Jæja...
Ég er sammála Sindra um að þessi síða eigi skilið meiri athygli heldur en henni hefur verið sýnd síðari hluta síðasta árs.
Það er sumsé búið að vera fjör á liðinu, bústaðaferð 2-4 jan og fádæma góð þáttaka... -1 að vísu en engu að síður frábær ferð.... og ekki var verra að hafa Ubaldo til þess að taka stöðu Inga í heita pottinum.

Ég er sammála Sindra um að þessi síða eigi skilið meiri athygli heldur en henni hefur verið sýnd síðari hluta síðasta árs.
Það er sumsé búið að vera fjör á liðinu, bústaðaferð 2-4 jan og fádæma góð þáttaka... -1 að vísu en engu að síður frábær ferð.... og ekki var verra að hafa Ubaldo til þess að taka stöðu Inga í heita pottinum.
Nú svo var fundur hjá Tóbaksklúbbnum Sigfinni þar sem tekið var í Trivial, flotta bifreiðin hans Inga borin augum og gin í sódavatn teygað. Síðan var farið í Öskju á bjórkvöld sem var líka mikið fjör og þaðan niðrí bæ. Allsherjar fjör og skemmti ég mér konunglega. Því er ekki úr vegi að fara að plana næsta fund hjá Tóbaksklúbbnum.... það er ýmislegt sem þarf að fara yfir.
Hrönn er í Kenya, með Yann og hálfa ættina mína... ég vona að það sé allt í orden og að þau haldi sig víðsfjarri hinum ógurlegu óeirðum.
Annars var það ekki fleira í bili,
þangað til næst