Tuesday, August 08, 2006

Fimmta alþjóðlega ráðstefnan um bleikjur...

... var haldin í Öskju 2. - 5. ágúst og var okkur hólafólki boðið að mæta. Fróðlegt var að hlusta á fyrirlestrana og er maður orðinn vel fróður um bleikju! (þykist amk vera það). Á föstudeginum voru fyrirlestrarnir búnir á hádegi og var þá farið í ferð á Þingvelli þar sem bleikja var skoðuð á hrygningarstöðvum ásamt þess að bóndi nokkur var búinn að veiða afbrigðin 4 til að líffræðingarnir gætu potað í þá með sínum eigin fingrum. Borðað var á hótel Valhöll þar sem bleikja (supprise supprise!) var í aðalrétt en þótti hún nú ekki sérstök á bragðið. Eftir það var helltum við bionerdics í okkur að sið íslenskra líffræðinga bæði á þingvöllum og svo var haldið áfram eftir að í bæinn var komið. Reyndum að sýna úglengingunum hvernig ætti að skemmta sér en þeir týndust hver á fætur öðrum!

Hólarar á Þingvöllum

Tóm gleði var í gangi eins og sést á myndinni hér fyrir ofan, en svona í djóki setti ég saman lítið vídjó með myndum sem þið getið nálgast hér!
Ég mæli með því að hægri smella á linkinn og velja "Save As" (ef þið eruð með internet explorer) eða "Save link as" (ef þið eruð með firefox) ef þið ætlið að vista þetta dót. En jæja, ég er búinn að vera algjör félagsskítur núna í kvöld því ég er búinn að vera heillengi að fá þetta vídjó svona nokkurn vegin eins og ég vil hafa það, á meðan allir hér í kringum mig eru búnir að vera að horfa á Leathal Weapon 1 og 3 =P

Bless í bili!

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta var flott vídjó;)

08 August, 2006 22:50  
Blogger Halla said...

Eeen gaman!

09 August, 2006 09:04  
Blogger Halla said...

ok þetta var skemmtilegt video sko... mar hefði nú viljað vera á staðnum :)
veit samt ekki með þetta að gera grín að fólki sem er hreyfihamlað...

09 August, 2006 13:02  
Blogger Hrönn said...

Já herra. Þetta er afar skemmtilegt vídjó. Ég held að ragna og sindri séu meira að gera grín að afturgöngum, frekar en hreyfihömluðum.

09 August, 2006 14:21  
Blogger marino said...

Takk fyrir það :) Svolítið endaslappt en það er án efa bara vegna vankunnáttu minnar. Skil nú ekki alveg afhverju Halla er að skjóta þarna, veit nú ekki betur en að hún hafi verið að gera grín sjálf allan tíman síðan hún losnaði við hækjurnar! Þykist svo bara vera eitthvað illt í hnénu.. Halla fær 3 radísur fyrir leikaraskap!!

10 August, 2006 13:33  
Blogger marino said...

og hálfan rúmmeter af krækiberjalingi fyrir að þekkja ekki göngulag uppvakninga !

10 August, 2006 13:35  
Anonymous Anonymous said...

HAHA mér finnast radísur góðar.... so right back at ya!

11 August, 2006 11:10  
Blogger marino said...

Ég ætla að fara fram á að hægt sé að breyta úthlutuðum verðlaunum og að Halla fái þá engiferrót í staðinn!

Annars náðust skemmtilegir atburðir á myndband í gær svo aldrei að vita nema að annað vídjó komi fyrir jól...

kærlig hilsen!

11 August, 2006 14:10  
Blogger Hrönn said...

Hahaha.. Halla!

Ég ætla að gefa þér þrjá tómata.

Múhahaha!!

11 August, 2006 17:36  
Anonymous Anonymous said...

Hvað segiði...eruði búin að bóka ykkur í líffræði vatnanna?

11 August, 2006 23:17  
Blogger Hrönn said...

Við á Hólum erum bókað bókuð!

13 August, 2006 20:02  
Anonymous Anonymous said...

Maður er bókaður í vatnalíffræðina. En ég var að spá hvort að grasasumarnámskeiðið skagaði ekki inní Mývatnsferðina?

17 August, 2006 17:17  
Blogger Hrönn said...

Nii, eins og ég skil þetta þá endar sumarnámsk. á sunnudeginum með einhverri ótrúlega fjörugri feltferð, og svo byrjar myvatnsferðin á mánudeginum kl.10

24 August, 2006 14:47  

Post a Comment

<< Home