Thursday, August 16, 2007

í tilefni stofnunar gönguhóps bionerdica...

Í gær var farið í stofngöngu gönguhóps bionerdica. Farið var í miðvikudagsgöngu með útivist upp á háahnjúk og í slysadal. Enginn lenti í slysi þrátt fyrir töluverðan blástur uppi á toppi háahnjúks og nokkurn bratta niður. Á bakaleiðinni var staldrað við í nokkrum lautum og bláber týnd upp í svanga munna þeirra sem voru of miklir viðvaningar til að taka með sér nesti. Við látum þetta ekki gerast aftur.


Þetta voru sannarlega tímamót og er hér með öllum áhugasömum boðið að taka þátt í þeim gönguferðum sem farnar verða í framtíðinni.


Stofnendur, þ.e. þeir sem mættu í stofngönguna voru eftirtaldir
Guðjón Már
Ragnhildur Eva
Óskar Sindri
Halla Margrét


* Á myndina vantar Sindra

Við skorum á alla sem hæl geta lyft að láta sjá sig þegar næsta ganga verður farin, en stefnan er sett á eftirfarandi ferðir á næstunni:

  • Nesjavelli, sunnudaginn 19 ágúst, seinnipart dags. Gönguleið enn óákveðin.

  • Hellisheiði, tímasetning ekki komin enn, Sindri er umsjónarmaður þessarar ferðar.


2 Comments:

Blogger sindri said...

Já fínasta ganga í gær ... verður gamana að sjá hvaða göngugarpar leynast í kringum mann og vilja með í göngur skemmtilega fólksins :D

PS. skugginn minn fékk nú að vera með á myndinni

16 August, 2007 11:00  
Anonymous Anonymous said...

Eg er medlimur :)

Pinu ovirk thessa stundina en mun vera mjog virk thegar faeri gefst. Jibbi.

Hronn

16 August, 2007 15:44  

Post a Comment

<< Home