diskó friskó... diskó friskó
Já það má með sanni segja að sólin hafi minna blessað okkur með nærveru sinni þetta sumarið... það hefur nú samt ekki verið mikil þoka hérna í Reykjavík þannig maður þakkar fyrir það.
Annars er verslunarmannahelgin á næsta leiti og er veðurspáin ekki sérlega heillandi... það væri þá helst að fara í Ásbyrgi, ná SigurRós og blíðunni sem á að vera þar víst. Eeeeen það er sko amk 7 tíma akstur ef ekki meira og í þokkabót mun vera mikil umferð og þar sem flestir íslendingar eru komnir með fellihýsi og tjaldvagna og hjólhýsi og ég veit ekki hvað og hvað þá er bara alveg glatað að fara um þjóðvegana á eftir þessum skrímslum. Svo ég held ég sjái bara til og ákveði þetta á síðustu stundu.... kannski mar skelli sér á Snæfellsnesið og jafnvel í Flatey, aldrei að vita.
Hrönn, Marinó, Burkni og Lísa létu sjá sig í keilusalnum í öskjuhlíð og kíkti ég á þau þar þar sem þau fóru hamförum í diskókeilu. Ég veit að Ingi er svekktur að missa af þessu en svona er þetta þegar maður er bara búin að afneita vinum sínum.... þá er manni ekki boðið í diskókeilu. Síðan var nú haldið í pool og nokkrir bjórar sötraðir, allt voða gaman.
Sindri tók Ingann á þetta og svaraði ekki símanum þegar reynt var að ná í hann. Sjö njólar handa þér Sindri, þar hefuru það!
Langar til að óska Marinó aftur til lukku með litlu stúlkuna sem hann var að eignast, til hamingju og nú bíður mar spenntur eftir að sjá myndir á heimasíðunni okkar.
Já svo á ég bara eftir að vinna í 5 daga áður en ég fer til Serbíu eftir 8 og 1/2 dag þar sem ég vonast til að njóta fallegs landslags og sólar og hita.
Sweeeet!
Annars er verslunarmannahelgin á næsta leiti og er veðurspáin ekki sérlega heillandi... það væri þá helst að fara í Ásbyrgi, ná SigurRós og blíðunni sem á að vera þar víst. Eeeeen það er sko amk 7 tíma akstur ef ekki meira og í þokkabót mun vera mikil umferð og þar sem flestir íslendingar eru komnir með fellihýsi og tjaldvagna og hjólhýsi og ég veit ekki hvað og hvað þá er bara alveg glatað að fara um þjóðvegana á eftir þessum skrímslum. Svo ég held ég sjái bara til og ákveði þetta á síðustu stundu.... kannski mar skelli sér á Snæfellsnesið og jafnvel í Flatey, aldrei að vita.
Hrönn, Marinó, Burkni og Lísa létu sjá sig í keilusalnum í öskjuhlíð og kíkti ég á þau þar þar sem þau fóru hamförum í diskókeilu. Ég veit að Ingi er svekktur að missa af þessu en svona er þetta þegar maður er bara búin að afneita vinum sínum.... þá er manni ekki boðið í diskókeilu. Síðan var nú haldið í pool og nokkrir bjórar sötraðir, allt voða gaman.
Sindri tók Ingann á þetta og svaraði ekki símanum þegar reynt var að ná í hann. Sjö njólar handa þér Sindri, þar hefuru það!
Langar til að óska Marinó aftur til lukku með litlu stúlkuna sem hann var að eignast, til hamingju og nú bíður mar spenntur eftir að sjá myndir á heimasíðunni okkar.
Já svo á ég bara eftir að vinna í 5 daga áður en ég fer til Serbíu eftir 8 og 1/2 dag þar sem ég vonast til að njóta fallegs landslags og sólar og hita.
Sweeeet!
19 Comments:
Já, bjórinn var að meika það í gær, en keilan kannski ekki alveg jafn mikið. Var neðstur í báðum leikjunum í gær (tæknilega séð, stúlka sem ber nafnið Harpa var með í fyrri leiknum og var neðst, en jafn mikið súkkulaði hef ég ekki séð... svo ég tel mig vera neðstan). Svo tók við smá pool og þar vann ég alla mína leiki, hafiði það!! En já, get vonandi sett inn myndir af litlu minni í kvöld eða á morgun. Hún er auðvitað algjör prinsessa! fæddist þann 25. júlí, 12 merkur og 51cm!
Æ...ég er nú svekktur að hafa ekki komist með í diskókúlu, þar sem ég er mikill aðdándi þess að kasta kúlu í blikkandi ljósum:)
Ég hefði þó alveg verið til í sturta í mig nokkrum bjórum með ykkur en svona er það nú bara...
Það verður bara að sturta í sig bjór seinna með ykkur.
Marinó orðinn pabbi...það sem veröldin er mögnuð maður...annars er ég kominn með hugmynd að nafni handa litlu dísinni. Hvernig lýst ykkur á Ingibjörg...það er svo pure eitthvað..
Nóg um það...hafið það gott um helgina rúsínurassgötin ykkar.
Hey!! til hamingju Marinó með litlu prinsessuna. Vonandi datt hún í lukkupottinn og erfði liðuðu lokkana þína! Hamingja, Hamingja, Hamingja!!!!
Á að vera eitthvað áfram í bænum? Veriði þá endilega í bandi því það verður afmælisfögnuður um helgina að hætti geitungsinns! Hann á 25 ára afmæli í dag (orðinn að karlmanni). En ef ekki, þá
hlakka ég til að sjá ykkur öll í tegundagreiningu 25. pís!
Hey til hamingju með ammælið Ævar!!! Fannst eins og það ætti einhver ammæli í dag sem ég þekkti en gat með engu móti munað hver það hefði átt að vera... þá er það komið á hreint.
Væri nú gaman að fagna 25 ára afmæli geitungsins, sérstaklega eftir beil aldarinnar þarna síðast!
Nú, nú.. Til hamingju með daginn Ævar.. Þetta er nú mikill áfangi að ná fyrir svona gamlann mann.. ;) Hehe En því miður verðum vid stutt í bænum og ég og Marinó förum næsta laugardag aftur á Hóla.. Verðum bara að taka hörkudjamm þegar skólinn byrjar aftur.. Annars á hann Manni nú sjálfur ammæli 20. ágúst og verður þá gamalmenni líka.. Hmm.. Allt í einu orðinn pabbi og gamalmenni.. *hugsi hugsi hóst hóst*.. En einhverjar umræður hafa verið á lofti að halda eitthvað upp á það síðustu helgina okkar á Hólum en við látum ykkur vita með framhaldið af því seinna.. :D
Later..
Já heillaóskir með afmælisdaginn Æ-var. Að hugsa sér að það séu komin tæp 26 ár frá getnaði...að ímynda sér.
Hafðu það gott í dag!!
Já, til hamingju Ævar minn!! Ingi þú ert svo smekklegur bollusnúður!
Til hamingju bæði Marínó og Ævar!
Bara til að hrella þig Halla er búið að vera rigning í allri suður-Evrópu núna í nokkurn tíma og ekkert sérstaklega hlýtt.
Hvað eruði annars að brasa krakkar mínir?
Óska hér með Ævari til lukku með gamalmennatitilinn ... hibbhibb húrra! Betra er seint en aldrei ... eins og stóð í gömlu sósubókinni. Svo finnst mér bara virkilega illa gert af Höllu að bjóða mér ekki með í keilu! Takk! - 10 brenninetlur handa þér en skemmtu þér nú samt vel í Serbíu
Ég væri sko til í að fara til Serbíu...eða Srbija eins og við áhugamennirnir köllum það.
Vonandi skemmtir þú þér vel þar Hallveig!
Ég mæli með Fru?ka Gora þjóðgarðinum og kvenfólkinu..fúff
Já Innilegar hamingjuóskir með Áfangann þinn Ævar minn. Alltof margir út úr bænum núna. Það verður bara að vera gott teiti í byrjun sumars. Máske diskókeila?
..allt annað en diskakúla...hafiði e-ð á móti mér:)
... nei ingi, með þér! Með þér eru stórar stelpur ...
En Ingi þú sagðir að þú værir mikill aðdáandi þess að kasta kúlu í blikkandi ljósum!!
Erum við að tala um að þetta hafi verið kaldhæðni?
Það er spáð 31°C og sól í Serbíu á laugardaginn :)
Það eru nokkrar myndir úr hólaferðinni á http://pg.photos.yahoo.com/ph/vaffarinn/album?.dir=b8f0re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/vaffarinn/my_photos
eða bara pg.photos.com/vaffarinn og velja hólaferð ;)
Það eru nokkrar myndir úr hólaferðinni á http://pg.photos.yahoo.com/ph/vaffarinn/album?.dir=b8f0re2&.src=ph&store=&prodid=&.done=http%3a//pg.photos.yahoo.com/ph/vaffarinn/my_photos
eða bara pg.photos.com/vaffarinn og velja hólaferð ;)
Flott er, mér var hætt að lítast á blikuna. Er að fara til Króatíu og Slóveníu í nótt og var að heyra sögur af rigningu og ekkert svo miklum hita.
Post a Comment
<< Home