Saturday, August 18, 2007

Heil Þér Bíológus Íslandicus.

Halló Elsku vinir.

Mér heyrist gott í öllum hljóðið og þykir mér miður að hafa misst af göngunni. Ég er nefnilega staðráðin í að fara ferðast og ganga um Ísland þegar gott tækifæri gefst. Ég er fegin að heyra að nú sé til gönguklúbbur sem greinilega hefur sama markmið. Hér er bara gaman og er þetta vísindaumhverfi sem ég er komin í æðislegt. Ég frétti í gær að það verða tæplega tuttugu manns í kúrsinum og byrjar hann um miðjan september. Ég hlakka hrikalega til þar sem maður á eftir að kynnast fólki almennilega þá. Svo kemur Yann í heimsókn 25. ágúst og ég flyt í langtímahúsnæðið 29. ágúst. Verð að viðurkenna að ég er pínulítið stressuð yfir því að fá góða meðleigjendur (6 herbergja hús) en það hlýtur einhver þessara sex að vera skemmtilegur (eða kannski allir :)

Annars langar mig að benda ykkur (sérstaklega sjávarlíffræðingunum) á vefsíðu þar sem hægt er að sækja um kúrsa hér og þar í heiminum. Þá borgað allt fyrir mann!
http://marbef.org/
Ég er reyndar nýbúin að heyra um þetta en Nova (vinnufélagi) benti mér á þetta og sagði þetta vera mikla snilld.

Annars hef ég verið á fullu í feltinu inná milli þess sem ég tel og greini hrúðurkarla á myndum. Að ganni skelli ég inn týpiskri hrúðurkarlamynd: Inná þessari mynd er að finna fjórar tegundir hrúðurkarla: Cthamalus montagui, Cthamalus stellatus, Elminius modestus og Semibalanus balanoides (finnst einnig á Íslandi). Vandamálið er hversu mikill breytileiki er innan hvers hóps fyrir sig og stundum geta ekki einu sinni sérfræðingar greint á milli C.montagui og stellatus. Núna er vel hugsanlegt að mastersverkefnið mitt verði ekki í hrúðurkörlum og því er enn lengra að bíða eftir því að ég skrifi um mitt verkefni. Hvet hins vegar aðra (t.d. Inga, Marinó og Sindra) til þess að drífa þetta af... bara af því ég er forvitin. Svo þarf að breyta á fullt af stöðum nafninu á krabbanum ykkar strákar, t.d. myndasíðunni og fleira. Sussubía.Ég er búin að panta flug heim 18. Desember og sjáumst við nú í kringum Jólin og í byrjun Janúar. Fer svo til Kenýa 12. Janúar (held ég) í tveggja vikna ljúfleika, og flýg svo þaðan beint til Plymouth.
Það er frábært að vera í Plymouth... en það vantar alltaf Bionerdana :D
Þið komið bara í heimsókn við tækifæri.

Rigningarkveðjur,

Ronny

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Svakalegt stuð er hjá þér stúlka mín :) Eitt fyndið...eða svona skondið...það var hópur sjálfboðaliða frá Bretlandi hér á Mývatni um daginn að búa til göngustíga og einn þeirra var sko sjávarlíffræðingur frá skólanum sem þú ert í! Gat spjallað við hann um isopodur og allt mögulegt ;) Sagði að þetta væri sko besti marine biology skólinn í Bretlandi!! ;) Godei mæt!

19 August, 2007 19:56  
Blogger Hrönn said...

Good shit madur. Tad eru vist ekki margir almennilegir sjavarliffraedihaskolar her i uk. Og er thetta vist einn besti lika. En skemmtilega litill heimur alltaf :)

Annars er otrulegt hvad vid islendingarnir eru heppnir med vinnu. Bretar eru margir ad vinna sjalfbodavinnu fyrstu arin eftir BS, og svo veit eg ad doktorar eru i allskonar skitastorfum, t.d. a posthusi eda i afgreidslustorfum.

20 August, 2007 08:11  
Blogger Halla said...

Mig langar að koma í heimsókn :)
Er að fara til kef á eftir að sækja úganda- og túnisbúa sem eru hingað komnir til að læra að græða land... kannski ég beili bara á þeim og skelli mér til plymouth!
Rosa spennó að vita hvernig herbergisfélagarnir reynast... þú lætur okkur vita um leið og setur myndir af þeim á netið strax svo ekkert fari á milli mála

20 August, 2007 13:22  
Blogger Hrönn said...

Mer list vel a heimsokn!!

23 August, 2007 08:35  
Blogger Gaui said...

Já, það þarf endilega að plana hópferð til Plymouth :)

23 August, 2007 16:23  
Blogger Hrönn said...

Bara svo þið vitið, Nýtt heimilisfang frá 29. Ágúst.

11 Kingsley Road
Mutley
Plymouth PL4 6QW
Devon
England

Chiao frá góða veðrinu... meira að segja Yann viðurkennir að það er gott veður í Englandi.

28 August, 2007 12:56  

Post a Comment

<< Home