Í stríð við Þokuna

Sumarið er búið að vera vægast sagt sérstakt veðurfarslega séð. Var alltaf verið að spá svaka fínu veðri síðustu tvær vikur en ákveðið fyrirbæri sem kallast ÞOKA er búin að hertaka Hóla. En hvernig fer maður í stríð við þoku. Ein hugmynd væri að fá alla Hólara út úr holunum sínum og blása og blása og blása; en það kæmi varla meira en lítið gat á þokuna sem myndi lokast aftur þegar liði yfir hólarana úr of mikilli súrefnismettun. Önnur hugmynd væri að virkja þarmagas hólara og má segja að miklar stúdíur hafa farið fram til að rannsaka hvers konar matur gefur af sér bestann árangur. Þessar rannsóknir hafa gefið af sér góða raun og eru sumir hólarar nú með hæfni í að kæfa allt líf innan 3 metra radíus frá sér ef vel liggur á þeim. Þetta hefur reynst vel í keppnum sem haldnar hafa verið fólki til mismikillar gleði.
Þriðja hugmyndin væri að hólarar reyndu að kýla í þokuna... hún hlýtur að hafa veikann blett einhvers staðar.