jæja...
Allt búið.
Það var gaman á hólum, þó aðallega á föstudagssköldið þar sem menn hreinlega töpuðu sér í gleðinni og fá mikið hrós fyrir það, leikurinn kubbur var mikill ísbrjótur og mjög skemmtilegur. Reyndar voru smá vonbrigði með Stokkhólmsmeistarann... Við væntum þess að Hanna muni sýna sitt rétta andlit þegar leikurinn verður endurtekinn, vonandi í ekki svo fjarlægri framtíð. Aftur á móti þótti Sindri sýna yfirburða takta, með því að fella fjölda kubba í einu, og það er eitthvað sem fáir munu leika eftir.
Fuglinn Gosi olli jafnframt vonbrigðum með því að vera bæði þögull og í meira lagi grimmur! Mikið svekkelsi þegar það kom í ljós. Hann tók þó aðeins við sér á sunnudagsmorguninn og lét orð eins og "halló" flakka með reglulgeu millibili. Reyndar prumpaði hann nokkrum sinnum duglega og hentu menn nú gaman að því.
Á laugardeginum var svo vinnuaðstaða hólara skoðuð og var gaman að sjá það. Heiti potturinn á króknum stóð einnig fyrir sínu. Veikindi, að líkindum vegna enteróveiru, ollu því að ekki var alveg jafn mikið fjör á laugardagskvöldið, þó munu einhverjir hafa spilað rassinn úr buxunum í umræddum kubbleik en ég veit nú ekki alveg hvernig það fór.
Á sunnudag um hádegi þá var haldið á vatnalífssýninguna um hádegið, henni var síðan frestað þar sem Gummi sýningamaður þurfti að fara í hádegismat eftir að hafa haldið fjölda sýninga um morguninn. En um eitt leitið varð svo vatnalífssýningin að veruleika og mátti þar sko sjá margt skrítið og skemmtilegt. Lungnafiskurinn, síkliðinn úr Malavívatni, vakti þó án efa mesta lukku.
Jæja, sé ég að gleyma einhverju þá bætið þið því bara inn...
Takk fyrir mig
Allt búið.
Það var gaman á hólum, þó aðallega á föstudagssköldið þar sem menn hreinlega töpuðu sér í gleðinni og fá mikið hrós fyrir það, leikurinn kubbur var mikill ísbrjótur og mjög skemmtilegur. Reyndar voru smá vonbrigði með Stokkhólmsmeistarann... Við væntum þess að Hanna muni sýna sitt rétta andlit þegar leikurinn verður endurtekinn, vonandi í ekki svo fjarlægri framtíð. Aftur á móti þótti Sindri sýna yfirburða takta, með því að fella fjölda kubba í einu, og það er eitthvað sem fáir munu leika eftir.
Fuglinn Gosi olli jafnframt vonbrigðum með því að vera bæði þögull og í meira lagi grimmur! Mikið svekkelsi þegar það kom í ljós. Hann tók þó aðeins við sér á sunnudagsmorguninn og lét orð eins og "halló" flakka með reglulgeu millibili. Reyndar prumpaði hann nokkrum sinnum duglega og hentu menn nú gaman að því.
Á laugardeginum var svo vinnuaðstaða hólara skoðuð og var gaman að sjá það. Heiti potturinn á króknum stóð einnig fyrir sínu. Veikindi, að líkindum vegna enteróveiru, ollu því að ekki var alveg jafn mikið fjör á laugardagskvöldið, þó munu einhverjir hafa spilað rassinn úr buxunum í umræddum kubbleik en ég veit nú ekki alveg hvernig það fór.
Á sunnudag um hádegi þá var haldið á vatnalífssýninguna um hádegið, henni var síðan frestað þar sem Gummi sýningamaður þurfti að fara í hádegismat eftir að hafa haldið fjölda sýninga um morguninn. En um eitt leitið varð svo vatnalífssýningin að veruleika og mátti þar sko sjá margt skrítið og skemmtilegt. Lungnafiskurinn, síkliðinn úr Malavívatni, vakti þó án efa mesta lukku.
Jæja, sé ég að gleyma einhverju þá bætið þið því bara inn...
Takk fyrir mig
9 Comments:
ps. þið sem voruð með myndavélar... þið verðið nú að skella inn myndum af ævintýrinu
Já það var hörku gaman að sjá það góða fólk sem heimsótti okkur Hólara. Þrátt fyrir heldur kuldalegt veður fór hressleikinn upp í hæstu hæðir á föstudeginum en laugardagurinn var engu að síður góður þó rólegri stemming einkenndi kveldið. Nýjustu fréttir eru hins vegar þær að ég farinn að huga að atvinnumennsku í KUBB - það voru víst útsendarar á tjaldstæðinu sem spottuðu mig og hafa að sögn umboðsmanns míns samband á næstu dögum .....
Það er gott að þið skemmtuð ykkur vel...það var gott veður um helgina í Rvk. þannig að ég skemmti mér við garðslátt og fleira í þeim dúr. Þið þurfið endilega að smella inn myndum af þessu flakki ykkar, sérstaklega fyrir mig, sem kom ekki:)
Annars má geta þess að Datsuninn sem mér var falið að selja, er enn í sölu ef einhver hefur ághua. Það er hægt að skoða myndir af drossíunni á fornbill.is til gamans.
Er ekki annars allt í lukkunar velstandi hjá ykkur líffræðinördunum?
Kveðja, Ingi
mér sýndist á texta Hallveigar að eitthvað hefði vantað á Hóla um helgina...ég er ansi hræddur um að það hafi verið mig sem vantaði til fullkomna gleðskapinn;)
eeeeenú Ingi!!
Já þetta var mikið stuð og mikil rigning, gríðarlegur hressleiki á föstudeginum og fín stemning á laugardeginum.
Hefði nú samt alveg viljað betra veður
Hei.. ég hitti nú fjölda kubba niður í einu líka... held meira að segja að ég og Sindri höfum bæði haft metið í einu kasti.. þó mitt var ekki eins flott og hans.. hehe en það var ekki haft samband við mig til þess að gerast atvinnumaður.. kannski er þetta bara strákaíþrótt.. ;)
Já Mér fannst þessi helgi algert brill!!!! og ég verð að vera sammála gaurnum um what a great site hehe.
This comment has been removed by a blog administrator.
Post a Comment
<< Home