Saturday, April 19, 2008

Til Hamó með Ammó Ragna gamla!

Sunday, March 23, 2008

Köfunarferð?


Ég segi að Grúppan þurfi að fara í almennilega köfunarferð saman á næstu árum!!!
Rauðahafið eða eitthvað álíka spennandi!!!

Tuesday, February 26, 2008

Þrjár góðar ástæður fyrir að heimsækja Plymouth.


1. Fara á brimbretti eða bodyboard (n.b. þetta er í byrjun feb... kaldasta tíma ársins).


2. Knúsa bubbles og squeek sem leggja sig gjarnan á rúmminu mínu.


3. Fara uppá þak og grilla í góðu veðri.

Wednesday, February 13, 2008

Í miðri viku...

Hæææ sveppalepparnir mínir!
Ástæðan fyrir því að ég tek mig svona óvænt til og skrifa nokkur orð er að ég átti að vera í tíma í umhverfishagfræði, sem af óþekktum ástæðum féll niður. Nú... það þýddi að ég þyrfti að fara að læra og hvað er betra en að skrifa bloggfærslu inn á bloggsíðu í andarslitrunum í staðinn fyrir að leita uppi einhver IGO til að skrifa um... Mér finnst ég amk vera að gera góðverk :)

Í morgun fékk ég ógleeesa góðan morgunmat! Besta í geimi!
Gabríel, þessi elska, var búinn að baka nýtt brauð sem er kreisý gott og líka koma með svona súkkulaði spread heim. Svo ég setti það á nýja brauðið og pínu rjómaklessu ofan á. Svo drakk ég með þessu te og mmmhh.... guð so æægilega huggó!
(en reyndar er ég með pínu brjóstsviða núna, kannski er ekki allt of sniðugt að hafa rjóma í morgunmat... mar veit ekki...)

Hrönn er sumsé komin aftur frá Kenýa og fjölskyldan í heilu lagi, hjúkket! Ég byrjaði að skoða myndirnar, en var fljótt svo hriikalega abbó að mér varð flökurt svo ég hætti að skoða... Miiig langar líííka!
Eeen ég er að fara til Grænlands núna 27 feb... það verður amk tilbreyting. Þó það verði örugglega hrikalega kalt. Selaát, (ísbjarnaveiðar), hundasleðaferðir og göngur í stórbrotinni náttúru Grænlands undir leiðsögn innfæddra, með frábærum félagskap, munu þó án efa ylja mér um hjartaræturnar.... Svo ég má vel við una.

Er byrjuð að læra frönsku, búin að fara í tvo tíma... ég er sumsé búin að læra stafrófið, þrjár sagnir; að vera, að hafa og að borða, og svo einn málshátt. Væsgo!

Fleira var það svosem ekki í bili...
nema kannski eitt... eruði að grínast með viðtalið við Villa síðan í stóra olíusamráðsmálinu!
Sko þessi kall!

Þangað til næst.

Sunday, January 20, 2008

Jæja...
Ég er sammála Sindra um að þessi síða eigi skilið meiri athygli heldur en henni hefur verið sýnd síðari hluta síðasta árs.
Það er sumsé búið að vera fjör á liðinu, bústaðaferð 2-4 jan og fádæma góð þáttaka... -1 að vísu en engu að síður frábær ferð.... og ekki var verra að hafa Ubaldo til þess að taka stöðu Inga í heita pottinum.



Nú svo var fundur hjá Tóbaksklúbbnum Sigfinni þar sem tekið var í Trivial, flotta bifreiðin hans Inga borin augum og gin í sódavatn teygað. Síðan var farið í Öskju á bjórkvöld sem var líka mikið fjör og þaðan niðrí bæ. Allsherjar fjör og skemmti ég mér konunglega. Því er ekki úr vegi að fara að plana næsta fund hjá Tóbaksklúbbnum.... það er ýmislegt sem þarf að fara yfir.

Hrönn er í Kenya, með Yann og hálfa ættina mína... ég vona að það sé allt í orden og að þau haldi sig víðsfjarri hinum ógurlegu óeirðum.
Annars var það ekki fleira í bili,
þangað til næst

Tuesday, January 08, 2008

CHEVROLET MALIBU 1979

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar! Nú líður senn að spilakvöldi í nýja kondoinu mínu og að því tilefni ætla ég að fræða ykkur aðeins nýjustu fjárfestingu mína, draumabílinn.



Í sumar, nánar tiltekið 16. júlí, frétti ég af þessum fagra fáki inni í bílskúr hjá miklum heiðursmanni, Páli Bergþórssyni. Síðan í sumar hafa samningsviðræður farið fram sem leiddu að lokum til þess að sjálfrennireiðin varð mín hinn 20. desember á þessu ári. Sjaldan hef ég hitt jafnmikið ljúfmenni og hann Pál og þakka ég honum kærlega fyrir viðskiptin. Bílaviðskipti eru yfirleitt einhver þau leiðingjörnustu sem ég á í, enda sölumaður lítill, en þau voru svo sannarlega ánægjuleg í þetta skipti.

Nánar um ökutækið. Þessi Chevrolet var framleiddur árið 1979 í USA. Verksmiðjunúmer hans er 1W27H9B466509 og er bíllinn drappaður á litinn. Vélarstærð er V8, 5 lítrar, nánar tiltekið 305 vél. Hann er ekinn frá upphafi 65600 kílómetra og hefur verið í eigu eins nær allan tímann.

Þeir kunnu að búa til farartæki á þessum tíma og eru ýmsir aukaeiginleikar sem bílinn býr yfir. Þeirra á meðal er vökva- og veltistýri, rafmagn í framsæti og rúðum, loftkæling (A/C), krús-kontról og FM/AM útvarp ásamt segulbandstæki.

Ég er stoltur af því að segja að meðalaldur bílanna minna er 25 ár...sem er talsvert meiri aldur en meðalaldur bílaflota Íslendinga. Mikil ánægja fylgir akstri bílsins og er hann þýður í alla staði.

Hlakka til spilakvöldsins..og ef þið verðið þæg fáið þið kannski að sjá farartækið;)

Kveðja, Ingi

Tuesday, January 01, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og þakka ykkur fyrir hin liðnu. Megi nýja árið bera í skauti sér fleiri frábærar samverustundir og ný ævintýri. Þegar litið er yfir árið hefur það verið nokkuð viðburðarríkt hjá okkur og má þar helst nefna útskrift okkar Bionörda og ævintýraleg ferð okkar til Tælands (hóst .... Ingi) ásamt meira glensi. Stutt í fyrsta flippið ...... sjáumst í flippferðinni.


Svo verður þessi síða rifinn upp úr þeirri smávægilegu lægð sem hún hefur verið í síðari hluta þessa árs. Já ég held það sé málið . . .

Tuesday, December 25, 2007

Gleðileg jól

Jæja gott fólk nú eru jólin gengin í garð. Allir vonandi jafn saddir og sælir og ég. Ég er allaveg svo sæll (útbelgdur) að ég veit ekki hvort ég stend eða sit þessa stundina. En þetta er bara svona flest eins og það á að vera á jólum, meira að segja kom alvöru jólasnjór en það er nú víst ekki sjálfgefið nú til dags.
En hafið það gott nirðirnir mínir (ofan í konfektkössum og matardöllum). Svo styttist nú óðum í að við hittumst öll. Væri samt alveg gaman að grípa í spil eða eitthvað fyrir 2.jan.

Sunday, November 18, 2007

Funny


Bara að athuga hvort það er hægt að blogga vídjó:)
Posted by Picasa

Saturday, October 20, 2007

Dúbbí dúbbí dúbbí Dúúú...