Tuesday, June 27, 2006

10 dagar til stefnu....

Ok... Allt að gerast í þessum útileiguumræðum bara, fólk að ákveða að koma með á Hóla og hætta við til skiptis. En það er allavega nóg af fólki til í stuð og það er spurning hvort það þurfi ekki að fara að panta í river rafting, bara rétt tíu dagar til stefnu og því sennilega um að gera að ganga í málið. Reyndar þurfum við örugglega að fá tölu á hópinn fyrst. Við þurfum líka að raða niður í bíla og svona sitthvað að ganga frá... Tjah fyrst kannski að finna bíla því mér skilst að það séu ekki svo margir sem eiga bíla í þessum hóp.
En er ekki annars málið að leggja af stað á föstudegi eftir vinnu og vera fram á sunnudag?! Taka river rafting og jafnvel Grettislaug á laugardegi og grilla um kvöldið...
Oooog allir saman nú!

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

WOW! Ég hlakka svo til þessarar helgar! líst vel á planið hennar Höllu. Jökulsá eystri er áin okkar og stefnt er að því að leggja af stað í kring um hádegi á sunnud. og tekur ferðin 6-7 tíma. Þetta er rosaleg á, tékkið á rafting.is fyrir frekari upplýsingar og enginn má missa af þessari B-O-B-U! Staðfesta þarf fjölda fyrir 4. júlí!

28 June, 2006 22:39  
Blogger Halla said...

Ég er búin að láta Sögu á 1 ári vita með river rafting planið og hún ætlar að sjá um að dreifa þessu á fyrsta árs liðið...
Allir sem vilja vera með geta svo hringt t.d. í mig eða Hrönn fyrir 4 júlí upp á að láta skrá sig í river rafting en það þarf ekkert að láta vita ef fólk ætlar bara að tjalda og fá sér öl... tjah ekki nema til að ath með bíla osfrv. ;)
Halla: 6935137
Hrönn: 6956705

29 June, 2006 11:33  
Anonymous Anonymous said...

Hello Bello

Oldíið hér :-)
Við ætlum að mæta í stuð og fjör og að vera með í River Rafting. Tóti spilar mikið á gítar í okkar vina hópum og ég var að pæla í að prenta einhver lög ogt ef að einhverjar sérstakar óskir eru látið mig þá vita.

HLAKKA geggjað að sjá ykkur öll.

kv. Sigrún Gréta
P.s. er með 3 laus sæti ef einhverjum vantar bara að hringja í mig, s: 690 2640

30 June, 2006 00:55  
Anonymous Anonymous said...

Lýst vel á þetta, er til í rafting. Ég verð sennilega á svakalegum familyvan, þannig að það ættu að vera 5-6 laus sæti hjá mér

30 June, 2006 18:27  
Anonymous Anonymous said...

Dreg raftingið til baka, las fyrst að það væri á laugardeginum, nenni ekki að skríða heim rosalega seint á sunnudeginum :P

03 July, 2006 22:03  
Anonymous Anonymous said...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»

20 July, 2006 20:05  

Post a Comment

<< Home