil minna á að þetta er mínusstig í keppninni hver er bestur! En það er keppnin þar sem menn skora fyrir að mæta þegar fólk er að hittast. Ég vænti þess að þú íhugir vandlega að koma með og hitta vini þína áður en þú segir alfarið af.
Setti líka hvatningu inn á liffraedingur bloggar.is en það eru víst líffræðingar í útileiguleit. Tilvalið að fá fólk til að fjölmenna og búa til alvörupartý :)

23 June, 2006 13:05  
Blogger Halla said...

liffraedingar.bloggar.is er víst réttnefni

23 June, 2006 13:09  
Anonymous Anonymous said...

snilld við verðum bara að tala saman þegar nær dregur og ákveða með bíla og annað. Þeir sem ætla að mæta eru amk ég, gaui, eydís, erna karen og guðrún lilja... fleiri??!

23 June, 2006 21:45  
Anonymous Anonymous said...

Ég er bara farin að hlakka til. Vona Innilega að River rafting verði inní planinu yfir aktiviter. Og Ingi!.. Grasið getur beðið, þín er vænst á hólum- ég missti líka af þér um daginn, það er ekki sanngjarnt.

24 June, 2006 16:59  
Anonymous Anonymous said...

Við sameindanördarnir erum að íhuga þetta, okkur langar í útilegu og erum að chékka hvort við komumst

26 June, 2006 13:56  

Post a Comment

<< Home